Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2024 16:00 Júlía Navalní, eiginkona Alexei, ávarpaði öryggisráðstefnuna í Munich i dag. AP/Kai Pfaffenbach Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. Hún segist eiga erfitt með að trúa fregnunum, sem hingað til hafa eingöngu komið frá fangelsismálayfirvöldum í Rússlandi. Navalní var 47 ára gamall en hann er sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúr í fangelsinu í morgun og dáið í kjölfarið. Lögmenn hans eru sagðir á leið í fangelsið þar sem hann var í haldi en það er mjög einangrað í Síberíu. Navalní hélt átakanlega ræðu í Munchen í Þýskalandi þar sem árleg öryggisráðstefna fer fram. Hún hóf ræðuna á því að hún hefði hugsað sig lengi um hvort hún ætti að hætta við ræðuna og fljúga beint til barna sinna en hún hafi komist að þeirri niðurstöðu að Alexei hefði farið á svið, hefði hann getað það. Hún sagði að ef fregnirnar frá Rússlandi væru réttar vildi hún að Pútín, vinir hans og meðlimir ríkisstjórnar hans væru meðvitaðir um að þeir yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar fyrir allt sem þeir hefðu gert Rússlandi, fjölskyldu hennar og eiginmanni hennar. „Ykkar dagur mun koma mjög fjlótt,“ sagði hún. Sjá einnig: Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Navalní kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið tæki höndum saman gegn „illskunni“ í Kreml og kæmi ógnarstjórninni frá völdum. Þegar hún lauk ræðu sinni og gekk af sviðinu stóðu gestir í salnum á fætur og klöppuðu. Yulia Navalnaya at the Munich Security Conference:"I want #Putin and all his associates to know that they will be responsible for everything they have done to our country and my family. And that day will come very soon. I would like to call on the international community and pic.twitter.com/6XEa8ObFtw— The Anti-Corruption Foundation (@ACF_int) February 16, 2024 Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Hún segist eiga erfitt með að trúa fregnunum, sem hingað til hafa eingöngu komið frá fangelsismálayfirvöldum í Rússlandi. Navalní var 47 ára gamall en hann er sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúr í fangelsinu í morgun og dáið í kjölfarið. Lögmenn hans eru sagðir á leið í fangelsið þar sem hann var í haldi en það er mjög einangrað í Síberíu. Navalní hélt átakanlega ræðu í Munchen í Þýskalandi þar sem árleg öryggisráðstefna fer fram. Hún hóf ræðuna á því að hún hefði hugsað sig lengi um hvort hún ætti að hætta við ræðuna og fljúga beint til barna sinna en hún hafi komist að þeirri niðurstöðu að Alexei hefði farið á svið, hefði hann getað það. Hún sagði að ef fregnirnar frá Rússlandi væru réttar vildi hún að Pútín, vinir hans og meðlimir ríkisstjórnar hans væru meðvitaðir um að þeir yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar fyrir allt sem þeir hefðu gert Rússlandi, fjölskyldu hennar og eiginmanni hennar. „Ykkar dagur mun koma mjög fjlótt,“ sagði hún. Sjá einnig: Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Navalní kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið tæki höndum saman gegn „illskunni“ í Kreml og kæmi ógnarstjórninni frá völdum. Þegar hún lauk ræðu sinni og gekk af sviðinu stóðu gestir í salnum á fætur og klöppuðu. Yulia Navalnaya at the Munich Security Conference:"I want #Putin and all his associates to know that they will be responsible for everything they have done to our country and my family. And that day will come very soon. I would like to call on the international community and pic.twitter.com/6XEa8ObFtw— The Anti-Corruption Foundation (@ACF_int) February 16, 2024
Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira