Handbolti

Fram blandar sér í bar­áttuna um heima­vallar­rétt í úr­slita­keppninni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fram vann frábæran sigur í kvöld.
Fram vann frábæran sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Fram lagði Selfoss í eina leik dagsins í Olís-deild karla í handbolta, lokatölur 28-24.

Gestirnir byrjuðu betur og komust þremur mörkum yfir snemma leiks. Hélst sá munur út fyrri hálfleik en staðan var 12-15 í hálfleik. Munurinn var áfram þrjú mörk er leið á síðari hálfleik en þá skoraði Fram fjögur mörk í röð og staðan allt í einu orðin 18-17 heimamönnum í vil.

Undir lok leiks var svo allt loft úr gestunum og Fram tryggði sér fjögurra marka sigur með góðum lokaspretti.

Tryggvi Garðar Jónsson skoraði sjö mörk í liði Fram. Þar á eftir komu Marel Baldvinsson og Eiður Rafn Valsson með fimm mörk. Hjá gestunum var Gunnar Kári Bragason markahæstur með sjö mörk.

Fram er nú í 5. sæti með 19 stig að loknum 16 leikjum, þremur minna en ÍBV í 4. sæti. Selfoss situr áfram á botninum með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×