„Sterk stuðningsyfirlýsing“ stærstu hluthafa sem leggja Play til 2,6 milljarða
![Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafinn. Birgir segir skýr merki um bata í rekstrinum og núverandi lausafjárstaða sé vel viðunandi, þrátt fyrir hraðan vöxt og ítrekuð ytri áföll í rekstrarumhverfinu.](https://www.visir.is/i/C77A0FDC63849991E36CC2059263F7F9645DD3239A933187ABA883CD21C965DB_713x0.jpg)
Stærstu fjárfestarnir í hluthafahópi Play hafa skráð sig fyrir samanlagt um 2,6 milljörðum í útboði félagsins gegn því skilyrði að það takist að sækja nýtt hlutafé fyrir að lágmarki fjóra milljarða. Útboðsgengið er um 33 prósentum lægra en hlutabréfaverð Play var þegar félagið birti uppgjör sitt og áform um hlutafjáraukningu fyrr í þessum mánuði.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/D199FED78D7A1DA2A9DA46C60CED7DAB60DD689B2D06D71023448BE4DED062F6_308x200.jpg)
Hluthafar vilja drífa hlutafjáraukningu Play af
Stór hluthafi í Play segir æskilegt í ljósi þess að tilkynnt hafi verið um að til standi að auka hlutafé flugfélagsins að það verði gert á næstu dögum og helst ekki síðar en í þessum mánuði. Til skamms tíma ætti fyrirhugað hlutafjárútboð að leiða til þess að gengi bréfa félagsins haldist niðri en forstjóri Play hefur sagt að hlutafjáraukninguna þurfi ekki á næstu mánuðum til að fjármagna reksturinn.