Tvær nýjar alvarlegar en afar sjaldgæfar hliðarverkanir fundust hins vegar einnig.
Rannsóknin var unnin af Global Vaccine Data Network og náði til Ástralíu, Argentínu, Kanada, Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Nýja-Sjálands og Skotlands. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja hana sýna fram á hversu sjaldgæfar alvarlegar hliðarverkanir eru.
Sýnt var fram á áður þekkt tengsl bólusetninga með mRNA bóluefnum Pfizer og Moderna og hjartavöðvabólgu og gollurhúsbólgu. Þá fundust einnig tengsl milli Guillain-Barré sjúkdómsins og stokkasega, tegund blóðtappa í heila, og bóluefnisins frá AstraZeneca.
Þá fundust tvær nýjar og alvarlegar en afar sjaldgæfar hliðarverkanir AztraZeneca bóluefnisins; bráð og dreifð heila- og mænubólga og þverrofs mænubólga.
Vísindamennirnir segja þessar sjaldgæfu aukaverkanir ekki greinast fyrr en milljónir hafa verið bólusettar en tíðni bráðrar og dreifðrar heila- og mænubólgu eru 0,78 tilfelli á hverja milljón einstaklinga og þverrofs mænubólgu 1,82 tilfelli.
Báðar aukaverkanirnar eru alvarlegar en fólk nær venjulega bata, segja sérfræðingarnir. Þá benda þeir á að margar hliðaverkanir bóluefnanna séu einnig fylgifiskar Covid-sýkingar og algengari sem slíkir.
Guardian greindi frá.