Hvað er innifalið í að þekkja fólk Matthildur Björnsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 17:01 Guðni forseti var að nefna vandann með fámennið á Íslandi, á Vísi þann 17. febrúar 2024. Þau orð minntu mig á það viðhorf og fullyrðingu sem ég heyrði mikið um. Það var að við þekktum nágranna okkar vel og líka alla ættingjana. En ég lærði að sjá og skilja að það er ekki satt. Af því að við þekkjum ekki innri manninn í þeim, ef við höfum aldrei setið með þeim og heyrt þau tjá sig um verðgildi sín eða líðan. Móðir Bjarkar söngkonu ólst upp í sömu götu og ég, en ég þekkti hana ekki neitt persónulega, vissi bara hvernig hún leit út. Svo seinna sá ég að hún hafði alið Björk vel upp og veitt henni það að hafa það sjálfstraust og öryggi sem ekki allar stelpur fengu. Ég er elst af fimm systrum, en get ekki sagt að ég þekki þær allar mjög vel. Svo er ég eins og ótal Íslendingar af fjölmennri ætt, en þekki það lið hreinlega ekki neitt persónulega, þó að ég viti nöfnin á mörgum þeirra. Af minni reynslu er mikið meira falið í að geta sagt að maður þekki aðra í kring um sig og jafnvel eigin fjölskyldumeðlimi. Á meðan allir eru börn er auðveldara að álykta að þessi þekking sé til staðar. Því að þá á meðan sakleysið er í barninu og sterkari hlið einstaklings upplifunar í hverjum og einum er ekki komin upp og hvað þau muni gera til að vinna fyrir sér í framtíðinni. Hver þau muni reynast sem persónuleikar er ekki heldur endilega komið í ljós, frekar en annað sem rís seinna eftir að árunum í lífinu fjölgar og einstaklingar finna meira út um sig og hvert lífsferð þeirra sé heitið. Svo er það kannski hugsanlegur ótti um að leyfa öðrum að komast inn að sér vegna fámennisins og ótta við slúður um sig. Af hverju vilja svo margir telja að þeir þekki nágranna sína frá því að vita bara hvernig þeir líta út? Svo minntist Guðni á kjaftasögur. Þær eru sérkennileg sálfræðileg tilfelli sem geta haft ótal ástæður. Getgátur, þörf fyrir að hefja sig yfir aðra og löngun eftir athygli í samfélagi sem hefur séð það sem ljótt og rangt að spyrja vini og ættingja spurninga sem sýna áhuga fyrir því hver þau eru. Atriði sem geta veitt dýpri innsýn í viðkomandi og um leið líklegra til að byggja meiri nánd en blaðrið í kjaftasögunum. Af hverju einstaklingar hafi ekki viljað fá spurningar, er svo annað athyglisvert atriði. Ég man til dæmis að það þótti og var séð sem dónaskapur að spyrja aðra persónulegra spurninga. Það hefði þó breytt lífi mínu til hins betra ef ég hefði fengið tvær spurningar á sitt hvoru tímabilinu í lífi mínu.Sú fyrri sem ég hefði þurft að fá, hefði verið um val á skóla (sem ég hefði þurft að fara til í strætó, af því að þá hafði enginn barnaskóli komið upp í hverfinu mínu). Ég hefði sem níu ára barn valið að halda áfram í þeim skóla sem ég var í, en mér var ráðstafað til að fara í annan skóla, af því að móðir mín taldi að það væri réttara að ég færi í hann, af því að hún „taldi sig þekkja fólk í því hverfi“. Það varð svo reynsla sem hefði verið betra fyrir mig að sleppa. Síðari spurningin sem kom ekki heldur, hefði breytt miklu fyrir framtíð mína og barna minna. Viðhorfið að baki því að hún kom ekki, var frá ótal vanþroskuðum atriðum í samfélaginu þá. Svo að það er dýrmætt fyrir foreldra að hugsa um að finna út hvað börnin hugsi um atriði sem snerti líf þeirra og framtíð áður en þeim er ráðstafað. Ég er viss um að það myndu margir hafa upplifað eitthvað svipað, af því að foreldrar áttu að vita meira og betur en börnin. En börn vita alla vega oft hvað sé rétt fyrir þau og ættu að fá opin tjáskipti við að taka þær ákvarðanir sem skiptir þau máli, þegar það er mögulegt. Auðvitað skiptir máli hvernig tónn er í mannveru sem spyr og að það sé ekki einskonar neikvæð fyrirfram gagnrýnin yfirheyrsla. Réttar og opnar spurningar með hlýju viðmóti geta skipt sköpum í betri átt í lífi og framtíð fólks. Og kannski gert kjaftasögur óþarfar? Við að hafa búið í milljóna samfélagi í meira en þrjátíu og fimm ár hefur sýnt mér og sannað að orka andrúmslofts og viðhorfa er litríkari. Efni í íslenskum fjölmiðlum er líka að sýna að sumir af yngri kynslóðunum eru að læra það frá ferðum sínum um heiminn og sumir að kjósa líf í öðru landi. Matthildur Björnsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Guðni forseti var að nefna vandann með fámennið á Íslandi, á Vísi þann 17. febrúar 2024. Þau orð minntu mig á það viðhorf og fullyrðingu sem ég heyrði mikið um. Það var að við þekktum nágranna okkar vel og líka alla ættingjana. En ég lærði að sjá og skilja að það er ekki satt. Af því að við þekkjum ekki innri manninn í þeim, ef við höfum aldrei setið með þeim og heyrt þau tjá sig um verðgildi sín eða líðan. Móðir Bjarkar söngkonu ólst upp í sömu götu og ég, en ég þekkti hana ekki neitt persónulega, vissi bara hvernig hún leit út. Svo seinna sá ég að hún hafði alið Björk vel upp og veitt henni það að hafa það sjálfstraust og öryggi sem ekki allar stelpur fengu. Ég er elst af fimm systrum, en get ekki sagt að ég þekki þær allar mjög vel. Svo er ég eins og ótal Íslendingar af fjölmennri ætt, en þekki það lið hreinlega ekki neitt persónulega, þó að ég viti nöfnin á mörgum þeirra. Af minni reynslu er mikið meira falið í að geta sagt að maður þekki aðra í kring um sig og jafnvel eigin fjölskyldumeðlimi. Á meðan allir eru börn er auðveldara að álykta að þessi þekking sé til staðar. Því að þá á meðan sakleysið er í barninu og sterkari hlið einstaklings upplifunar í hverjum og einum er ekki komin upp og hvað þau muni gera til að vinna fyrir sér í framtíðinni. Hver þau muni reynast sem persónuleikar er ekki heldur endilega komið í ljós, frekar en annað sem rís seinna eftir að árunum í lífinu fjölgar og einstaklingar finna meira út um sig og hvert lífsferð þeirra sé heitið. Svo er það kannski hugsanlegur ótti um að leyfa öðrum að komast inn að sér vegna fámennisins og ótta við slúður um sig. Af hverju vilja svo margir telja að þeir þekki nágranna sína frá því að vita bara hvernig þeir líta út? Svo minntist Guðni á kjaftasögur. Þær eru sérkennileg sálfræðileg tilfelli sem geta haft ótal ástæður. Getgátur, þörf fyrir að hefja sig yfir aðra og löngun eftir athygli í samfélagi sem hefur séð það sem ljótt og rangt að spyrja vini og ættingja spurninga sem sýna áhuga fyrir því hver þau eru. Atriði sem geta veitt dýpri innsýn í viðkomandi og um leið líklegra til að byggja meiri nánd en blaðrið í kjaftasögunum. Af hverju einstaklingar hafi ekki viljað fá spurningar, er svo annað athyglisvert atriði. Ég man til dæmis að það þótti og var séð sem dónaskapur að spyrja aðra persónulegra spurninga. Það hefði þó breytt lífi mínu til hins betra ef ég hefði fengið tvær spurningar á sitt hvoru tímabilinu í lífi mínu.Sú fyrri sem ég hefði þurft að fá, hefði verið um val á skóla (sem ég hefði þurft að fara til í strætó, af því að þá hafði enginn barnaskóli komið upp í hverfinu mínu). Ég hefði sem níu ára barn valið að halda áfram í þeim skóla sem ég var í, en mér var ráðstafað til að fara í annan skóla, af því að móðir mín taldi að það væri réttara að ég færi í hann, af því að hún „taldi sig þekkja fólk í því hverfi“. Það varð svo reynsla sem hefði verið betra fyrir mig að sleppa. Síðari spurningin sem kom ekki heldur, hefði breytt miklu fyrir framtíð mína og barna minna. Viðhorfið að baki því að hún kom ekki, var frá ótal vanþroskuðum atriðum í samfélaginu þá. Svo að það er dýrmætt fyrir foreldra að hugsa um að finna út hvað börnin hugsi um atriði sem snerti líf þeirra og framtíð áður en þeim er ráðstafað. Ég er viss um að það myndu margir hafa upplifað eitthvað svipað, af því að foreldrar áttu að vita meira og betur en börnin. En börn vita alla vega oft hvað sé rétt fyrir þau og ættu að fá opin tjáskipti við að taka þær ákvarðanir sem skiptir þau máli, þegar það er mögulegt. Auðvitað skiptir máli hvernig tónn er í mannveru sem spyr og að það sé ekki einskonar neikvæð fyrirfram gagnrýnin yfirheyrsla. Réttar og opnar spurningar með hlýju viðmóti geta skipt sköpum í betri átt í lífi og framtíð fólks. Og kannski gert kjaftasögur óþarfar? Við að hafa búið í milljóna samfélagi í meira en þrjátíu og fimm ár hefur sýnt mér og sannað að orka andrúmslofts og viðhorfa er litríkari. Efni í íslenskum fjölmiðlum er líka að sýna að sumir af yngri kynslóðunum eru að læra það frá ferðum sínum um heiminn og sumir að kjósa líf í öðru landi. Matthildur Björnsdóttir.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar