Tóku þátt í leit að tveimur skipverjum en án árangurs Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2024 16:21 Þorkell Pétursson, skipstjóri á Barða NK en þeir voru á kolmunaveiðum í færeyskri lögsögu þegar neyðarkall barst. Því miður bar leit að tveimur færeyskum sjómönnum ekki árangur. Smári Geirsson Að morgni þriðjudagsins 7. febrúar síðastliðnum fékk færeyska línuskipið Kambur á sig brotsjó suður af Suðurey í Færeyjum og lagðist á hliðina. Á skipinu var 16 manna áhöfn, 14 komust upp á skipið þar sem það flaut á hliðinni og var þeim bjargað um borð í þyrlu. Tveggja var hins vegar saknað. Síldarvinnslan greindi frá þessu á síðu sinni og aðkomu Barða NK að leit eftir þessum tveimur sem saknað var en Barði var á kolmunaveiðum í færeyskri lögsögu þegar þetta var. Ölduhæð um sex metrar Tveggja úr áhöfninni var hins vegar saknað og hófst fljótlega leit að þeim. Eitt þeirra skipa sem tóku þátt í leitinni var Barði NK en Barði var á kolmunnaveiðum í færeyskri lögsögu þegar slysið átti sér stað. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Þorkel Pétursson, skipstjóra á Barða um atvikið sem hér fer á eftir með góðfúslegu leyfi: „Við vorum að toga við landgrunnskantinn suðvestur af Færeyjum þriðjudaginn 7. febrúar. Veðrið var snarvitlaust um morguninn og ég hugsa að ölduhæðin hafi verið einir sex metrar,“ segir Þorkell í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar. En frásögn hans er eftirfarandi: „Um klukkan tvö eftir hádegi hringdi færeyska landhelgisgæslan í okkur og greindi frá slysinu og bað okkur að taka þátt í leit að tveimur færeyskum sjómönnum af Kambi. Við fengum vitneskju um að brotsjór hefði riðið yfir bátinn, hann lagst á hliðina og síðan sokkið eftir töluverðan tíma. Okkur var einnig greint frá því að búið væri að bjarga 14 úr áhöfninni og þyrla hefði flutt þá til lands. Þegar þyrlan bjargaði áhöfninni gat hún einungis tekið 13 menn um borð þannig að einn þurfti að hýrast á skipinu á meðan hún fór í land og kom síðan aftur til að sækja hann. Það hlýtur að hafa verið ömurleg vist fyrir manninn.“ Öflugir kastarar Barða komu að notum Og áfram heldur Þorkell að lýsa aðstæðum: „Við hífðum strax eftir að landhelgisgæslan hringdi og héldum af stað á leitarsvæðið. Þegar við hífðum var veðrið eiginlega gengið niður. Það tók okkur um einn og hálfan tíma að komast á svæðið sem leitað var á. Hoffell SU var að toga skammt frá okkur og þeir fengu sömu beiðni og við, hífðu strax og lögðu af stað til leitar. Það var leitað að mönnunum tveimur bæði á sjó og úr lofti. Við komum í björtu á leitarsvæðið en fljótlega skall á niðamyrkur. Á Barða eru þrír öflugir kastarar og þeir komu sér vel við leitina í myrkrinu.“ Þegar þeir höfðu leitað um tíma bárust skilaboð frá breskri leitarflugvél um að athuga eitthvað sem þeir höfðu séð á floti í sjónum á tilteknum stað í grennd við okkur. „Við héldum þegar þangað og þarna fundum við tvö björgunarvesti og einn bjarghring á floti. Þessa hluti tókum við um borð. Að þessu loknu héldum við leitinni áfram og sáum töluvert af braki í sjónum. Fljótlega fengum við tilkynningu um að leitinni væri frestað fram í birtingu og þar með lauk þátttöku okkar í þessari leit. Leitinni var hins vegar haldið áfram fram á laugardag en því miður var hún árangurslaus.“ Atburðurinn hafði djúp áhrif á alla í áhöfninni Eins og lætur nærri hafði leitin áhrif á íslensku sjómennina: „Það er ávallt átakanlegt að upplifa slys eins og það sem hér átti sér stað. Menn voru daprir og áhyggjufullir en einbeittu sér að leitinni eins og frekast var kostur. Allir í áhöfninni voru virkir við leitina og vonuðu heitt og innilega að hún bæri árangur. Fyrir okkur er einfalt að setja okkur í spor færeyskra starfsbræðra og finna til með þeim og fjölskyldum þeirra. Þessi atburður hafði djúp áhrif á alla í áhöfninni á Barða. Þegar við lukum veiðum var komið við í Þórshöfn og þeir hlutir sem við fiskuðum upp úr sjónum við leitina afhentir landhelgsigæslunni. Færeyjar Síldarvinnslan Tengdar fréttir Leit haldið áfram við Færeyjar í dag Leit að tveimur sjómönnum sem saknað er eftir að línuskipið Kambur sökk suður af Suðurey í Færeyjum í gær verður haldið áfram í dag. Sextán manns voru um borð í skipinu þegar það fékk á sig brotsjó í gærmorgun og mikil slagsíða kom á það. 7. febrúar 2024 10:22 Tveggja saknað eftir að færeyskt línuskip sökk Tveggja manna er saknað eftir að færeyska línuskipið Kambur fékk á sig brot í morgun. Mikil slagsíða kom á skipið og sendi áhöfn þess út neyðarkall um klukkan sjö í morgun. 6. febrúar 2024 12:27 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Síldarvinnslan greindi frá þessu á síðu sinni og aðkomu Barða NK að leit eftir þessum tveimur sem saknað var en Barði var á kolmunaveiðum í færeyskri lögsögu þegar þetta var. Ölduhæð um sex metrar Tveggja úr áhöfninni var hins vegar saknað og hófst fljótlega leit að þeim. Eitt þeirra skipa sem tóku þátt í leitinni var Barði NK en Barði var á kolmunnaveiðum í færeyskri lögsögu þegar slysið átti sér stað. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Þorkel Pétursson, skipstjóra á Barða um atvikið sem hér fer á eftir með góðfúslegu leyfi: „Við vorum að toga við landgrunnskantinn suðvestur af Færeyjum þriðjudaginn 7. febrúar. Veðrið var snarvitlaust um morguninn og ég hugsa að ölduhæðin hafi verið einir sex metrar,“ segir Þorkell í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar. En frásögn hans er eftirfarandi: „Um klukkan tvö eftir hádegi hringdi færeyska landhelgisgæslan í okkur og greindi frá slysinu og bað okkur að taka þátt í leit að tveimur færeyskum sjómönnum af Kambi. Við fengum vitneskju um að brotsjór hefði riðið yfir bátinn, hann lagst á hliðina og síðan sokkið eftir töluverðan tíma. Okkur var einnig greint frá því að búið væri að bjarga 14 úr áhöfninni og þyrla hefði flutt þá til lands. Þegar þyrlan bjargaði áhöfninni gat hún einungis tekið 13 menn um borð þannig að einn þurfti að hýrast á skipinu á meðan hún fór í land og kom síðan aftur til að sækja hann. Það hlýtur að hafa verið ömurleg vist fyrir manninn.“ Öflugir kastarar Barða komu að notum Og áfram heldur Þorkell að lýsa aðstæðum: „Við hífðum strax eftir að landhelgisgæslan hringdi og héldum af stað á leitarsvæðið. Þegar við hífðum var veðrið eiginlega gengið niður. Það tók okkur um einn og hálfan tíma að komast á svæðið sem leitað var á. Hoffell SU var að toga skammt frá okkur og þeir fengu sömu beiðni og við, hífðu strax og lögðu af stað til leitar. Það var leitað að mönnunum tveimur bæði á sjó og úr lofti. Við komum í björtu á leitarsvæðið en fljótlega skall á niðamyrkur. Á Barða eru þrír öflugir kastarar og þeir komu sér vel við leitina í myrkrinu.“ Þegar þeir höfðu leitað um tíma bárust skilaboð frá breskri leitarflugvél um að athuga eitthvað sem þeir höfðu séð á floti í sjónum á tilteknum stað í grennd við okkur. „Við héldum þegar þangað og þarna fundum við tvö björgunarvesti og einn bjarghring á floti. Þessa hluti tókum við um borð. Að þessu loknu héldum við leitinni áfram og sáum töluvert af braki í sjónum. Fljótlega fengum við tilkynningu um að leitinni væri frestað fram í birtingu og þar með lauk þátttöku okkar í þessari leit. Leitinni var hins vegar haldið áfram fram á laugardag en því miður var hún árangurslaus.“ Atburðurinn hafði djúp áhrif á alla í áhöfninni Eins og lætur nærri hafði leitin áhrif á íslensku sjómennina: „Það er ávallt átakanlegt að upplifa slys eins og það sem hér átti sér stað. Menn voru daprir og áhyggjufullir en einbeittu sér að leitinni eins og frekast var kostur. Allir í áhöfninni voru virkir við leitina og vonuðu heitt og innilega að hún bæri árangur. Fyrir okkur er einfalt að setja okkur í spor færeyskra starfsbræðra og finna til með þeim og fjölskyldum þeirra. Þessi atburður hafði djúp áhrif á alla í áhöfninni á Barða. Þegar við lukum veiðum var komið við í Þórshöfn og þeir hlutir sem við fiskuðum upp úr sjónum við leitina afhentir landhelgsigæslunni.
Færeyjar Síldarvinnslan Tengdar fréttir Leit haldið áfram við Færeyjar í dag Leit að tveimur sjómönnum sem saknað er eftir að línuskipið Kambur sökk suður af Suðurey í Færeyjum í gær verður haldið áfram í dag. Sextán manns voru um borð í skipinu þegar það fékk á sig brotsjó í gærmorgun og mikil slagsíða kom á það. 7. febrúar 2024 10:22 Tveggja saknað eftir að færeyskt línuskip sökk Tveggja manna er saknað eftir að færeyska línuskipið Kambur fékk á sig brot í morgun. Mikil slagsíða kom á skipið og sendi áhöfn þess út neyðarkall um klukkan sjö í morgun. 6. febrúar 2024 12:27 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Leit haldið áfram við Færeyjar í dag Leit að tveimur sjómönnum sem saknað er eftir að línuskipið Kambur sökk suður af Suðurey í Færeyjum í gær verður haldið áfram í dag. Sextán manns voru um borð í skipinu þegar það fékk á sig brotsjó í gærmorgun og mikil slagsíða kom á það. 7. febrúar 2024 10:22
Tveggja saknað eftir að færeyskt línuskip sökk Tveggja manna er saknað eftir að færeyska línuskipið Kambur fékk á sig brot í morgun. Mikil slagsíða kom á skipið og sendi áhöfn þess út neyðarkall um klukkan sjö í morgun. 6. febrúar 2024 12:27