Erlent

Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Fjöldi fórnarlamba liggur ekki fyrir.
Fjöldi fórnarlamba liggur ekki fyrir. Centre Coordinació Emergències GVA

Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina.

Á hálftum tíma hefur loginn breiðst um alla blokkina sem var reist um árþúsundamótin og fjöldi særðra og látinna liggur ekki fyrir. Viðbragðsaðilar hafa komið upp færanlegu neyðarsjúkrahúsi til að hægt sé að hlúa að særðum um leið og þeim er komið úr byggingunni.

Öll framhlið blokkarinnar er böðuð logum. Talið er að eldurinn hafi kviknað á fjórðu hæð hússins en breiddist hratt út um alla framhliðina. Lögreglan á svæðinu hefur bannað umfærð á nærliggjandi götum til að greiða aðgang viðbragðsaðila og koma í veg fyrir slys. 

Fregnir af eldsvoðanum bárust viðbragðsaðilum um hálf sex í dag. 10 slökkviliðsteymi eru á vettvangi samkvæmt spænska miðlinum El País. Einnig hafa önnur viðbragðsteymi verið ræst út. Sjúkrabílar og lögreglubílar eru á vettvangi.

Spænski ríkismiðillinn RTVE er með beint streymi af eldsvoðanum sem hægt er að sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×