Lá milli heims og helju eftir mislingasmit Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. febrúar 2024 08:00 Af skiljanlegum ástæðum þá snertir umræðan um bólusetningar og mikilvægi þeirra Sveinbjörn djúpt. Vísir/Vilhelm Sveinbjörn Bjarnason var á fimmtánda ári þegar hann smitaðist af mislingum. Þetta var árið 1959, tæpum aldarfjórðungi áður en byrjað var að bólusetja börn gegn mislingum hér á landi. Margir fengu mislinga án þess að bera skaða af. Þannig var það ekki í tilfelli Sveinbjarnar. Mislingarnir kostuðu hann næstum lífið. Tæpum tveimur áratugum seinna átti Sveinbjörn eftir að upplifa annað áfall þegar níu ára gamall sonur hans lést af slysförum. Sá hörmungaratburður leiddi til þess að Sveinbjörn fór í nám í guðfræði og endaði sem prestur. Í byrjun þessa mánaðar var greint frá því að mislingasmit hefði greinst á Landspítala hjá fullorðnum einstaklingi sem kom til landsins 1. febrúar. Bólusetningarátak stendur nú yfir og veitir bóluefnið um 95 prósent vörn gegn mislingum. Heilsugæslan hefur hvatt foreldra til að tryggja að börn þeirra séu bólusett við mislingum og hefur birt upplýsingar á vef sínum þar að lútandi. Almennar bólusetningar gegn mislingum á Íslandi hófust árið 1976 hjá tveggja ára börnum. Því má gera ráð fyrir því að flest þau sem fædd eru eftir 1975 hafi fengið bólusetningu nema foreldrar þeirra hafi hafnað henni. Áætlað er að Íslendingar fæddir fyrir 1970 hafi langflestir fengið mislinga og þurfi því ekki á bólusetningu að halda. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar kvaðst Guðrún Aspelund hafa áhyggjur af mögulegri útbreiðslu mislinga hérlendis. Fram kom að unnið væri að smitrakningu en samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn sem útsettur hefur verið fyrir smiti líklegast talinn í hundruðum. Á meðal þeirra útsettu eru óbólusett börn. Í samtali við Stöð 2 hvatti sóttvarnalæknir foreldra til að þiggja bólusetningu sem fyrst. Við dauðans dyr „Ég man að það var reglulega mislingafaraldur, sem gekk hratt yfir, og margir sem veiktust. Systur mínar tvær fengu mislinga en sluppu blessunarlegu miklu betur en ég. Það var engin sérstök meðhöndlun þegar kom að mislingum á þessum tíma. Og í mars þetta ár, árið 1959, þá veiktist ég og var greindur með mislinga,“ rifjar Sveinbjörn upp. Hann ólst upp í litlu samfélagi á Ísafirði hjá foreldrum sínum og systrum. „Framgangur veikindanna var með nokkuð venjubundnum hætti fyrst framan af. Þann 6. apríl var ég aðeins farinn að fara framúr rúminu; var svona að verða þokkalega góður. En þá gerist það um kvöldið að ég veikist snögglega aftur, og það var mjög bratt. Og ég missti meðvitund. Ég man ekkert frá þessu kvöldi. Mér skilst að læknirinn hafi komið heim til okkar seint um kvöldið eða um nóttina og ákveðið að ég skyldi verða fluttur á sjúkrahús. Greining á sjúkdómi var síðar heilabólga eftir mislinga,“ segir hann jafnframt. „Mér skilst að í tvö skipti hafi ástandið verið orðið þannig að foreldrar mínir voru kallaðir til og sagt að ástand væri tvísýnt. Það stóð víst til að flytja mig suður til Reykjavíkur eða jafnvel til Danmerkur, en þar var mjög þekktur læknir sem var þekktur fyrir að meðhöndla höfuð og heilasjúkdóma. Á þessum tíma voru engir eða fáir sérfræðingar á því sviði hérna heima. En svo var ekki talið óhætt að flytja mig vegna þess hversu veikur ég var. Á einhverjum tímapunkti í veikindum mínum tjáði læknir minn foreldrum mínum að hann gæti nú sagt þeim að ég mundi lifa þetta af. En hann gæti ekkert sagt um hvers konar líf það yrði.“ Aftur til lífs Það var ekki fyrr en tíu sólarhringum síðar að Sveinbjörn vaknaði upp á sjúkrahúsinu og fékk smátt og smátt fulla meðvitund. „Ég man að ég lá þarna á stofu sem venjulega var dagstofa spítalans. Stúlka kemur inn og gengur í átt að dagatali sem var þar og strikaði yfir dagsetninguna 16. apríl. Það var semsagt kominn 17. apríl. Ég fann það strax að ég gat ekki hreyft mig og ég kom ekki upp orði. Ég var lamaður upp að hálsi. Það eina sem ég gat hreyft voru augun. Ég var þarna rúmfastur; gat hvorki tjáð mig né mjakað mér úr stað. Þannig var þetta í nokkuð marga daga.“ Þetta var að vissu leyti eins og að fæðast upp á nýtt? „Já, það má segja það. Ég kom þarna inn í veröld, veröld sem ég var ekki búinn að vera hluti af síðan í byrjun apríl.“ Eftir því sem dagarnir liðu fékk Sveinbjörn örlítinn mátt í líkamann. Hann tók eitt skref í einu. Bókstaflega. Stuðningur sjómanns ómetanlegur Á þessum tíma var annar sjúklingur á spítalanum, gamall og lífsreyndur sjómaður sem var veikur af lífsógnandi sjúkdómi. Hann og faðir Sveinbjarnar voru gamlir skipsfélagar og höfðu upplifað ýmislegt saman á sjónum; skipstrand og hættulegar aðstæður. Sjómaðurinn reyndist mikill örlagavaldur þegar kom að bata Sveinbjarnar. „Hann hjálpaði mér svo mikið. Ég gleymi ekki því sem hann gerði, þegar ég var kominn með örlítið meiri mátt í líkamann. Það höfðu verið sett bönd á gaflinn á rúminu, til að hjálpa mér að reisa mig við. Hann sagði við mig: Jæja, fyrst þú getur sest upp, þá geturðu alveg eins stigið í lappirnar. Síðan skipaði hann mér að koma með fæturna undan sænginni og tylla þeim í gólfið. „Réttu mér hendurnar,“ sagði hann og bætti við: „Treystu mér. Hann pabbi þinn gerði það alltaf.“ Svo togaði hann í mig og sagði: „Reistu þig upp.“ Og ég reisti mig upp, og ég stóð í fæturna. Og þá sagði hann: „Fínt, farðu nú aftur upp í rúm og undir sæng. Nú ertu búinn að sjá að þú getur þetta alveg.“ Og eftir þetta fór ég af stað!“ segir Sveinbjörn. „Löngu seinna var mér sagt að á einhverjum tímapunkti, þegar ég var enn mállaus, hafi hann sagt við fólkið sitt: „Þegar ég dey, þá fær þessi strákur málið aftur.“ Þessi spá sjómannsins brást ekki. Hann lést aðfaranótt 22. maí árið 1959. Morguninn eftir vaknaði Sveinbjörn. „Það var maður á sömu stofu og ég og hann hafði þann vana að byrja hvern dag á því að bjóða mér góðan daginn. Ég gat vitanlega ekki svarað honum til baka. En þennan dag, 22. maí, bauð hann mér góðan daginn og ég svaraði og sagði: „góðan daginn“ til baka. Þessi maður, sem lá með mér á stofunni sagði síðan við mig að hann hefði heyrt í mér um nóttina. Ég hafði sagt stundarhátt: „Ég er að koma“. Ég fór þá fram og ég athugaði með vin minn, sjómanninn. Þá reyndist hann vera látinn. Er tenging þarna á milli? Ég vil meina það.“ „Þú átt ekkert að vera hérna“ Það varð uppi fótur og fit í litla samfélaginu á Ísafirði, þegar fréttir bárust af bata Sveinbjarnar. „Við þurfum náttúrulega að taka það með í reikninginn að þetta var 2700 manna byggðarlag, þar sem allir þekktu alla,“ segir hann. „Það voru allir að fylgjast með. Skólastjórinn sagði seinna við mig að hann hefði reglulega hringt í móðurbróður minn á sínum tíma, til að fá nýjustu fréttir. Og tvívegis, þegar ástandið var mjög tvísýnt þá gaf hann meira að segja frí í skólanum. Það olli mikilli geðshræringu á spítalanum, í góðri meiningu, að strákurinn skyldi vera farinn að tjá sig aftur. Allt starfsfólkið var látið vita, líka þeir sem voru í fríi, og það komu margir til mín til að spjalla við mig,“ segir hann. „Ég man reyndar eftir einu skipti þegar ég gat ekki tjáð mig. Þá sat ég frammi í dagstofu í hjólastól og skólasystir mín, sem ég vissi ekki að var á spítalanum, kom til mín. Hún fór að tala við mig, og ég kom ekki upp einu orði. Mörgum áratugum seinna ræddi ég þetta við þessa ágætu skólasystur mína, við áttum góða kvöldstund saman. Hún mundi vel eftir þessu, og sagði mér að hún hefði ekki farið glöð heim af þessum fundi.“ En núna, þegar ég horfi til baka, þá finnst mér eins og það hafi kviknað á einhverju í höfðinu á mér þarna. Ég ákvað þarna að ég myndi gera allt sem ég gæti til að tryggja að svona yrði þetta ekki; ég ætlaði ekki að vera mállaus það sem eftir væri. En ég var alltaf viss um að þetta myndi takast hjá mér, þetta myndi koma á endanum. Bati Sveinbjarnar var að mörgu leyti ótrúlegur. „Ég gleymi því ekki, þegar ég hitti taugasérfræðing fyrir nokkrum árum. Hann spurði um sjúkrasöguna mína og þegar ég var búin að þylja hana upp þá horfði hann á mig og sagði: „Þú átt ekkert að vera hérna.“ Hann sagði mér að þegar hann hefði verið í námi hefði langflestir af þeim sem fengu heilabólgu eftir mislinga látist. Þeir sem ekki létust voru grænmeti það eftir var ævinnar,“ segir Sveinbjörn og bætir við: „Ég var heppinn.“ Fann ástina 17 ára gamall Eftir tveggja og hálfsmánaða dvöl á sjúkrahúsinu var Sveinbjörn loks útskrifaður. Kominn á fulla ferð aftur, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég man að sjúkrahúslæknirinn sagði við mig að fram á haust þá þyrfti ég að hafa sömu reglu, sömu rútínu og ég hafði haft á spítalanum. Vera kominn í hvíld klukkan átta á kvöldin. Svo bætti hann við að ég skyldi hafa hægt um mig næstu tíu árin. Sem var kannski ekki mjög auðvelt fyrir fimmtán ára ungling að heyra. En ég lofaði honum því. Ég hefði nú svo sem lofað hverju sem er, bara til að geta komist heim aftur. Ég fylgdi þessum ráðleggingum um sumarið, en svo tók skólinn við um haustið, og þá sleppti maður nú aðeins fram af sér beislinu.“ Þrátt fyrir veikindin fyrr á árinu, og afleiðingarnar af hlutust þá hélt Sveinbjörn ótrauður áfram. „Skólakerfið á þessum tíma var auðvitað allt annað en í dag. Þú þurftir að taka próf til að komast upp í þriðja bekk í svokölluðum unglingaskóla og því næst var landsprófið eða þriðji bekkur verknám. Ég fékk að fara upp í þriðja bekkinn á einkunnum miðsvetrarprófsins, og valdi að fara í verknám.“ segir Sveinbjörn. Sveinbjörn státar af glæsilegum námsferli og hefur komið víða við á lífsleiðinni; verið lögreglumaður, prestur og lokið námi sem bókari.Vísir/Vilhelm Aðspurður kveðst hann alltaf hafa verið ágætis námsmaður. „Ég hafði mikinn metnað í náminu, og vildi skila því vel af mér. Mig langaði alltaf að fara í Verslunarskólann. Það var draumurinn. Haustið 1961 hitti ég unga stúlku, Friðrikku Eðvaldsdóttur, sem komið hafði til náms við Húsmæðraskólann á Ísafirði. Við vorum bæði sautján ára. Og við erum ennþá saman í dag, rúmum 62 árum seinna,“ segir hann og brosir. Sveinbjörn og Friðrikka fluttu til Akureyrar haustið 1964 og síðan til Reykjavíkur árið 1965. Sveinbjörn starfaði í um átján ár sem lögreglumaður og rannsóknarlögreglumaður. Lauk námi frá Lögregluskóla ríkisins 1969 og síðar verslunarprófi frá Öldungadeild haustið 1983. Og hann lét ekki staðar numið og lauk seinna meir háskólanámi í guðfræði. Árið 1999 varð hann séra Sveinbjörn Bjarnason, og gegndi starfi sóknarprests á Þórshöfn á Langanesi um árabil. Og námsferlinum var enn ekki lokið. Sveinbjörn lauk líka gráðu frá HR árið 2011 og getur titlað sig sem viðurkenndan bókara. Og þrátt fyrir að komin að áttræðu þá útilokar hann ekki að fleiri titlar eigi eftir að bætast við. „Það er aldrei að vita.“ En það var ástæða fyrir því að Sveinbjörn ákvað að læra guðfræði á sínum tíma. Veikindin sem hann gekk í gegnum sem unglingur, þar sem hann var nánast við dauðans dyr, voru ekki eina áfallið sem hann átti eftir að upplifa á lífsleiðinni. „Ég fór í guðfræðina af því að ég þurfti að fá ákveðin svör,“ segir hann. Sonarmissirinn breytti öllu „Það eru ákveðin áföll í lífinu, sem þú klárar aldrei að vinna úr. Það er einfaldlega ekki hægt. Þú lærir að lifa með þeim,“ heldur Sveinbjörn áfram. „Og svo er það þannig að stundum gerast ákveðnir hlutir sem verða til þess að þú horfir ekki sömu augum á lífið og áður. Sveinbjörn og Friðrikka eignuðust fjóra syni. Þrír þeirra eru á lífi í dag. Sveinbjörn og Friðrikka störfuðu á árum áður mikið með Breiðholtskirkju, þar sem Sveinbjörn var í sóknarnefnd og voru bæði félagar í kór kirkjunnar. Dag einn, sumarið 1980 fóru Friðrikka og næst yngsti sonur þeirra hjóna, í ferðlag á Kirkjubæjarklaustur ásamt meðlimum í sóknarnefnd kirkjunnar, mökum þeirra og börnum. „Þetta var sunnudagur, og ég var í vinnunni þennan dag. Ég fékk símtal frá vini mínum, sem hafði líka farið í ferðina. Og hann sagði mér þetta bara hreint út; að drengurinn minn hefði hrapað í fjallinu, við Systrafoss, og væri látinn.“ Sveinbjörn, Friðrikka og fjölskyldan fengu ómetanlegan stuðning frá sínum nánustu. En á þessum tíma var engin áfallahjálp í boði. Það var ekki hlúð á neinn sérstakan hátt að þeim sem höfðu gengið í gegnum þann hrylling að missa barnið sitt. „Tíminn sem tók við eftir þetta er bara þoka í höfðinu á mér. Dagarnir liðu hjá í einhverri leiðslu. Ég man til dæmis lítið eftir jarðarförinni." „Í heilanum er lítil stöð sem virkar þannig að þegar þú lendir í áfalli þá tekur hún þig úr „fúnksjón.“ Þú ferð eiginlega úr sambandi. Þú ferð bara í dofa; þú getur farið um og leyst verkefni og gert hitt og þetta, en þú veist í raun ekkert hvað þú ert að gera. Það er þannig sem að líkaminn hefur vit fyrir okkur. Þetta er leið til að lifa af. Það er oft sagt að tíminn lækni öll sár. Það er ekki rétt. Tíminn læknar ekki sárið, en hjálpar þér hins vegar að vinna með breyttri heimsmynd.“ Við leiði Sveinbjarnar litla í Fossvogskirkjugarði er hvítur steinn sem á stendur: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ „Við heimsækjum leiðið hans tvisvar til þrisvar í mánuði og höldum því vel við. Og ég tala við strákinn minn á hverjum einasta degi. Ég fer aldrei að sofa án þess að líta á myndina af honum og segja nokkur orð við hann. Þó að Sveinbjörn sé ekki lengur á meðal okkar, þá er hann ekki farinn. Ég tala aldrei um Sveinbjörn í þátíð. Ég á alltaf fjóra syni.“ Fyrir Sveinbirni er trúin haldreipi. „Það er enginn trúlaus. Það er ekki hægt að trúa á ekki neitt. Ef við tökum sem dæmi manneskju, sem stendur uppi á háu þaki, skrikar fótur og er um það bil að falla fram af. Hvað hrópar sú manneskja? „Mamma”eða“Guð.“ Og fyrir hvað standa þessi hugtök mamma og Guð? Öryggi og umhyggju. Þar af leiðandi er það trú á þessa þætti.“ Aðspurður um hvort að guðfræðin hafi veitt honum svör við þeim ótal „af hverju“ spurningum sem brunnu á honum segir Sveinbjörn svarið vera bæði já og nei. „Maður fékk svör við sumum spurningum en eftir því maður kafaði dýpra þá komu upp enn fleiri spurningar. En líklega er það bað bara þannig að sumum spurningum verður ekki svarað. Ekki í þessu lífi allavega.“ Á þeim tíma þegar Sveinbjörn starfaði sem prestur hitti hann margsinnis einstaklinga sem höfðu orðið fyrir alvarlegum áföllum í lífinu, þar á meðal barnsmissi. „En þó svo að ég hafi gengið í gegnum það sama, þá get ég aldrei sett mig í þeirra spor. Ég get kannski komist nálægt því, en aldrei fullkomlega. Hvert einasta tilfelli er sérstakt. Við erum öll svo ólík.“ Bólusetning bjargar mannslífum Sveinbjörn veit manna best að mislingar eru ekkert lamb að leika sér við. „Í dag er ég býsna brattur en afleiðingar veikindanna finn ég enn í taugakerfinu. Ég finn sérstaklega fyrir því á kvöldin, þegar ég orðinn mjög þreyttur, þetta eru svona taugakippir sem ég fæ í hendurnar.“ Af mjög svo skiljanlegum ástæðum þá snertir umræðan um bólusetningar og mikilvægi þeirra Sveinbjörn djúpt. Það er ekki að ástæðulausu að Sveinbjörn telur mikilvægt að brýna fyrir bólusetningum.Vísir/Vilhelm „Þegar það er byrjað að bólusetja fyrir mislingum þarna á áttunda áratugnum þá búum við til ákveðna umgjörð. Nokkurs konar girðingu utan um samfélagið, til að verja okkur fyrir úlfinum fyrir utan. Þegar við erum búin að búa til þessa girðingu þá kemst enginn inn, og það líða nokkuð mörg ár án þess að nokkuð tilfelli komi upp. Ég held að það sé mikilvægt að við horfum á heildarmyndina í þessu öllu saman. Bólusetningin er ekki bara mikilvæg fyrir mann einan, heldur fyrir alla heildina, af því að þú ert partur af heild. Og ef ég er veikur þá er heildin ekki fullkominn. Þess vegna þarf ég að passa upp á það að ég sé eins heill og mögulegt er, til að skemma ekki út frá mér. Þetta snýst um að taka ábyrgð á sjálfum sér. Þetta er eins og ef það eru mörg epli í kassa, og eitt epli er skemmt. Heilu eplin geta ekki læknað skemmda eplið.“ Honum er annt um að allir þiggi boð heilbrigðisyfirvalda um bólusetningu. „Ég er ekki í nokkrum vafa - bólusetning bjargar mannslífum. Ég gerði mér ekki grein fyrir fyrr en síðar hve gríðarleg áhrif þessi veikindi mín höfðu á foreldra mína og fjölskyldu alla. Engar fjölskyldur ættu að þurfa að lifa slík veikindi barna sinna. Við vitum öll hvaða lóð við getum lagt á vogarskálar til að vinna gegn því.“ Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Tæpum tveimur áratugum seinna átti Sveinbjörn eftir að upplifa annað áfall þegar níu ára gamall sonur hans lést af slysförum. Sá hörmungaratburður leiddi til þess að Sveinbjörn fór í nám í guðfræði og endaði sem prestur. Í byrjun þessa mánaðar var greint frá því að mislingasmit hefði greinst á Landspítala hjá fullorðnum einstaklingi sem kom til landsins 1. febrúar. Bólusetningarátak stendur nú yfir og veitir bóluefnið um 95 prósent vörn gegn mislingum. Heilsugæslan hefur hvatt foreldra til að tryggja að börn þeirra séu bólusett við mislingum og hefur birt upplýsingar á vef sínum þar að lútandi. Almennar bólusetningar gegn mislingum á Íslandi hófust árið 1976 hjá tveggja ára börnum. Því má gera ráð fyrir því að flest þau sem fædd eru eftir 1975 hafi fengið bólusetningu nema foreldrar þeirra hafi hafnað henni. Áætlað er að Íslendingar fæddir fyrir 1970 hafi langflestir fengið mislinga og þurfi því ekki á bólusetningu að halda. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar kvaðst Guðrún Aspelund hafa áhyggjur af mögulegri útbreiðslu mislinga hérlendis. Fram kom að unnið væri að smitrakningu en samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn sem útsettur hefur verið fyrir smiti líklegast talinn í hundruðum. Á meðal þeirra útsettu eru óbólusett börn. Í samtali við Stöð 2 hvatti sóttvarnalæknir foreldra til að þiggja bólusetningu sem fyrst. Við dauðans dyr „Ég man að það var reglulega mislingafaraldur, sem gekk hratt yfir, og margir sem veiktust. Systur mínar tvær fengu mislinga en sluppu blessunarlegu miklu betur en ég. Það var engin sérstök meðhöndlun þegar kom að mislingum á þessum tíma. Og í mars þetta ár, árið 1959, þá veiktist ég og var greindur með mislinga,“ rifjar Sveinbjörn upp. Hann ólst upp í litlu samfélagi á Ísafirði hjá foreldrum sínum og systrum. „Framgangur veikindanna var með nokkuð venjubundnum hætti fyrst framan af. Þann 6. apríl var ég aðeins farinn að fara framúr rúminu; var svona að verða þokkalega góður. En þá gerist það um kvöldið að ég veikist snögglega aftur, og það var mjög bratt. Og ég missti meðvitund. Ég man ekkert frá þessu kvöldi. Mér skilst að læknirinn hafi komið heim til okkar seint um kvöldið eða um nóttina og ákveðið að ég skyldi verða fluttur á sjúkrahús. Greining á sjúkdómi var síðar heilabólga eftir mislinga,“ segir hann jafnframt. „Mér skilst að í tvö skipti hafi ástandið verið orðið þannig að foreldrar mínir voru kallaðir til og sagt að ástand væri tvísýnt. Það stóð víst til að flytja mig suður til Reykjavíkur eða jafnvel til Danmerkur, en þar var mjög þekktur læknir sem var þekktur fyrir að meðhöndla höfuð og heilasjúkdóma. Á þessum tíma voru engir eða fáir sérfræðingar á því sviði hérna heima. En svo var ekki talið óhætt að flytja mig vegna þess hversu veikur ég var. Á einhverjum tímapunkti í veikindum mínum tjáði læknir minn foreldrum mínum að hann gæti nú sagt þeim að ég mundi lifa þetta af. En hann gæti ekkert sagt um hvers konar líf það yrði.“ Aftur til lífs Það var ekki fyrr en tíu sólarhringum síðar að Sveinbjörn vaknaði upp á sjúkrahúsinu og fékk smátt og smátt fulla meðvitund. „Ég man að ég lá þarna á stofu sem venjulega var dagstofa spítalans. Stúlka kemur inn og gengur í átt að dagatali sem var þar og strikaði yfir dagsetninguna 16. apríl. Það var semsagt kominn 17. apríl. Ég fann það strax að ég gat ekki hreyft mig og ég kom ekki upp orði. Ég var lamaður upp að hálsi. Það eina sem ég gat hreyft voru augun. Ég var þarna rúmfastur; gat hvorki tjáð mig né mjakað mér úr stað. Þannig var þetta í nokkuð marga daga.“ Þetta var að vissu leyti eins og að fæðast upp á nýtt? „Já, það má segja það. Ég kom þarna inn í veröld, veröld sem ég var ekki búinn að vera hluti af síðan í byrjun apríl.“ Eftir því sem dagarnir liðu fékk Sveinbjörn örlítinn mátt í líkamann. Hann tók eitt skref í einu. Bókstaflega. Stuðningur sjómanns ómetanlegur Á þessum tíma var annar sjúklingur á spítalanum, gamall og lífsreyndur sjómaður sem var veikur af lífsógnandi sjúkdómi. Hann og faðir Sveinbjarnar voru gamlir skipsfélagar og höfðu upplifað ýmislegt saman á sjónum; skipstrand og hættulegar aðstæður. Sjómaðurinn reyndist mikill örlagavaldur þegar kom að bata Sveinbjarnar. „Hann hjálpaði mér svo mikið. Ég gleymi ekki því sem hann gerði, þegar ég var kominn með örlítið meiri mátt í líkamann. Það höfðu verið sett bönd á gaflinn á rúminu, til að hjálpa mér að reisa mig við. Hann sagði við mig: Jæja, fyrst þú getur sest upp, þá geturðu alveg eins stigið í lappirnar. Síðan skipaði hann mér að koma með fæturna undan sænginni og tylla þeim í gólfið. „Réttu mér hendurnar,“ sagði hann og bætti við: „Treystu mér. Hann pabbi þinn gerði það alltaf.“ Svo togaði hann í mig og sagði: „Reistu þig upp.“ Og ég reisti mig upp, og ég stóð í fæturna. Og þá sagði hann: „Fínt, farðu nú aftur upp í rúm og undir sæng. Nú ertu búinn að sjá að þú getur þetta alveg.“ Og eftir þetta fór ég af stað!“ segir Sveinbjörn. „Löngu seinna var mér sagt að á einhverjum tímapunkti, þegar ég var enn mállaus, hafi hann sagt við fólkið sitt: „Þegar ég dey, þá fær þessi strákur málið aftur.“ Þessi spá sjómannsins brást ekki. Hann lést aðfaranótt 22. maí árið 1959. Morguninn eftir vaknaði Sveinbjörn. „Það var maður á sömu stofu og ég og hann hafði þann vana að byrja hvern dag á því að bjóða mér góðan daginn. Ég gat vitanlega ekki svarað honum til baka. En þennan dag, 22. maí, bauð hann mér góðan daginn og ég svaraði og sagði: „góðan daginn“ til baka. Þessi maður, sem lá með mér á stofunni sagði síðan við mig að hann hefði heyrt í mér um nóttina. Ég hafði sagt stundarhátt: „Ég er að koma“. Ég fór þá fram og ég athugaði með vin minn, sjómanninn. Þá reyndist hann vera látinn. Er tenging þarna á milli? Ég vil meina það.“ „Þú átt ekkert að vera hérna“ Það varð uppi fótur og fit í litla samfélaginu á Ísafirði, þegar fréttir bárust af bata Sveinbjarnar. „Við þurfum náttúrulega að taka það með í reikninginn að þetta var 2700 manna byggðarlag, þar sem allir þekktu alla,“ segir hann. „Það voru allir að fylgjast með. Skólastjórinn sagði seinna við mig að hann hefði reglulega hringt í móðurbróður minn á sínum tíma, til að fá nýjustu fréttir. Og tvívegis, þegar ástandið var mjög tvísýnt þá gaf hann meira að segja frí í skólanum. Það olli mikilli geðshræringu á spítalanum, í góðri meiningu, að strákurinn skyldi vera farinn að tjá sig aftur. Allt starfsfólkið var látið vita, líka þeir sem voru í fríi, og það komu margir til mín til að spjalla við mig,“ segir hann. „Ég man reyndar eftir einu skipti þegar ég gat ekki tjáð mig. Þá sat ég frammi í dagstofu í hjólastól og skólasystir mín, sem ég vissi ekki að var á spítalanum, kom til mín. Hún fór að tala við mig, og ég kom ekki upp einu orði. Mörgum áratugum seinna ræddi ég þetta við þessa ágætu skólasystur mína, við áttum góða kvöldstund saman. Hún mundi vel eftir þessu, og sagði mér að hún hefði ekki farið glöð heim af þessum fundi.“ En núna, þegar ég horfi til baka, þá finnst mér eins og það hafi kviknað á einhverju í höfðinu á mér þarna. Ég ákvað þarna að ég myndi gera allt sem ég gæti til að tryggja að svona yrði þetta ekki; ég ætlaði ekki að vera mállaus það sem eftir væri. En ég var alltaf viss um að þetta myndi takast hjá mér, þetta myndi koma á endanum. Bati Sveinbjarnar var að mörgu leyti ótrúlegur. „Ég gleymi því ekki, þegar ég hitti taugasérfræðing fyrir nokkrum árum. Hann spurði um sjúkrasöguna mína og þegar ég var búin að þylja hana upp þá horfði hann á mig og sagði: „Þú átt ekkert að vera hérna.“ Hann sagði mér að þegar hann hefði verið í námi hefði langflestir af þeim sem fengu heilabólgu eftir mislinga látist. Þeir sem ekki létust voru grænmeti það eftir var ævinnar,“ segir Sveinbjörn og bætir við: „Ég var heppinn.“ Fann ástina 17 ára gamall Eftir tveggja og hálfsmánaða dvöl á sjúkrahúsinu var Sveinbjörn loks útskrifaður. Kominn á fulla ferð aftur, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég man að sjúkrahúslæknirinn sagði við mig að fram á haust þá þyrfti ég að hafa sömu reglu, sömu rútínu og ég hafði haft á spítalanum. Vera kominn í hvíld klukkan átta á kvöldin. Svo bætti hann við að ég skyldi hafa hægt um mig næstu tíu árin. Sem var kannski ekki mjög auðvelt fyrir fimmtán ára ungling að heyra. En ég lofaði honum því. Ég hefði nú svo sem lofað hverju sem er, bara til að geta komist heim aftur. Ég fylgdi þessum ráðleggingum um sumarið, en svo tók skólinn við um haustið, og þá sleppti maður nú aðeins fram af sér beislinu.“ Þrátt fyrir veikindin fyrr á árinu, og afleiðingarnar af hlutust þá hélt Sveinbjörn ótrauður áfram. „Skólakerfið á þessum tíma var auðvitað allt annað en í dag. Þú þurftir að taka próf til að komast upp í þriðja bekk í svokölluðum unglingaskóla og því næst var landsprófið eða þriðji bekkur verknám. Ég fékk að fara upp í þriðja bekkinn á einkunnum miðsvetrarprófsins, og valdi að fara í verknám.“ segir Sveinbjörn. Sveinbjörn státar af glæsilegum námsferli og hefur komið víða við á lífsleiðinni; verið lögreglumaður, prestur og lokið námi sem bókari.Vísir/Vilhelm Aðspurður kveðst hann alltaf hafa verið ágætis námsmaður. „Ég hafði mikinn metnað í náminu, og vildi skila því vel af mér. Mig langaði alltaf að fara í Verslunarskólann. Það var draumurinn. Haustið 1961 hitti ég unga stúlku, Friðrikku Eðvaldsdóttur, sem komið hafði til náms við Húsmæðraskólann á Ísafirði. Við vorum bæði sautján ára. Og við erum ennþá saman í dag, rúmum 62 árum seinna,“ segir hann og brosir. Sveinbjörn og Friðrikka fluttu til Akureyrar haustið 1964 og síðan til Reykjavíkur árið 1965. Sveinbjörn starfaði í um átján ár sem lögreglumaður og rannsóknarlögreglumaður. Lauk námi frá Lögregluskóla ríkisins 1969 og síðar verslunarprófi frá Öldungadeild haustið 1983. Og hann lét ekki staðar numið og lauk seinna meir háskólanámi í guðfræði. Árið 1999 varð hann séra Sveinbjörn Bjarnason, og gegndi starfi sóknarprests á Þórshöfn á Langanesi um árabil. Og námsferlinum var enn ekki lokið. Sveinbjörn lauk líka gráðu frá HR árið 2011 og getur titlað sig sem viðurkenndan bókara. Og þrátt fyrir að komin að áttræðu þá útilokar hann ekki að fleiri titlar eigi eftir að bætast við. „Það er aldrei að vita.“ En það var ástæða fyrir því að Sveinbjörn ákvað að læra guðfræði á sínum tíma. Veikindin sem hann gekk í gegnum sem unglingur, þar sem hann var nánast við dauðans dyr, voru ekki eina áfallið sem hann átti eftir að upplifa á lífsleiðinni. „Ég fór í guðfræðina af því að ég þurfti að fá ákveðin svör,“ segir hann. Sonarmissirinn breytti öllu „Það eru ákveðin áföll í lífinu, sem þú klárar aldrei að vinna úr. Það er einfaldlega ekki hægt. Þú lærir að lifa með þeim,“ heldur Sveinbjörn áfram. „Og svo er það þannig að stundum gerast ákveðnir hlutir sem verða til þess að þú horfir ekki sömu augum á lífið og áður. Sveinbjörn og Friðrikka eignuðust fjóra syni. Þrír þeirra eru á lífi í dag. Sveinbjörn og Friðrikka störfuðu á árum áður mikið með Breiðholtskirkju, þar sem Sveinbjörn var í sóknarnefnd og voru bæði félagar í kór kirkjunnar. Dag einn, sumarið 1980 fóru Friðrikka og næst yngsti sonur þeirra hjóna, í ferðlag á Kirkjubæjarklaustur ásamt meðlimum í sóknarnefnd kirkjunnar, mökum þeirra og börnum. „Þetta var sunnudagur, og ég var í vinnunni þennan dag. Ég fékk símtal frá vini mínum, sem hafði líka farið í ferðina. Og hann sagði mér þetta bara hreint út; að drengurinn minn hefði hrapað í fjallinu, við Systrafoss, og væri látinn.“ Sveinbjörn, Friðrikka og fjölskyldan fengu ómetanlegan stuðning frá sínum nánustu. En á þessum tíma var engin áfallahjálp í boði. Það var ekki hlúð á neinn sérstakan hátt að þeim sem höfðu gengið í gegnum þann hrylling að missa barnið sitt. „Tíminn sem tók við eftir þetta er bara þoka í höfðinu á mér. Dagarnir liðu hjá í einhverri leiðslu. Ég man til dæmis lítið eftir jarðarförinni." „Í heilanum er lítil stöð sem virkar þannig að þegar þú lendir í áfalli þá tekur hún þig úr „fúnksjón.“ Þú ferð eiginlega úr sambandi. Þú ferð bara í dofa; þú getur farið um og leyst verkefni og gert hitt og þetta, en þú veist í raun ekkert hvað þú ert að gera. Það er þannig sem að líkaminn hefur vit fyrir okkur. Þetta er leið til að lifa af. Það er oft sagt að tíminn lækni öll sár. Það er ekki rétt. Tíminn læknar ekki sárið, en hjálpar þér hins vegar að vinna með breyttri heimsmynd.“ Við leiði Sveinbjarnar litla í Fossvogskirkjugarði er hvítur steinn sem á stendur: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ „Við heimsækjum leiðið hans tvisvar til þrisvar í mánuði og höldum því vel við. Og ég tala við strákinn minn á hverjum einasta degi. Ég fer aldrei að sofa án þess að líta á myndina af honum og segja nokkur orð við hann. Þó að Sveinbjörn sé ekki lengur á meðal okkar, þá er hann ekki farinn. Ég tala aldrei um Sveinbjörn í þátíð. Ég á alltaf fjóra syni.“ Fyrir Sveinbirni er trúin haldreipi. „Það er enginn trúlaus. Það er ekki hægt að trúa á ekki neitt. Ef við tökum sem dæmi manneskju, sem stendur uppi á háu þaki, skrikar fótur og er um það bil að falla fram af. Hvað hrópar sú manneskja? „Mamma”eða“Guð.“ Og fyrir hvað standa þessi hugtök mamma og Guð? Öryggi og umhyggju. Þar af leiðandi er það trú á þessa þætti.“ Aðspurður um hvort að guðfræðin hafi veitt honum svör við þeim ótal „af hverju“ spurningum sem brunnu á honum segir Sveinbjörn svarið vera bæði já og nei. „Maður fékk svör við sumum spurningum en eftir því maður kafaði dýpra þá komu upp enn fleiri spurningar. En líklega er það bað bara þannig að sumum spurningum verður ekki svarað. Ekki í þessu lífi allavega.“ Á þeim tíma þegar Sveinbjörn starfaði sem prestur hitti hann margsinnis einstaklinga sem höfðu orðið fyrir alvarlegum áföllum í lífinu, þar á meðal barnsmissi. „En þó svo að ég hafi gengið í gegnum það sama, þá get ég aldrei sett mig í þeirra spor. Ég get kannski komist nálægt því, en aldrei fullkomlega. Hvert einasta tilfelli er sérstakt. Við erum öll svo ólík.“ Bólusetning bjargar mannslífum Sveinbjörn veit manna best að mislingar eru ekkert lamb að leika sér við. „Í dag er ég býsna brattur en afleiðingar veikindanna finn ég enn í taugakerfinu. Ég finn sérstaklega fyrir því á kvöldin, þegar ég orðinn mjög þreyttur, þetta eru svona taugakippir sem ég fæ í hendurnar.“ Af mjög svo skiljanlegum ástæðum þá snertir umræðan um bólusetningar og mikilvægi þeirra Sveinbjörn djúpt. Það er ekki að ástæðulausu að Sveinbjörn telur mikilvægt að brýna fyrir bólusetningum.Vísir/Vilhelm „Þegar það er byrjað að bólusetja fyrir mislingum þarna á áttunda áratugnum þá búum við til ákveðna umgjörð. Nokkurs konar girðingu utan um samfélagið, til að verja okkur fyrir úlfinum fyrir utan. Þegar við erum búin að búa til þessa girðingu þá kemst enginn inn, og það líða nokkuð mörg ár án þess að nokkuð tilfelli komi upp. Ég held að það sé mikilvægt að við horfum á heildarmyndina í þessu öllu saman. Bólusetningin er ekki bara mikilvæg fyrir mann einan, heldur fyrir alla heildina, af því að þú ert partur af heild. Og ef ég er veikur þá er heildin ekki fullkominn. Þess vegna þarf ég að passa upp á það að ég sé eins heill og mögulegt er, til að skemma ekki út frá mér. Þetta snýst um að taka ábyrgð á sjálfum sér. Þetta er eins og ef það eru mörg epli í kassa, og eitt epli er skemmt. Heilu eplin geta ekki læknað skemmda eplið.“ Honum er annt um að allir þiggi boð heilbrigðisyfirvalda um bólusetningu. „Ég er ekki í nokkrum vafa - bólusetning bjargar mannslífum. Ég gerði mér ekki grein fyrir fyrr en síðar hve gríðarleg áhrif þessi veikindi mín höfðu á foreldra mína og fjölskyldu alla. Engar fjölskyldur ættu að þurfa að lifa slík veikindi barna sinna. Við vitum öll hvaða lóð við getum lagt á vogarskálar til að vinna gegn því.“
Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira