Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu leikarans. Þar kemur fram að hann hafi dáið í faðmi fjölskyldu sinnar og að hans verði sárt saknað. Ekki kemur fram hvernig andlát hans bar að.
Ewen var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Keith í upprunalegu útgáfu The Office þáttanna sem komu út í Bretlandi árið 2001 til 2003. Ricky Gervais fór með aðalhlutverkið í þáttunum og hefur þegar minnst samleikara síns á samfélagsmiðlum.
Extremely sad news. The very funny and very lovely Ewen Macintosh, known to many as 'Big Keith' from The Office, has passed away. An absolute original. RIP. pic.twitter.com/Hhd3zkRVMs
— Ricky Gervais (@rickygervais) February 21, 2024
Að neðan má sjá eftirminnilegt atriði úr The Office þar sem Macintosh fer á kostum í hlutverki Keith.