Innlent

Engar frekari vís­bendingar eftir leitina

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ekki hafa frekari vísbendingar komið í ljós.
Ekki hafa frekari vísbendingar komið í ljós. Vísir/Getty

Leit írsku lögreglunnar að Jóni Þresti Jónssyni hefur ekki borið árangur og liggja engar frekari vísbendingar um hvarf hans fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá írsku lögreglunni.

Síðustu daga hefur farið fram leit að Jóni Þresti í Santry Demense almenningsgarðinum í Dyflinni á Írlandi. Hann hvarf sporlaust í borginni fyrir fimm árum síðan. Lögreglu barst nafnlaust bréf fyrir viku um að líkamsleifar hans væri að finna í garðinum og fór hún þá í leit.

Í tilkynningu sinni biðlar írska lögreglan til þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um málið að stíga fram. Er fullum trúnaði heitið. Tekið er fram að rannsókn málsins haldi áfram og sé í fullum gangi.

Fram hefur komið að systkini Jóns, þau Anna Hildur Jónsdóttir og Davíð Karl Wiium eru stödd í borginni. Þau hafa meðal annars lýst því að þau hafi upplifað viðhorfsbreytingu af hálfu lögreglunnar eftir að ný sönnunargögn komu fram í málinu.

Leitin síðustu daga hefur verið afar umfangsmikil. Að henni hafa komið leitarhundar og kafarar. Skóglendi í garðinum var girt af í fyrradag eftir að leitarhundar fóru yfir svæðið og brugðust við lykt á svæðinu.

Á kortinu má sjá fjarlægðina frá hótelinu sem Jón Þröstur gisti á að garðinum.Þá eru einnig merktar inn á mögulegar gönguleiðir samkvæmt Google maps.Vísir/Grafík

Tengdar fréttir

„Segir okkur að þeir eru ekkert að bulla“

Systir og bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin fyrir fimm árum síðan segjast finna fyrir viðhorfsbreytingu írsku lögreglunnar vegna rannsóknar á hvarfi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×