Fleiri áhorfendur á leikjum í b-deildinni en í leikjum í Bundesligunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 16:02 Stuðningsmenn Schalke 04 standa á bak við félagið sitt þó það sé nú í fallbaráttu í þýsku b-deildinni. Getty/Leon Kuegeler Helgin var söguleg í þýska fótboltanum og ekki vegna þess sem gerðist inn á vellinum heldur það sem gerðist í áhorfendastúkunum. Í fyrsta sinn í sögunni komu nefnilega fleiri áhorfendur á leiki í þýsku B-deildinni heldur komu á leikina sem fóru fram í A-deildinni, sjálfri Bundesligunni. Flestir áhorfendur á einum einstaka leik voru á leik Schalke 04 og Wehen Wiesbaden í b-deildinni en heildartölurnar voru einnig hliðhollar þýsku b-deildinni. Zum ersten Mal in der Fußball-Geschichte hatte die 2. Bundesliga an einem Spieltag mehr Zuschauer als die Bundesliga. Zu den Zuschauerzahlen: https://t.co/w05dDZqUSu pic.twitter.com/X1SUluRLRl— Die falsche 9 (@die_falsche_9) February 19, 2024 Alls komu 284.643 áhorfendur á leikina níu í b-deildinni en á sama tíma voru bara 261.099 áhorfendur á leikjunum í Bundesligunni. Alls komu 60.542 manns á Schalke 04 leikinn þar sem heimamenn unnu nauman sigur. Liðið er í fallbaráttu í b-deildinni en það vantar ekki stuðninginn. Leikurinn sem fékk næstbestu aðsóknina var líka b-deildarleikur en 52.652 manns komu á leik Herthu Berlin og Magdeburgar. Bundesligan átti leikinn með þriðju bestu aðsóknina en fimmtíu þúsund manns komu á leik FC Köln og Werder Bremen. Þetta var slakast aðsóknin á umferð í Bundesligunni síðan í kórónuveirufaraldrinum. Það skiptir auðvitað máli að risarnir Bayern München og Borussia Dortmund voru að spila á útivelli og að mörg fornfræg félög spila nú í b-deildinni. Það eru einnig í gangi mótmæli meðal þýsks knattspyrnuáhugafólks með þau áform forráðamanna þýsku deildarkeppninnar að taka inn nýja utanaðkomandi hluthafa í rekstur þýsku deildarinnar. Tennisboltar og leikfangabílar enduðu inn á vellinum í þessum mótmælum um helgina. This weekend the 2. Bundesliga attendance (284,643) was higher than the Bundesliga (261,099). Some 2. Bundesliga pictures just from this weekend, I love this league pic.twitter.com/wfh3npPk86— Danny Monk (@DanTheYid_) February 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fótbolti „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Fótbolti Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fótbolti Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Þjálfararáðning bíði líklega nýs árs Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks „Vissi hvað ég var að fara út í“ Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögunni komu nefnilega fleiri áhorfendur á leiki í þýsku B-deildinni heldur komu á leikina sem fóru fram í A-deildinni, sjálfri Bundesligunni. Flestir áhorfendur á einum einstaka leik voru á leik Schalke 04 og Wehen Wiesbaden í b-deildinni en heildartölurnar voru einnig hliðhollar þýsku b-deildinni. Zum ersten Mal in der Fußball-Geschichte hatte die 2. Bundesliga an einem Spieltag mehr Zuschauer als die Bundesliga. Zu den Zuschauerzahlen: https://t.co/w05dDZqUSu pic.twitter.com/X1SUluRLRl— Die falsche 9 (@die_falsche_9) February 19, 2024 Alls komu 284.643 áhorfendur á leikina níu í b-deildinni en á sama tíma voru bara 261.099 áhorfendur á leikjunum í Bundesligunni. Alls komu 60.542 manns á Schalke 04 leikinn þar sem heimamenn unnu nauman sigur. Liðið er í fallbaráttu í b-deildinni en það vantar ekki stuðninginn. Leikurinn sem fékk næstbestu aðsóknina var líka b-deildarleikur en 52.652 manns komu á leik Herthu Berlin og Magdeburgar. Bundesligan átti leikinn með þriðju bestu aðsóknina en fimmtíu þúsund manns komu á leik FC Köln og Werder Bremen. Þetta var slakast aðsóknin á umferð í Bundesligunni síðan í kórónuveirufaraldrinum. Það skiptir auðvitað máli að risarnir Bayern München og Borussia Dortmund voru að spila á útivelli og að mörg fornfræg félög spila nú í b-deildinni. Það eru einnig í gangi mótmæli meðal þýsks knattspyrnuáhugafólks með þau áform forráðamanna þýsku deildarkeppninnar að taka inn nýja utanaðkomandi hluthafa í rekstur þýsku deildarinnar. Tennisboltar og leikfangabílar enduðu inn á vellinum í þessum mótmælum um helgina. This weekend the 2. Bundesliga attendance (284,643) was higher than the Bundesliga (261,099). Some 2. Bundesliga pictures just from this weekend, I love this league pic.twitter.com/wfh3npPk86— Danny Monk (@DanTheYid_) February 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fótbolti „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Fótbolti Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fótbolti Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Þjálfararáðning bíði líklega nýs árs Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks „Vissi hvað ég var að fara út í“ Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Sjá meira