Valkvæðum liðskiptaaðgerðum fjölgaði um 60 prósent og biðin styttist Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2024 10:21 Mjaðmaskiptaaðgerð. Getty/Universal Images Group/BSIP Valkvæðar liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám voru 2.138 árið 2023 og hafa aldrei verið fleiri. Aðgerðunum fjölgaði um rúmlega 800 milli ára, eða sem nemur 60 prósent. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Þar segir einnig að miðgildi biðtíma eftir liðskiptaaðgerðum á Landspítala hafi farið úr 9,5 mánuðum í 4,6 mánuði frá byrjun til loka árs 2023. Samhliða auknum afköstum og auknu aðgengi að liðskiptaaðgerðum innan heilbrigðiskerfisins hafi þeim fækkað um rúmlega helming sem leita út fyrir landsteinana í aðgerð, á grundvelli biðtímaákvæðis EES-samningsins um heilbrigðistþjónustu yfir landamæri. Haft er eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að unnið sé að því að stytta bið og jafna aðgengi óháð efnahag og stefnt sé að því að engin þurfi að leita til útlanda til að komast í aðgerð. „Á undanförnum tveimur árum hefur framleiðslutengd fjármögnun verið innleidd í auknum mæli í sjúkrahúsþjónustu hér á landi. Sem hluti af aðgerðum stjórnvalda til að fjölga liðskiptaaðgerðum og stytta bið eftir þjónustunni voru settir upp framleiðslutengdir hvatar fyrir liðskiptaaðgerðir á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Greitt er sérstaklega fyrir hverja framkvæmda aðgerð umfram fjármagnaða áætlun stofnununarinnar. Slík fjármögnun eykur skilvirkni og framleiðni ásamt því að tryggja að fjárveitingar taki mið af umfangi þjónustunnar og raunkostnaði við veitingu hennar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá segir að í bráðabirgðauppgjöri Landspítala fyrir árið 2023 komi fram að skurðaðgerðum á spítalanum hafi fjölgað um átta prósent árið 2023. „Í mars 2023 voru undirritaðir samningar um framkvæmd 700 liðskiptaaðgerða milli SÍ, Klíníkurinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ. Sjúklingar sem fara í aðgerð á grundvelli þessa samnings njóta greiðsluþátttöku hins opinbera í samræmi við almennar reglur.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Þar segir einnig að miðgildi biðtíma eftir liðskiptaaðgerðum á Landspítala hafi farið úr 9,5 mánuðum í 4,6 mánuði frá byrjun til loka árs 2023. Samhliða auknum afköstum og auknu aðgengi að liðskiptaaðgerðum innan heilbrigðiskerfisins hafi þeim fækkað um rúmlega helming sem leita út fyrir landsteinana í aðgerð, á grundvelli biðtímaákvæðis EES-samningsins um heilbrigðistþjónustu yfir landamæri. Haft er eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að unnið sé að því að stytta bið og jafna aðgengi óháð efnahag og stefnt sé að því að engin þurfi að leita til útlanda til að komast í aðgerð. „Á undanförnum tveimur árum hefur framleiðslutengd fjármögnun verið innleidd í auknum mæli í sjúkrahúsþjónustu hér á landi. Sem hluti af aðgerðum stjórnvalda til að fjölga liðskiptaaðgerðum og stytta bið eftir þjónustunni voru settir upp framleiðslutengdir hvatar fyrir liðskiptaaðgerðir á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Greitt er sérstaklega fyrir hverja framkvæmda aðgerð umfram fjármagnaða áætlun stofnununarinnar. Slík fjármögnun eykur skilvirkni og framleiðni ásamt því að tryggja að fjárveitingar taki mið af umfangi þjónustunnar og raunkostnaði við veitingu hennar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá segir að í bráðabirgðauppgjöri Landspítala fyrir árið 2023 komi fram að skurðaðgerðum á spítalanum hafi fjölgað um átta prósent árið 2023. „Í mars 2023 voru undirritaðir samningar um framkvæmd 700 liðskiptaaðgerða milli SÍ, Klíníkurinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ. Sjúklingar sem fara í aðgerð á grundvelli þessa samnings njóta greiðsluþátttöku hins opinbera í samræmi við almennar reglur.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira