Lífeyrissjóðamálið fer beint til Hæstaréttar Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2024 18:55 Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í Húsi verslunarinnar. Vísir/Hanna Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Lífeyrissjóðs verslunarmanna í máli sjóðsfélaga á hendur sjóðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, ólögmæta og málinu var skotið beint til Hæstaréttar. Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LV, tilkynnti strax í kjölfar uppkvaðningar héraðsdóms að allar líkur væru á málskoti. Staða LV og þar með fjölda annarra lífeyrissjóða væri mjög óviss í kjölfar dómsins. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 30. nóvember var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild LV þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um þarsíðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Fengu að sneiða fram hjá röðinni í Landsrétti Á ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni LV segir að sjóðurinn hafi óskað leyfis Hæstaréttar þann 22. desember síðastliðinn, til þess að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms beint til Hæstaréttar og þannig sleppa viðkomu í Landsrétti. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, sagði í samtali við Vísi á dögunum að mikill einkamálahali væri að myndast í Landsrétti og að allt að eitt og hálft ár gæti tekið að fá niðurstöðu í einkamáli þar. Mikilvægt væri að bregðast við þeim málahala og það hafi að einhverju leyti verið gert með því að breyta lögum um meðferð einkamála á þann veg að hægt sé að skjóta málum beint til Hæstaréttar úr héraði. Einsýnt að dómur Hæstaréttar yrði fordæmisgefandi Í ákvörðun Hæstaréttar segir að LV hafi byggt á því að brýnt sé að fá endanlega niðurstöðu í málinu eins skjótt og kostur er, engin þörf sé á að leiða vitni í því og ekki sé ágreiningur uppi um sönnunargildi munnlegs framburðar. Jafnframt telji sjóðurinn ekki þörf á sérfróðum meðdómsmanni við úrlausn málsins á æðra dómstigi. Þá telji LV einsýnt að dómur Hæstaréttar í málinu verði fordæmisgefandi um svigrúm lífeyrissjóða til að ákveða breytingar á áunnum óvirkum réttindum sjóðsfélaga í samþykktum og einnig um þær ráðstafanir sem lífeyrissjóðir geti gripið til vegna hækkandi lífaldurs. Að lokum hafi LV byggt á því að þeir hagsmunir og fjármunir sem séu undir í málinu hafi verulega samfélagslega þýðingu. Þannig muni dómur Hæstaréttar ekki aðeins hafa áhrif á aðila málsins eða sjóðsfélaga leyfisbeiðanda heldur allt lífeyriskerfið. Ekkert sem kemur í veg fyrir málskotið Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá séu ekki fyrir hendi í málinu þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Beiðni LV um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms beint til Hæstaréttar var því samþykkt. Lífeyrissjóðir Dómsmál Tengdar fréttir Réttindi sjóðfélaga óljós í bili Stjórn Lífeyrissjóð verslunarmanna segir viðbúið að dómi héraðsdóms um ólögmæti eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, verði áfrýjað. 30. nóvember 2023 23:08 Tugmilljarða tilfærsla lífeyrisréttinda milli kynslóða dæmd ólögleg Fordæmalausar breytingar um síðustu áramót á samþykktum lífeyrissjóða um tilfærslu lífeyrisréttinda milli kynslóða sjóðsfélaga, sem var staðfest af fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir neikvæða umsögn fjármálaeftirlits Seðlabankans, hafa núna verið dæmdar ólöglegar samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Fjármálaeftirlitið hafði varað við því að ekki væri lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag og tryggingastærðfræðingur gagnrýndi ráðstöfunina harðlega og sagði þær brjóta „gróflega á eignarrétti yngri sjóðsfélaga.“ 30. nóvember 2023 16:05 Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LV, tilkynnti strax í kjölfar uppkvaðningar héraðsdóms að allar líkur væru á málskoti. Staða LV og þar með fjölda annarra lífeyrissjóða væri mjög óviss í kjölfar dómsins. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 30. nóvember var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild LV þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um þarsíðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Fengu að sneiða fram hjá röðinni í Landsrétti Á ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni LV segir að sjóðurinn hafi óskað leyfis Hæstaréttar þann 22. desember síðastliðinn, til þess að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms beint til Hæstaréttar og þannig sleppa viðkomu í Landsrétti. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, sagði í samtali við Vísi á dögunum að mikill einkamálahali væri að myndast í Landsrétti og að allt að eitt og hálft ár gæti tekið að fá niðurstöðu í einkamáli þar. Mikilvægt væri að bregðast við þeim málahala og það hafi að einhverju leyti verið gert með því að breyta lögum um meðferð einkamála á þann veg að hægt sé að skjóta málum beint til Hæstaréttar úr héraði. Einsýnt að dómur Hæstaréttar yrði fordæmisgefandi Í ákvörðun Hæstaréttar segir að LV hafi byggt á því að brýnt sé að fá endanlega niðurstöðu í málinu eins skjótt og kostur er, engin þörf sé á að leiða vitni í því og ekki sé ágreiningur uppi um sönnunargildi munnlegs framburðar. Jafnframt telji sjóðurinn ekki þörf á sérfróðum meðdómsmanni við úrlausn málsins á æðra dómstigi. Þá telji LV einsýnt að dómur Hæstaréttar í málinu verði fordæmisgefandi um svigrúm lífeyrissjóða til að ákveða breytingar á áunnum óvirkum réttindum sjóðsfélaga í samþykktum og einnig um þær ráðstafanir sem lífeyrissjóðir geti gripið til vegna hækkandi lífaldurs. Að lokum hafi LV byggt á því að þeir hagsmunir og fjármunir sem séu undir í málinu hafi verulega samfélagslega þýðingu. Þannig muni dómur Hæstaréttar ekki aðeins hafa áhrif á aðila málsins eða sjóðsfélaga leyfisbeiðanda heldur allt lífeyriskerfið. Ekkert sem kemur í veg fyrir málskotið Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá séu ekki fyrir hendi í málinu þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Beiðni LV um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms beint til Hæstaréttar var því samþykkt.
Lífeyrissjóðir Dómsmál Tengdar fréttir Réttindi sjóðfélaga óljós í bili Stjórn Lífeyrissjóð verslunarmanna segir viðbúið að dómi héraðsdóms um ólögmæti eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, verði áfrýjað. 30. nóvember 2023 23:08 Tugmilljarða tilfærsla lífeyrisréttinda milli kynslóða dæmd ólögleg Fordæmalausar breytingar um síðustu áramót á samþykktum lífeyrissjóða um tilfærslu lífeyrisréttinda milli kynslóða sjóðsfélaga, sem var staðfest af fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir neikvæða umsögn fjármálaeftirlits Seðlabankans, hafa núna verið dæmdar ólöglegar samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Fjármálaeftirlitið hafði varað við því að ekki væri lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag og tryggingastærðfræðingur gagnrýndi ráðstöfunina harðlega og sagði þær brjóta „gróflega á eignarrétti yngri sjóðsfélaga.“ 30. nóvember 2023 16:05 Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Réttindi sjóðfélaga óljós í bili Stjórn Lífeyrissjóð verslunarmanna segir viðbúið að dómi héraðsdóms um ólögmæti eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, verði áfrýjað. 30. nóvember 2023 23:08
Tugmilljarða tilfærsla lífeyrisréttinda milli kynslóða dæmd ólögleg Fordæmalausar breytingar um síðustu áramót á samþykktum lífeyrissjóða um tilfærslu lífeyrisréttinda milli kynslóða sjóðsfélaga, sem var staðfest af fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir neikvæða umsögn fjármálaeftirlits Seðlabankans, hafa núna verið dæmdar ólöglegar samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Fjármálaeftirlitið hafði varað við því að ekki væri lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag og tryggingastærðfræðingur gagnrýndi ráðstöfunina harðlega og sagði þær brjóta „gróflega á eignarrétti yngri sjóðsfélaga.“ 30. nóvember 2023 16:05
Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02