Kristinn segir málið upp á líf og dauða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 18:36 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fyrir utan dómsalinn í dag. Fjöldi fólks safnaðist þar saman til þess að sýna Julian Assange stuðning. vísir Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. Assange fer fram á heimild til áfrýjunar á úrskurði um framsal til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér þungan dóm. Verði kröfunni hafnað hefur Assange tæmt allar mögulegar leiðir innan breska dómskerfisins. Fari svo verður þess freistað að kæra niðurstöðuna til Mannréttindadómstóls Evrópu en Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir það veika von. Bæði sé erfitt að koma málinu að og einnig gætu Bretar hundsað möguleg tilmæli um að hinkra með framsalið. Lögmenn Assange kynntu röksemdir hans fyrir réttinum í dag og á morgun koma lögmenn bandarískra stjórnvalda fyrir réttinn. Fyrir utan Royal Court of Justice í Lundúnum í dag.vísir/AP Kristinn óttast að niðurstaðan verði Assange ekki í hag og segir málið upp á líf og dauða. „Það er engin spurning um að svo sé og það er í sjálfu sér það læknisfræðilega mat sem hefur verið sett fram hér að það sé mikil hætta, sjálfsvígshætta, ef hann verður settur í fangaflug og þarf að sæta einangrun bæði fram að réttarhöldum og eftir réttarhöldin. Því að einangrunarvist er nokkuð vís þegar kemur að Julian í bandarísku fangelsi,“ sagði Kristinn þegar hann ræddi við fréttastofu fyrir utan dómshúsið eftir að málið var tekið fyrir í dag. „Það að eiga yfir höfði sér 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum er svo í sjálfu sér dauðarefsing og það mun þýða það að hann mun bera beinin í bandarísku fangelsi. Svo þetta er upp á líf og dauða. Og ekki bara fyrir Julian Assange heldur líka fyrir blaðamennsku því með þessu yrði sett alvarlegt fordæmi sem aðrir blaðamenn í heiminum þyrftu mögulega að gjalda fyrir. Því hann er fyrsti blaðamaðurinn sem hefur verið ákærður á grundvelli njósnalöggjafarinnar en alveg örugglega ekki sá síðasti.“ Stella Assange, eiginkona Julians Assange, ávarpaði stuðningsmenn í dag.vísir/ap Stærstu mótmælin hingað til Kristinn segir mótmælin fyrir utan dómsalinn í dag hafa verið þau stærstu frá því að slagurinn hófst og bendir á að breskir og evrópskir þingmenn auk fulltrúa frá mannréttindasamtökum hafi verið með ávörp. „Það er gríðarlegur og vaxandi stuðningur og vitund um það hversu alvarlegt þetta mál er þegar litið er til undirliggjandi forsendna, því þetta snýst ekki um líf eins manns, þetta snýst um framtíð blaðamennskunnar og það er eitthvað sem allir hafa viðurkennt sem hafa litið alvarlega á málið,“ segir Kristinn. Mál Julians Assange Bretland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Assange fer fram á heimild til áfrýjunar á úrskurði um framsal til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér þungan dóm. Verði kröfunni hafnað hefur Assange tæmt allar mögulegar leiðir innan breska dómskerfisins. Fari svo verður þess freistað að kæra niðurstöðuna til Mannréttindadómstóls Evrópu en Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir það veika von. Bæði sé erfitt að koma málinu að og einnig gætu Bretar hundsað möguleg tilmæli um að hinkra með framsalið. Lögmenn Assange kynntu röksemdir hans fyrir réttinum í dag og á morgun koma lögmenn bandarískra stjórnvalda fyrir réttinn. Fyrir utan Royal Court of Justice í Lundúnum í dag.vísir/AP Kristinn óttast að niðurstaðan verði Assange ekki í hag og segir málið upp á líf og dauða. „Það er engin spurning um að svo sé og það er í sjálfu sér það læknisfræðilega mat sem hefur verið sett fram hér að það sé mikil hætta, sjálfsvígshætta, ef hann verður settur í fangaflug og þarf að sæta einangrun bæði fram að réttarhöldum og eftir réttarhöldin. Því að einangrunarvist er nokkuð vís þegar kemur að Julian í bandarísku fangelsi,“ sagði Kristinn þegar hann ræddi við fréttastofu fyrir utan dómshúsið eftir að málið var tekið fyrir í dag. „Það að eiga yfir höfði sér 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum er svo í sjálfu sér dauðarefsing og það mun þýða það að hann mun bera beinin í bandarísku fangelsi. Svo þetta er upp á líf og dauða. Og ekki bara fyrir Julian Assange heldur líka fyrir blaðamennsku því með þessu yrði sett alvarlegt fordæmi sem aðrir blaðamenn í heiminum þyrftu mögulega að gjalda fyrir. Því hann er fyrsti blaðamaðurinn sem hefur verið ákærður á grundvelli njósnalöggjafarinnar en alveg örugglega ekki sá síðasti.“ Stella Assange, eiginkona Julians Assange, ávarpaði stuðningsmenn í dag.vísir/ap Stærstu mótmælin hingað til Kristinn segir mótmælin fyrir utan dómsalinn í dag hafa verið þau stærstu frá því að slagurinn hófst og bendir á að breskir og evrópskir þingmenn auk fulltrúa frá mannréttindasamtökum hafi verið með ávörp. „Það er gríðarlegur og vaxandi stuðningur og vitund um það hversu alvarlegt þetta mál er þegar litið er til undirliggjandi forsendna, því þetta snýst ekki um líf eins manns, þetta snýst um framtíð blaðamennskunnar og það er eitthvað sem allir hafa viðurkennt sem hafa litið alvarlega á málið,“ segir Kristinn.
Mál Julians Assange Bretland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira