Fótbolti

Liverpool til Tékk­lands í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna marki.
Leikmenn Liverpool fagna marki. Vísir/Getty

Liverpool lenti á móti tékknesku meisturum þegar dregið var í dag í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss.

Átta lið unnu riðlana sína og sátu í framhaldinu hjá í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar þar sem átta lið tryggðu sig áfram. Keppni í fyrstu umferðinni lauk í gær og nú komu stóru liðin inn í keppnina.

Níu knattspyrnusambönd eiga enn fulltrúa á lífi í keppninni þar á meðal er lið frá Aserbaísjan sem er komið lengra en nokkurn tímann áður.

Sigurvegarar riðlanna gátu ekki dregist saman og ekki heldur lið frá sama landi.

Liverpool lenti á móti Sparta Prag en liðið vann tékkneska meistaratitilinn í þrettánda sinn síðasta vor. Sparta sló út tyrkenska liðið Galatasaray í fyrstu umferð útsláttarkeppninni.

Lærisveinar Xabi Alonso í Bayer Leverkusen lentu á móti Qarabag frá Aserbaísjan en Þjóðverjarnir þykja sigurstranglegir í keppninni.

West Ham lenti á móti þýska liðinu Freiburg og Brighton & Hove Albion spilar á móti ítalska liðinu Roma.

Fyrri leikurinn fer fram 7. mars næstkomandi en sá síðari verður spilaður 14. mars. Liðin sem unnu sinni riðil fá seinni leikinn á heimavelli.

  • Sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar:
  • Sparta Prag (Tékkland) - Liverpool (England)
  • Marseille (Frakkland) - Villarreal (Spánn)
  • Roma (Ítalía) - Brighton & Hove Albion (England)
  • Benfica (Portúgal) - Rangers (Skotland)
  • Freiburg (Þýskaland) - West Ham United (England)
  • Sporting (Portúgal) - Atalanta (Ítalía)
  • AC Milan (Ítalía) - Slavia Prag (Tékkland)
  • Qarabag FK (Aserbaísjan) - Bayer Leverkusen (Þýskaland)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×