Óttast hallarbyltingu í Félagi eldri borgara Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2024 13:42 Mikill hugur er í eldri borgurum. Aðalfundur félags Eldri borgara er að hefjast og óttast menn nú að eldri armur Sjálfstæðisflokksins vilji leggja félagið undir sig. Vísir/Samsett Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík fer fram nú klukkan 14. Ábendingar hafa borist um að deild úr Sjálfstæðisflokknum hyggist yfirtaka félagið. „Það hefur verið rosaleg smölun,“ segir heimildarmaður Vísis sem var að hverfa inn á fundinn. Og talsvert hefur verið um skráningar í félagið, þá ekki síst úr Grafarvogi, Garðabæ, Seltjarnanesi og Álftanesi. Það stefnir í spennandi kosningar og Vísir mun fylgjast með hvernig fer. En víst er að hann er ekki árennilegur sá flokkur sem kenndur er við hægri vænginn. Formannsefni þess hóps er Sigurður Ágúst Sigurðsson fyrrverandi forstjóri DAS. Auk Sigurðar bjóða Borgþór Vestfjörð Svavarsson Kjærnested, Sigurbjörg Gísladóttir og Sverrir Kaaber fram krafta sína í stöðu formanns. Ingibjörg H. Sverrisdóttir, núverandi formaður, gefur ekki kost á sér. Kynningu á formannskandídötum má lesa hér. Meðal þeirra sem eru í framboði í stjórn eru svo þau Bessí Jóhannsdóttir sem var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um árabil, Jón Magnússon lögmaður sem var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Elinóra Inga Sigurðardóttir sem var á ÍNN en hefur setið á listum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ragnar Árnason hagfræðingur sem hefur verið einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins. Alls eru ellefu í framboði til stjórnar og má kynna sér ferilskrá þeirra hér. Ragnar segir í framboðsskjali að hann telji samfélagslega þjónustu fyrir eldri borgara með þeim hætti að óviðunandi sé og fari versnandi. Þeir sem eldri eru en 70 séu um 40 þúsund og þrýstivald þeirra eigi að vera mikið ef því er beitt skipulega. Víst er að mikil spenna ríkir en aðalfundur félagsins hefst nú klukkan tvö. Sjálfstæðismenn gerðu atlögu að félaginu fyrir fjórum árum, fullyrðir heimildamaður Vísis sem er öllum hnútum kunnugur innan félagsins, en þá tókst ekki að ná á því taki. Þá átti einnig mikil smölun sér stað. Kosningastjóri fyrir þennan arm Sjálfstæðisflokksins nú er sagður Einar Hálfdánarson lögfræðingur, sem hefur skrifað mikið í Moggann og er faðir Diljáar alþingismanns. Eldri borgarar Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Það hefur verið rosaleg smölun,“ segir heimildarmaður Vísis sem var að hverfa inn á fundinn. Og talsvert hefur verið um skráningar í félagið, þá ekki síst úr Grafarvogi, Garðabæ, Seltjarnanesi og Álftanesi. Það stefnir í spennandi kosningar og Vísir mun fylgjast með hvernig fer. En víst er að hann er ekki árennilegur sá flokkur sem kenndur er við hægri vænginn. Formannsefni þess hóps er Sigurður Ágúst Sigurðsson fyrrverandi forstjóri DAS. Auk Sigurðar bjóða Borgþór Vestfjörð Svavarsson Kjærnested, Sigurbjörg Gísladóttir og Sverrir Kaaber fram krafta sína í stöðu formanns. Ingibjörg H. Sverrisdóttir, núverandi formaður, gefur ekki kost á sér. Kynningu á formannskandídötum má lesa hér. Meðal þeirra sem eru í framboði í stjórn eru svo þau Bessí Jóhannsdóttir sem var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um árabil, Jón Magnússon lögmaður sem var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Elinóra Inga Sigurðardóttir sem var á ÍNN en hefur setið á listum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ragnar Árnason hagfræðingur sem hefur verið einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins. Alls eru ellefu í framboði til stjórnar og má kynna sér ferilskrá þeirra hér. Ragnar segir í framboðsskjali að hann telji samfélagslega þjónustu fyrir eldri borgara með þeim hætti að óviðunandi sé og fari versnandi. Þeir sem eldri eru en 70 séu um 40 þúsund og þrýstivald þeirra eigi að vera mikið ef því er beitt skipulega. Víst er að mikil spenna ríkir en aðalfundur félagsins hefst nú klukkan tvö. Sjálfstæðismenn gerðu atlögu að félaginu fyrir fjórum árum, fullyrðir heimildamaður Vísis sem er öllum hnútum kunnugur innan félagsins, en þá tókst ekki að ná á því taki. Þá átti einnig mikil smölun sér stað. Kosningastjóri fyrir þennan arm Sjálfstæðisflokksins nú er sagður Einar Hálfdánarson lögfræðingur, sem hefur skrifað mikið í Moggann og er faðir Diljáar alþingismanns.
Eldri borgarar Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira