Erlent

Mætti með afskorna hendi á sænska endur­vinnslu­stöð

Eiður Þór Árnason skrifar
Atvikið átti sér stað í borginni Skellefteå í Västerbottens län.
Atvikið átti sér stað í borginni Skellefteå í Västerbottens län. Getty/LOJ5407

Lögregla var kölluð til þegar glerkrukka sem skilin var eftir á endurvinnslustöð í borginni Skellefteå í Norður-Svíþjóð virtist innihalda mannshendi.

Að sögn yfirmanns úrgangsmála í sveitarfélaginu var innihaldið frosið og óljóst í fyrstu en starfsfólki hafi brugðið í brún þegar klakinn þiðnaði og afhjúpaði líkamshlutann.

Sænski miðilinn Aftonbladet greinir frá þessu og hefur eftir yfirmanninum Agneta Lantto Forsgren að ílátið hafi verið skilið eftir á svæði ætlað spilliefni. Viðskiptavinurinn hafi verið spurður um innihald krukkunnar við afhendingu en engin svör veitt. Starfsfólk hafi þá einungis séð óræðan klaka og síðar haft samband við lögreglu sem fjarlægði ílátið.

Rannsóknarlögreglumaður segir í samtali við Aftonbladet að málið sé rannsakað sem alvarlegt brot. Fyrst verði reynt að fá staðfest hvort um sé að ræða raunverulegar jarðneskar leifar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×