Innherji

Verið að taka úr sam­bandi mikil­væg skila­boð til neyt­enda um raf­orku­skort

Hörður Ægisson skrifar
Daði Már Kristófersson, hagfræðiprófessor og varaformaður Viðreisnar, segir að stærsta fyrirstaðan gegn markaðslausnum í orkumálum sé mikil pólitísk og almenn andstaða við það að viðurkenna að rafmagn er markaðsvara og að framboð á henni sé takmarkað.
Daði Már Kristófersson, hagfræðiprófessor og varaformaður Viðreisnar, segir að stærsta fyrirstaðan gegn markaðslausnum í orkumálum sé mikil pólitísk og almenn andstaða við það að viðurkenna að rafmagn er markaðsvara og að framboð á henni sé takmarkað.

Með því að veita ráðherra heimild til að ráðstafa forgangsraforku er verið að draga úr hvatanum til að auka framleiðslu og eins kippa úr sambandi mikilvægum skilaboðum til neytenda um raforkuskort, að sögn varaforseta hagfræðideildar Háskóla Íslands og varaformanns Viðreisnar, sem kallar eftir því að komið sé á skilvirkari samkeppnismarkaði með raforku. Framkvæmdastjóri Samorku líkir framkvæmd rammaáætlunar í dag, sem hann segir vera „háð pólitísku valdi,“ við bankakerfið fyrir um hundrað árum.


Tengdar fréttir

Flýttu mark­miði um að hætta olíu­notkun eftir „rangar upp­lýsingar“ Orku­stofnunar

Ákvörðun við gerð stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar haustið 2021 um að flýta áður yfirlýstu markmiði hvenær Ísland yrði óháð jarðefnaeldsneyti um tíu ár – núna á það að nást ekki síðar en 2040 – var byggð á grunni „rangra upplýsinga“ sem bárust frá Orkustofnun á þeim tíma, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann furðar sig hvernig á því standi að stofnunin virðist ekki geta sinnt hlutverki sínu um að hafa yfirsýn og eftirlit með sölufyrirtækjum raforku og ástandið hvað það varðar minni sumpart á stöðuna á fjármálamarkaði á árunum fyrir fall bankanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×