Hvað á ég að gera við Heimaklett? Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 21. febrúar 2024 10:00 Það koma stundum upp furðumál á Íslandi sem maður skilur hvorki upp né niður í. Sum þeirra eiga það til að vekja mikla athygli sökum þess hve undarleg þau eru. Nýjasta furðufréttin er frétt um að ríkið ætli sér að þjóðnýta eyjar og sker í kringum landið. Eðli málsins samkvæmt hafa margir býsnast yfir þessum gjörningi. Hins vegar vantar alla umræðu um tilgang þessa fyrir eigendur ríkisins, þ.e. þegna þessa lands? Hvað á ég sem Íslendingur og skattgreiðandi að gera við Heimaklett í Vestmannaeyjum eða stóran hluta Grímseyjar? Er eignarhaldið að fara að skila ríkinu tekjum? Ætlar ríkið að selja ferðir á Heimaklett eða til Grímseyjar eða að stunda dúntekju á eyjum í Breiðafirði? Er eignarhaldið á þessum eyjum og skerjum að fara að leysa vandann á bráðadeild Landspítalans eða byggja hjúkrunarheimili fyrir kynslóðina sem með striti sínu lagði grunninn að þeirri velmegun sem við njótum ríkulega í dag? Er þjóðnýtingin að fara að hjálpa Grindvíkingum? Auðvitað ekki. Ef það er almennt óvissa um eignarhald á ákveðnum svæðum, færi þá ekki betur á því að láta viðkomandi sveitarfélag eiga og sjá um þessar náttúruperlur sem rætt er um í yfirtökuvegferð ríkisins? Hvað er unnið með því að ríkið verði þinglýstur eigandi þessara skerja og eyja? Verndunarsjónarmið eiga alls ekki við enda getur ríkið tekið á því með friðun og lagasetningu þótt sveitarfélög séu eigendur landsins. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að náttúruhamfarirnar á Suðurnesjum séu stærsta áskorun sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir á lýðveldistímanum. Á sama tíma ákveður fjármálaráðherra að eyða orku, peningum og tíma í að þjóðnýta Heimaklett og sker í kringum landið að því er virðist án nokkurs tilgangs. Miðað við fréttaflutning af málinu þá er eins og ríkisvaldið sé á einhvers konar sjálfstýringu að vinna að þjóðnýtingu, því hvorki ráðherrann né Óbyggðanefnd vilja vera í forsvari fyrir málið. Þessi undarlegi gjörningur gefur Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra tækifæri til að endurskoða þjóðlendulögin og draga úr ágangi hins opinbera. Hún hefur þegar boðað að ríkið eigi ekki að leita úrlausna fyrir dómstólum þó einstaklingar kunni að gera það. Það er jákvætt skref. Við eigum þó eftir að sjá það raungerast, því svo virðist sem Óbyggðanefnd fari sínu fram hvað sem líður tauti stjórnmálamanna. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Gunnar Sigfússon Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Það koma stundum upp furðumál á Íslandi sem maður skilur hvorki upp né niður í. Sum þeirra eiga það til að vekja mikla athygli sökum þess hve undarleg þau eru. Nýjasta furðufréttin er frétt um að ríkið ætli sér að þjóðnýta eyjar og sker í kringum landið. Eðli málsins samkvæmt hafa margir býsnast yfir þessum gjörningi. Hins vegar vantar alla umræðu um tilgang þessa fyrir eigendur ríkisins, þ.e. þegna þessa lands? Hvað á ég sem Íslendingur og skattgreiðandi að gera við Heimaklett í Vestmannaeyjum eða stóran hluta Grímseyjar? Er eignarhaldið að fara að skila ríkinu tekjum? Ætlar ríkið að selja ferðir á Heimaklett eða til Grímseyjar eða að stunda dúntekju á eyjum í Breiðafirði? Er eignarhaldið á þessum eyjum og skerjum að fara að leysa vandann á bráðadeild Landspítalans eða byggja hjúkrunarheimili fyrir kynslóðina sem með striti sínu lagði grunninn að þeirri velmegun sem við njótum ríkulega í dag? Er þjóðnýtingin að fara að hjálpa Grindvíkingum? Auðvitað ekki. Ef það er almennt óvissa um eignarhald á ákveðnum svæðum, færi þá ekki betur á því að láta viðkomandi sveitarfélag eiga og sjá um þessar náttúruperlur sem rætt er um í yfirtökuvegferð ríkisins? Hvað er unnið með því að ríkið verði þinglýstur eigandi þessara skerja og eyja? Verndunarsjónarmið eiga alls ekki við enda getur ríkið tekið á því með friðun og lagasetningu þótt sveitarfélög séu eigendur landsins. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að náttúruhamfarirnar á Suðurnesjum séu stærsta áskorun sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir á lýðveldistímanum. Á sama tíma ákveður fjármálaráðherra að eyða orku, peningum og tíma í að þjóðnýta Heimaklett og sker í kringum landið að því er virðist án nokkurs tilgangs. Miðað við fréttaflutning af málinu þá er eins og ríkisvaldið sé á einhvers konar sjálfstýringu að vinna að þjóðnýtingu, því hvorki ráðherrann né Óbyggðanefnd vilja vera í forsvari fyrir málið. Þessi undarlegi gjörningur gefur Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra tækifæri til að endurskoða þjóðlendulögin og draga úr ágangi hins opinbera. Hún hefur þegar boðað að ríkið eigi ekki að leita úrlausna fyrir dómstólum þó einstaklingar kunni að gera það. Það er jákvætt skref. Við eigum þó eftir að sjá það raungerast, því svo virðist sem Óbyggðanefnd fari sínu fram hvað sem líður tauti stjórnmálamanna. Höfundur er athafnamaður.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun