Lá við slysi æfingavélar og farþegavélar sem stefndu á sömu flugbraut Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2024 12:11 Atvikið sem málið varðar átti sér stað við Keflavíkurflugvöll. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Litlu munaði að flugslys yrði við Keflavíkurflugvöll þann 22. ágúst 2020 þegar æfingaflugvél og farþegaflugvél voru í lokalegg aðflugs að sömu flugbraut á sama tíma. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en þar er málið flokkað sem alvarlegt atvik í flugsamgöngum. Um hafi verið að ræða atvik þar sem lá við slysi. Samkvæmt gögnum málsins var fjarlægð milli vélanna minnst 225 fet, eða tæplega sjötíu metrar, lóðrétt og 0,59 sjómílur, eða rúmur kílómetri, lárétt. Þegar lárétta vegalengdin var sem minnst þá var hálfur kílómetri á milli vélanna, en 600 fet lóðrétt sem jafngildir rúmlega 180 metrum. Fram kemur að vélarnar hafi þó báðar lent með öruggum hætti á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að atvikið sem málið varðar átti sér stað. Sáu hina vélina skyndilega á ratsjánni Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er forsaga atviksins rakin. Flugmenn æfingaflugvélarinnar, nemandi og leiðbeinandi, höfðu beðið um leyfi til að lenda og flugturn Keflavíkurflugvallar móttekið það og beðið um að þeir myndu skýra frá stöðu sinni þegar vél þeirra færi yfir Patterson, örnefni sem vísar til Patterson-flugvallar bandaríska hersins frá seinni heimsstyrjöldinni, sem er skammt frá Keflavíkurflugvelli. Æfingavélin, sem var af gerðinni Diamond DA-20, fór hins vegar yfir Patterson án þess að flugmennirnir gerðu flugturninum viðvart. Þeir stefndu að flugbraut 1, en í sömu andrá var farþegaflugvél, af gerðinni Airbus A320, að fljúga að sömu braut. Fram kemur að farþegaflugvélin hafi fengið leyfi til að lenda á flugbrautinni þegar vélin var sjö sjómílum frá henni, en það var fimm og hálfri mínútu eftir síðustu skilaboðin við æfingaflugvélina bárust. Þegar fjórar sjómílur voru að flugbrautinni tók áhöfn farþegaflugvélarinnar eftir æfingavélinni á ratsjá sinni. Eftir að áhöfnin sá æfingavélina heyrði hún talstöðvarskilaboð frá henni um að hún væri komin á lokalegg aðflugs síns að flugbrautinni. Þá ákvað áhöfn farþegavélarinnar að hætta við lendingu og fékk í kjölfarið viðvörun úr öryggiskerfi sínu. Skýringarmynd úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þar má meðal annars sjá Patterson-svæðið.RNSA Fram kemur að á ákveðnum tímapunkti hafi leiðbeinandi æfingavélarinnar áttað sig á aðstæðunum og tekið yfir stjórn vélarinnar sem og talstöðvasamskipti og flogið vélinni í átt að Höfnum, samkvæmt fyrirmælum úr flugturninum. Einn fylgdist með mörgum rásum Í niðurstöðukafla skýrslunnar er farið yfir þá hluti sem fóru úrskeiðis svo þessi staða hafi myndast. Þar er bæði minnst á að flugmenn æfingavélarinnar hafi ekki greint frá stöðu sinni þegar þeir voru yfir Patterson, þá hafi þeir ekki heyrt í samskiptum farþegaflugvélarinnar og flugturnsins. Einnig kemur fram að einn einstaklingur í flugturninum hafi verið að fylgjast með mörgum tíðnum í talstöðvasamskiptum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur meðal annars til í skýrslu sinni að tekið verði til skoðunar að sameina talstöðvatíðnir tímabundið þegar einn einstaklingur að fylgjast með fleiri en einni. Fréttir af flugi Samgönguslys Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en þar er málið flokkað sem alvarlegt atvik í flugsamgöngum. Um hafi verið að ræða atvik þar sem lá við slysi. Samkvæmt gögnum málsins var fjarlægð milli vélanna minnst 225 fet, eða tæplega sjötíu metrar, lóðrétt og 0,59 sjómílur, eða rúmur kílómetri, lárétt. Þegar lárétta vegalengdin var sem minnst þá var hálfur kílómetri á milli vélanna, en 600 fet lóðrétt sem jafngildir rúmlega 180 metrum. Fram kemur að vélarnar hafi þó báðar lent með öruggum hætti á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að atvikið sem málið varðar átti sér stað. Sáu hina vélina skyndilega á ratsjánni Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er forsaga atviksins rakin. Flugmenn æfingaflugvélarinnar, nemandi og leiðbeinandi, höfðu beðið um leyfi til að lenda og flugturn Keflavíkurflugvallar móttekið það og beðið um að þeir myndu skýra frá stöðu sinni þegar vél þeirra færi yfir Patterson, örnefni sem vísar til Patterson-flugvallar bandaríska hersins frá seinni heimsstyrjöldinni, sem er skammt frá Keflavíkurflugvelli. Æfingavélin, sem var af gerðinni Diamond DA-20, fór hins vegar yfir Patterson án þess að flugmennirnir gerðu flugturninum viðvart. Þeir stefndu að flugbraut 1, en í sömu andrá var farþegaflugvél, af gerðinni Airbus A320, að fljúga að sömu braut. Fram kemur að farþegaflugvélin hafi fengið leyfi til að lenda á flugbrautinni þegar vélin var sjö sjómílum frá henni, en það var fimm og hálfri mínútu eftir síðustu skilaboðin við æfingaflugvélina bárust. Þegar fjórar sjómílur voru að flugbrautinni tók áhöfn farþegaflugvélarinnar eftir æfingavélinni á ratsjá sinni. Eftir að áhöfnin sá æfingavélina heyrði hún talstöðvarskilaboð frá henni um að hún væri komin á lokalegg aðflugs síns að flugbrautinni. Þá ákvað áhöfn farþegavélarinnar að hætta við lendingu og fékk í kjölfarið viðvörun úr öryggiskerfi sínu. Skýringarmynd úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þar má meðal annars sjá Patterson-svæðið.RNSA Fram kemur að á ákveðnum tímapunkti hafi leiðbeinandi æfingavélarinnar áttað sig á aðstæðunum og tekið yfir stjórn vélarinnar sem og talstöðvasamskipti og flogið vélinni í átt að Höfnum, samkvæmt fyrirmælum úr flugturninum. Einn fylgdist með mörgum rásum Í niðurstöðukafla skýrslunnar er farið yfir þá hluti sem fóru úrskeiðis svo þessi staða hafi myndast. Þar er bæði minnst á að flugmenn æfingavélarinnar hafi ekki greint frá stöðu sinni þegar þeir voru yfir Patterson, þá hafi þeir ekki heyrt í samskiptum farþegaflugvélarinnar og flugturnsins. Einnig kemur fram að einn einstaklingur í flugturninum hafi verið að fylgjast með mörgum tíðnum í talstöðvasamskiptum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur meðal annars til í skýrslu sinni að tekið verði til skoðunar að sameina talstöðvatíðnir tímabundið þegar einn einstaklingur að fylgjast með fleiri en einni.
Fréttir af flugi Samgönguslys Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira