Ástarsögur úr hversdeginum Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 14:00 Um liðna helgi lifðum við hjónin eins og áhrifavaldar, án þess þó að birta af því myndir á Instagram og raunar án þess að vera í neinu „samstarfi“. Við litum upp úr hversdeginum og fórum á tónleika, dvöldum á hóteli og borðuðum á góðum veitingastað. Eins og mörg pör leyfum við okkur þetta einstaka sinnum og snúum í kjölfarið til baka í hversdaginn, glöð yfir því að hafa gert okkur dagamun. Sú mynd sem birtist ungu fólki á Instagram sendir þau skilaboð að hversdagurinn sé bið eftir lífinu og að uppbrotið sé það sem gerir lífinu þess virði að lifa. Uppbrotið er oft eftirminnilegt en það er einmitt í hversdeginum sem við náum að rækta og dýpka tengsl okkar sem fjölskyldur og sem elskendur. John Lennon minnti á þetta í laginu Beautiful Boy, ort frá föður til sonar, þar sem hann segir lífið vera það sem á sér stað á meðan við gerum önnur plön. Í starfi mínu sem prestur fæ ég að gefa saman hjón og ég bið iðulega hjónaefni um að senda mér bréf um ást sína og hvað þeir, þær eða þau njóta þess að gera saman. Stundum koma sögur af uppbroti en oftar en ekki eru þetta ástarsögur úr hversdeginum. Án leyfis viðkomandi hjónaefna deili ég nokkrum slíkum ástarsögum. Ein hjónaefni sendu mér söguna af því þegar þau byrjuðu saman og þar segir að „daginn eftir fékk hann [hana] með sér að horfa á vídeóspólu, eina nýja og eina gamla frá Snælandsvídeó. Þegar spólan var búin og kvöldið á enda spurði [hún], hvort að hann vildi ekki bara vera í sambandi með sér.“ Hjónaefni sem vinna bæði á sjúkrahúsi lýstu fyrir mér gæðastundum á „mánudagsmorgnum, þegar vaktavinnufólk á grið, þar sem við njótum þess að horfa á Netflix saman“ og „kósíkvöldum með hvítvíni og ostapoppi“. Þessi hjón setja það í forgang að „reyna að taka lífinu ekki of alvarlega, knúsa hvort annað og kyssa eins mikið og færi gefst“. Önnur skrifuðu mér „við elskum bæði að vera heima í rólegheitunum að spjalla yfir kaffibolla og þannig gleymist tíminn oft.“ Í ástarbréfi til verðandi eiginmanns skrifar kona „það sem ég elska við [hann] er að hann passar upp á sitt nánasta fólk og er til staðar fyrir það. Hann lætur sitt nánasta fólk vita að honum þykir vænt um það og tekur tímanum með þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Hann er alltaf til staðar fyrir mig og segir við mig á hverjum degi að hann elski mig og hrósar mér á einn eða annan hátt, og gerir það alltaf af mikilli einlægni og beint frá hjartanu.“ Ástin þarf rými í hversdeginum og þó á stundum geti verið langt á milli uppbrota, getum við nýtt hverja samverustund til að rækta ástina. Þekkt bók eftir Gary Chapman nefnir Fimm tungumál ástarinnar, uppörvandi orð, þjónustu, gjafir, gæðastundir og snertingu og þau eru verkfæri sem við getum nýtt til að leggja rækt við ástina í hversdeginum. Á sunnudaginn (25.2. kl. 14) bjóðum við í Fríkirkjunni í Reykjavík pörum og einstaklingum af öllum kynjum að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum, þeirra Sigurðar Rúnars Sigurðssonar & Ágústs Birgissonar, Söru Gríms & Elmars Andra Sveinbjörnssonar og Sigurbjörns Þorkelssonar & Laufeyjar Geirlaugsdóttur. Jafnframt gefst í stundinni tækifæri til að nýja eða endurnýja heit sín undir fallegum ástarlögum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Um liðna helgi lifðum við hjónin eins og áhrifavaldar, án þess þó að birta af því myndir á Instagram og raunar án þess að vera í neinu „samstarfi“. Við litum upp úr hversdeginum og fórum á tónleika, dvöldum á hóteli og borðuðum á góðum veitingastað. Eins og mörg pör leyfum við okkur þetta einstaka sinnum og snúum í kjölfarið til baka í hversdaginn, glöð yfir því að hafa gert okkur dagamun. Sú mynd sem birtist ungu fólki á Instagram sendir þau skilaboð að hversdagurinn sé bið eftir lífinu og að uppbrotið sé það sem gerir lífinu þess virði að lifa. Uppbrotið er oft eftirminnilegt en það er einmitt í hversdeginum sem við náum að rækta og dýpka tengsl okkar sem fjölskyldur og sem elskendur. John Lennon minnti á þetta í laginu Beautiful Boy, ort frá föður til sonar, þar sem hann segir lífið vera það sem á sér stað á meðan við gerum önnur plön. Í starfi mínu sem prestur fæ ég að gefa saman hjón og ég bið iðulega hjónaefni um að senda mér bréf um ást sína og hvað þeir, þær eða þau njóta þess að gera saman. Stundum koma sögur af uppbroti en oftar en ekki eru þetta ástarsögur úr hversdeginum. Án leyfis viðkomandi hjónaefna deili ég nokkrum slíkum ástarsögum. Ein hjónaefni sendu mér söguna af því þegar þau byrjuðu saman og þar segir að „daginn eftir fékk hann [hana] með sér að horfa á vídeóspólu, eina nýja og eina gamla frá Snælandsvídeó. Þegar spólan var búin og kvöldið á enda spurði [hún], hvort að hann vildi ekki bara vera í sambandi með sér.“ Hjónaefni sem vinna bæði á sjúkrahúsi lýstu fyrir mér gæðastundum á „mánudagsmorgnum, þegar vaktavinnufólk á grið, þar sem við njótum þess að horfa á Netflix saman“ og „kósíkvöldum með hvítvíni og ostapoppi“. Þessi hjón setja það í forgang að „reyna að taka lífinu ekki of alvarlega, knúsa hvort annað og kyssa eins mikið og færi gefst“. Önnur skrifuðu mér „við elskum bæði að vera heima í rólegheitunum að spjalla yfir kaffibolla og þannig gleymist tíminn oft.“ Í ástarbréfi til verðandi eiginmanns skrifar kona „það sem ég elska við [hann] er að hann passar upp á sitt nánasta fólk og er til staðar fyrir það. Hann lætur sitt nánasta fólk vita að honum þykir vænt um það og tekur tímanum með þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Hann er alltaf til staðar fyrir mig og segir við mig á hverjum degi að hann elski mig og hrósar mér á einn eða annan hátt, og gerir það alltaf af mikilli einlægni og beint frá hjartanu.“ Ástin þarf rými í hversdeginum og þó á stundum geti verið langt á milli uppbrota, getum við nýtt hverja samverustund til að rækta ástina. Þekkt bók eftir Gary Chapman nefnir Fimm tungumál ástarinnar, uppörvandi orð, þjónustu, gjafir, gæðastundir og snertingu og þau eru verkfæri sem við getum nýtt til að leggja rækt við ástina í hversdeginum. Á sunnudaginn (25.2. kl. 14) bjóðum við í Fríkirkjunni í Reykjavík pörum og einstaklingum af öllum kynjum að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum, þeirra Sigurðar Rúnars Sigurðssonar & Ágústs Birgissonar, Söru Gríms & Elmars Andra Sveinbjörnssonar og Sigurbjörns Þorkelssonar & Laufeyjar Geirlaugsdóttur. Jafnframt gefst í stundinni tækifæri til að nýja eða endurnýja heit sín undir fallegum ástarlögum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun