Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2024 07:37 Biden tók sjálfu með stuðningsmanni þegar hann heimsótti kaffihús í Los Angeles í gær. AP/Manuel Balce Ceneta Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. Biden var að tala um loftslagsmál þegar hann sagði: „Við erum með brjálaða tíkarsyni eins og Pútín og fleiri og við þurfum alltaf að vera að hafa áhyggjur af kjarnorkustríði en loftslagsvandinn er það sem ógnar tilvist mannkynsins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsetinn notar blótsyrðið en árið 2022 talaði hann óvarlega nálægt míkrafónum sem kveikt var á og notaði „tíkarsonur“ (e. son of a bitch) um fréttaritara Fox News í Hvíta húsinu. Tilkynnt var um andlát Navalní á dögunum en hann dvaldi þá í fangelsi í Rússlandi og mörgum spurningum ósvarað um það hvernig dauða hans bar að. Trump lagði grunsamlegan dauða Navalnís að jöfnu við eigin vandræðagang fyrir dómstólum í Bandaríkjunum og sagði nýfallinn dóm, þar sem hann var dæmdur til að greiða 350 milljónir dala í sekt, vera einhvers konar „kommúnisma eða fasisma“. „Sumt af því sem þessi náungi hefur verið að segja, eins og að bera sjálfan sig saman við Navalní, og segja að hann hafi verið ofsóttur, eins og Navalní var ofsóttur, af því að landið okkar sé orðið kommúnískt... Ég veit ekki hvað í fjáranum hann er að tala um,“ sagði Biden. „Ég meina, ef ég hefði staðið hér fyrir tíu til fimmtán árum og sagt eitthvað af þessu, þið hefðuð öll talið að það ætti að leggja mig inn,“ bætti hann við. Biden sagði sjálfur eftir dauða Navalní að jafnvel þótt menn vissu ekki hvernig hann hefði dáið mætti vafalítið rekja andlát hans til aðgerða Pútín og „þrjóta hans“. Rússland Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mál Alexei Navalní Donald Trump Bandaríkin Vladimír Pútín Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Biden var að tala um loftslagsmál þegar hann sagði: „Við erum með brjálaða tíkarsyni eins og Pútín og fleiri og við þurfum alltaf að vera að hafa áhyggjur af kjarnorkustríði en loftslagsvandinn er það sem ógnar tilvist mannkynsins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsetinn notar blótsyrðið en árið 2022 talaði hann óvarlega nálægt míkrafónum sem kveikt var á og notaði „tíkarsonur“ (e. son of a bitch) um fréttaritara Fox News í Hvíta húsinu. Tilkynnt var um andlát Navalní á dögunum en hann dvaldi þá í fangelsi í Rússlandi og mörgum spurningum ósvarað um það hvernig dauða hans bar að. Trump lagði grunsamlegan dauða Navalnís að jöfnu við eigin vandræðagang fyrir dómstólum í Bandaríkjunum og sagði nýfallinn dóm, þar sem hann var dæmdur til að greiða 350 milljónir dala í sekt, vera einhvers konar „kommúnisma eða fasisma“. „Sumt af því sem þessi náungi hefur verið að segja, eins og að bera sjálfan sig saman við Navalní, og segja að hann hafi verið ofsóttur, eins og Navalní var ofsóttur, af því að landið okkar sé orðið kommúnískt... Ég veit ekki hvað í fjáranum hann er að tala um,“ sagði Biden. „Ég meina, ef ég hefði staðið hér fyrir tíu til fimmtán árum og sagt eitthvað af þessu, þið hefðuð öll talið að það ætti að leggja mig inn,“ bætti hann við. Biden sagði sjálfur eftir dauða Navalní að jafnvel þótt menn vissu ekki hvernig hann hefði dáið mætti vafalítið rekja andlát hans til aðgerða Pútín og „þrjóta hans“.
Rússland Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mál Alexei Navalní Donald Trump Bandaríkin Vladimír Pútín Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira