Frumsýning á Vísi: Stikla úr söngleiknum Eitruð lítil pilla Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 16:01 Söngleikurinn Eitruð lítil pilla er byggður á tónlist Alanis sem var frumsýndur á Broadway í lok árs 2019 en sló rækilega í gegn þrátt fyrir Covid-hindranir. Íris Dögg Söngleikurinn Eitruð lítil pilla sem byggður er á tónlist af plötu Alanis Morissette, Jagged Little Pill, verður frumsýndur annað kvöld á stóra sviði Borgarleikhússins. Leikstjóri verksins er Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Jagged Little Pill er ein áhrifamesta plata tíunda áratugarins og ein söluhæsta hljómplata allra tíma. Tónlist Alanis einkennist af óbeisluðum krafti og hráum og hnitmiðuðum textum. Vísir frumsýnir hér stiklu úr sýningunni. Íris Tanja og Aldís Amah.Íris Dögg Í sýningunni má heyra lög á borð við You Oughta Know, You Learn og Ironic sem eru ótvírætt meðal helstu einkennislaga tíunda áratugarins. „Eitruð lítil pilla segir frá Healy-fjölskyldunni; hjónunum Mary Jane og Steve og börnum þeirra Nick og Frankie. Það er allt í himnalagi hjá Mary Jane. Eiginmaðurinn Steve er í góðri stöðu, sonurinn Nick var að komast inn í Harvard og dóttirin Frankie, tja hún er svo skapandi og lífleg. Steve vinnur reyndar 60 tíma á viku, Nick er að bugast undan væntingunum sem til hans eru gerðar og Frankie reynir að fóta sig sem ættleidda tvíkynhneigða dóttir úthverfadrottningarinnar. En Mary Jane er í lagi. Þessar nokkru Oxycontin töflur á dag eru bara til að slá rétt aðeins á sársaukann eftir bílslysið í fyrra. Smátt og smátt er farið að kvarnast upp úr fallegu fjölskyldumyndinni sem Mary Jane sendir með jólakortinu á hverju ári og áður en yfir lýkur þarf öll fjölskyldan að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir - óþægilegar staðreyndir sem eru kannski grundvöllur lífsins þegar betur er að gáð,“ segir um verkið. Með aðalhlutverk fara Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Aldís Amah Hamilton. Með önnur hlutverk fara Sigurður Ingvarsson, Rán Ragnarsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Íris Tanja Flygenring, Haraldur Ari Stefánsson, Birna Pétursdóttir, Hákon Jóhannesson, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Esther Talía Casey, Hannes Þór Egilsson, Marinó Máni Mabazza, Sölvi Dýrfjörð og Védís Kjartansdóttir. Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Eiruð lítil pilla - stikla Leikhús Tónlist Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira
Jagged Little Pill er ein áhrifamesta plata tíunda áratugarins og ein söluhæsta hljómplata allra tíma. Tónlist Alanis einkennist af óbeisluðum krafti og hráum og hnitmiðuðum textum. Vísir frumsýnir hér stiklu úr sýningunni. Íris Tanja og Aldís Amah.Íris Dögg Í sýningunni má heyra lög á borð við You Oughta Know, You Learn og Ironic sem eru ótvírætt meðal helstu einkennislaga tíunda áratugarins. „Eitruð lítil pilla segir frá Healy-fjölskyldunni; hjónunum Mary Jane og Steve og börnum þeirra Nick og Frankie. Það er allt í himnalagi hjá Mary Jane. Eiginmaðurinn Steve er í góðri stöðu, sonurinn Nick var að komast inn í Harvard og dóttirin Frankie, tja hún er svo skapandi og lífleg. Steve vinnur reyndar 60 tíma á viku, Nick er að bugast undan væntingunum sem til hans eru gerðar og Frankie reynir að fóta sig sem ættleidda tvíkynhneigða dóttir úthverfadrottningarinnar. En Mary Jane er í lagi. Þessar nokkru Oxycontin töflur á dag eru bara til að slá rétt aðeins á sársaukann eftir bílslysið í fyrra. Smátt og smátt er farið að kvarnast upp úr fallegu fjölskyldumyndinni sem Mary Jane sendir með jólakortinu á hverju ári og áður en yfir lýkur þarf öll fjölskyldan að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir - óþægilegar staðreyndir sem eru kannski grundvöllur lífsins þegar betur er að gáð,“ segir um verkið. Með aðalhlutverk fara Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Aldís Amah Hamilton. Með önnur hlutverk fara Sigurður Ingvarsson, Rán Ragnarsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Íris Tanja Flygenring, Haraldur Ari Stefánsson, Birna Pétursdóttir, Hákon Jóhannesson, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Esther Talía Casey, Hannes Þór Egilsson, Marinó Máni Mabazza, Sölvi Dýrfjörð og Védís Kjartansdóttir. Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Eiruð lítil pilla - stikla
Leikhús Tónlist Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira