Varar við afturhvarfi KSÍ: „Mikilvægara var að verja ofbeldismenn en brotaþola“ Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2024 11:30 Drífa Snædal, talskona Stígamóta, hvetur til þess að nýr formaður KSÍ standi mun betur með þolendum ofbeldis en henni þótti Guðni Bergsson gera á sínum tíma. „Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður,“ skrifar Drífa Snædal, talskona Stígamóta, í grein á Vísi. Tilefnið er kjör á nýjum formanni Knattspyrnusambands Íslands og ósk um fullvissu þess að sambandið taki ekki skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni, í gamalt far. Vanda Sigurgeirsdóttir ákvað í vetur að hætta sem formaður KSÍ á ársþinginu sem fram undan er um helgina. Þrír menn sækjast eftir því að taka við af henni, þeir Vignir Már Þormóðsson, Þorvaldur Örlygsson og Guðni Bergsson. Guðni, Þorvaldur og Vignir verða allir gestir í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Eins og Drífa bendir á í grein sinni neyddist Guðni til að segja af sér árið 2021, líkt og öll stjórn KSÍ í kjölfarið, eftir ásakanir um þöggun varðandi kynferðisofbeldi landsliðsmanna. Samkvæmt niðurstöðu úttektarnefndar ÍSÍ, sem birt var svo í lok árs 2021, veitti Guðni fjölmiðlum og almenningi villandi upplýsingar um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál leikmanna, þegar hann var með á sínu borði tilkynningu frá starfsmanni sambandsins um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannsins. „Konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg“ „Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni. Guðni kemur fram í Kastljósi og segir engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017 en í framhaldinu steig fram brotaþoli og sagði þetta ekki rétt. Mikilvægara var að vernda og verja ofbeldismenn en brotaþola. Eftir afsögn Guðna tók Vanda Sigurgeirsdóttir við sem formaður og innleiddi ýmsar breytingar á stefnum sambandsins í átt til jafnréttis. Það er eins og við manninn mælt, konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg. Vanda ákvað að sitja aðeins í eitt kjörtímabil og hættan er sú að þetta kjörtímabil verði frávik frá því sem telst eðlilegt í heimi KSÍ,“ skrifar Drífa. Í valdatíð Vöndu hefur stjórn KSÍ núna meðal annars markað þá stefnu að þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Þetta gildir jafnt um leikmenn, dómara, þjálfara, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ. Óbærilegt ef allt verður eins og áður Drífa segir brýnt að KSÍ, sem sé stór stærð í íslensku samfélagi, taki á ofbeldismálum og karlrembu. „Sem talsfólk brotaþola, þekkjandi alvarlegar afleiðingar kynferðisbrota bæði af hendi fótboltamanna og annarra þá förum við fram á að þeir sem eru í kjöri til forystu KSÍ geri sér grein fyrir afleiðingum kynferðisbrota, geri grein fyrir því hvernig öryggi og rými verði tryggt, hvernig stutt verði við brotaþola og hvernig ofbeldismenn þurfti að taka afleiðingum gjörða sinna. Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður. Það má ekki gerast og konur, stúlkur og þau sem láta sig athafnafrelsi og jafnrétti varða eiga heimtingu á að fá vissu fyrir því að nú séu runnir upp nýir tímar!“ Á undanförnum árum hafa Kolbeinn Sigþórsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson allir þurft að víkja úr íslenska landsliðinu vegna gruns um lögbrot. Engu þeirra mála hefur þó lokið með dómi og hafa Aron og Gylfi báðir snúið aftur í landsliðið. Kolbeinn er hættur en mál Alberts er enn á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru. „Ótrúlega hátt“ kæruhlutfall Drífa segir „ótrúlega hátt“ hlutfall landsliðsmanna í fótbolta hafa verið kærðir, fleiri en í öðrum íþróttagreinum og fleiri en gangi og gerist í samfélaginu í heild. „Það er því rökrétt að í stafni KSÍ þurfi að vera fólk sem er treyst fyrir réttlátri málsmeðferð með þolendavænni nálgun. Það er krafa okkar, fyrir hönd brotaþola, að málum verði ekki sópað undir teppið um helgina eða í framtíðinni og það hlýtur að vera krafa foreldra, barna og annarra sem vilja njóta þess að æfa íþróttina, fylgjast með af hliðarlínunni og líta upp til raunverulegra fótboltahetja,“ skrifar Drífa en grein hennar má finna hér. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir ákvað í vetur að hætta sem formaður KSÍ á ársþinginu sem fram undan er um helgina. Þrír menn sækjast eftir því að taka við af henni, þeir Vignir Már Þormóðsson, Þorvaldur Örlygsson og Guðni Bergsson. Guðni, Þorvaldur og Vignir verða allir gestir í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Eins og Drífa bendir á í grein sinni neyddist Guðni til að segja af sér árið 2021, líkt og öll stjórn KSÍ í kjölfarið, eftir ásakanir um þöggun varðandi kynferðisofbeldi landsliðsmanna. Samkvæmt niðurstöðu úttektarnefndar ÍSÍ, sem birt var svo í lok árs 2021, veitti Guðni fjölmiðlum og almenningi villandi upplýsingar um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál leikmanna, þegar hann var með á sínu borði tilkynningu frá starfsmanni sambandsins um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannsins. „Konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg“ „Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni. Guðni kemur fram í Kastljósi og segir engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017 en í framhaldinu steig fram brotaþoli og sagði þetta ekki rétt. Mikilvægara var að vernda og verja ofbeldismenn en brotaþola. Eftir afsögn Guðna tók Vanda Sigurgeirsdóttir við sem formaður og innleiddi ýmsar breytingar á stefnum sambandsins í átt til jafnréttis. Það er eins og við manninn mælt, konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg. Vanda ákvað að sitja aðeins í eitt kjörtímabil og hættan er sú að þetta kjörtímabil verði frávik frá því sem telst eðlilegt í heimi KSÍ,“ skrifar Drífa. Í valdatíð Vöndu hefur stjórn KSÍ núna meðal annars markað þá stefnu að þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Þetta gildir jafnt um leikmenn, dómara, þjálfara, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ. Óbærilegt ef allt verður eins og áður Drífa segir brýnt að KSÍ, sem sé stór stærð í íslensku samfélagi, taki á ofbeldismálum og karlrembu. „Sem talsfólk brotaþola, þekkjandi alvarlegar afleiðingar kynferðisbrota bæði af hendi fótboltamanna og annarra þá förum við fram á að þeir sem eru í kjöri til forystu KSÍ geri sér grein fyrir afleiðingum kynferðisbrota, geri grein fyrir því hvernig öryggi og rými verði tryggt, hvernig stutt verði við brotaþola og hvernig ofbeldismenn þurfti að taka afleiðingum gjörða sinna. Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður. Það má ekki gerast og konur, stúlkur og þau sem láta sig athafnafrelsi og jafnrétti varða eiga heimtingu á að fá vissu fyrir því að nú séu runnir upp nýir tímar!“ Á undanförnum árum hafa Kolbeinn Sigþórsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson allir þurft að víkja úr íslenska landsliðinu vegna gruns um lögbrot. Engu þeirra mála hefur þó lokið með dómi og hafa Aron og Gylfi báðir snúið aftur í landsliðið. Kolbeinn er hættur en mál Alberts er enn á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru. „Ótrúlega hátt“ kæruhlutfall Drífa segir „ótrúlega hátt“ hlutfall landsliðsmanna í fótbolta hafa verið kærðir, fleiri en í öðrum íþróttagreinum og fleiri en gangi og gerist í samfélaginu í heild. „Það er því rökrétt að í stafni KSÍ þurfi að vera fólk sem er treyst fyrir réttlátri málsmeðferð með þolendavænni nálgun. Það er krafa okkar, fyrir hönd brotaþola, að málum verði ekki sópað undir teppið um helgina eða í framtíðinni og það hlýtur að vera krafa foreldra, barna og annarra sem vilja njóta þess að æfa íþróttina, fylgjast með af hliðarlínunni og líta upp til raunverulegra fótboltahetja,“ skrifar Drífa en grein hennar má finna hér.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23