Innlent

Sól­veig Anna sjálf­kjörin for­maður næstu tvö árin

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sólveig Anna var fyrst kjörin formaður Eflingar árið 2018. 
Sólveig Anna var fyrst kjörin formaður Eflingar árið 2018.  Vísir/Arnar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er sjálfkjörinn formaður Eflingar kjörtímabilið 2024 til 2026.

Þetta kemur fram á vef Eflingar, þar sem segir að listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs félagsins hafi verið samþykkur á fundi trúnaðarráðs 8. febrúar síðastliðinn.Frestur til að skila öðrum lista hafi runnið út á hádegi í gær en önnur framboð hafi ekki borist.

Sólveig Anna skipar formannssætið en Michael Bragi Whalley er gjaldkeri í verðandi stjórn Eflingar.

Meðstjórnendur eru Guðbjörg María Jósepsdóttir, Innocentia Fiati Friðgeirsson, Kolbrún Valvesdóttir, Olga Leonsdóttir, Rögnvaldur Ómar Reynisson og Sæþór Benjamín Randalsson. 

Loks segir að ný stjórn taki við á aðalfundi í vor. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×