Þetta kemur fram í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins.
„Fagfélögin hafa í samfloti fleiri félög vinnandi stétta freistað þess að ná kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins fyrir almennan vinnumarkað. Þær viðræður hafa dregist á langinn og enn sér ekki til lands,“ segir þar.
Í tilkynningunni segir að á annað hundrað manns, meðlimir samninganefndanna, mættu á umræddan fundi í húsi fagfélaganna í dag. Að því sem fram kemur þar segir að Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Fagfélaganna, hafi kynnt samninganefndum stöðu mála í dag. Í máli hans hafi meðal annars komið fram að lítið hafi áunnist við samningaborðið í Karphúsinu og að fátt bendi til að skrifað verði undir kjarasamninga á næstu dögum.
„Við þá stöðu geta samninganefndir Fagfélaganna ekki unað og munu þær fyrir vikið láta sverfa til stáls,“ segir í tilkynningunni.
„Hópurinn mun skila tillögum sínum næstkomandi föstudag. Ljóst er að mikill vilji er á meðal félagsfólks þessara félaga til að leggja niður störf til að knýja á um kjarabætur en háir vextir og mikil verðbólga hefur gengið nærri heimilum landsins undanfarin misseri.“