„Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2024 11:59 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Fagfélaganna. Vísir/Vilhelm Samninganefndir breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins funda nú hjá Ríkissáttasemjara, en VR sagði sig úr fylkingunni í gær. Á sama tíma undirbúa Fagfélögin verkfallsaðgerðir. Formaðurinn fylgist vel með en gefur ekki upp hvort VR sláist í för með þeim. Fulltrúar breiðfylkingarinnar, að frátöldum VR sem sleit sig frá fylkingunni í gær, hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Ríkissáttasemjari hefur sett samningsaðila í fjölmiðlabann, og því hefur ekki verið hægt að fá upplýsingar um gang viðræðna. Í gær var þó greint frá því að samstaða hefði náðst um forsenduákvæði kjarasamninga um þróun verðbólgu. Á sama tíma hafa Fagfélögin hafið undirbúning verkfallsaðgerða, eftir fund samninganefnda félaganna í gær. „Þar var ákveðið, sökum þess að gangurinn er ekki nægilega mikill að mati hópsins, að undirbúa næstu skref í þessu. Það var settur á laggirnar aðgerðahópur til þess að skipuleggja aðgerðir, til þess að búa til meiri pressu á viðsemjendur okkar,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Fagfélaganna, sem telji um 12.000 félagsmenn. Viðræður við SA hafi ekki skilað tilætluðum árangri. „Við erum að reyna að ná heildarsamningum og það er í raun og veru allt undir í því, en ég get ekki farið efnislega út í hvar það stendur akkúrat núna.“ Úttalar sig ekki um mögulegt samstarf við VR Líkt og áður sagði er VR ekki lengur hluti af breiðfylkingunni. Kemur til greina að þau gangi til liðs við ykkur, hefur það verið rætt? „Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur og sjáum hvað félagar okkar eru að gera. Við tölum alltaf saman, formenn félaganna, og þurfum bara að meta hver staðan er á hverjum tíma, en það er ekkert fast í hendi með það, eins og staðan er akkúrat núna.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. 23. febrúar 2024 20:22 Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. 23. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Fulltrúar breiðfylkingarinnar, að frátöldum VR sem sleit sig frá fylkingunni í gær, hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Ríkissáttasemjari hefur sett samningsaðila í fjölmiðlabann, og því hefur ekki verið hægt að fá upplýsingar um gang viðræðna. Í gær var þó greint frá því að samstaða hefði náðst um forsenduákvæði kjarasamninga um þróun verðbólgu. Á sama tíma hafa Fagfélögin hafið undirbúning verkfallsaðgerða, eftir fund samninganefnda félaganna í gær. „Þar var ákveðið, sökum þess að gangurinn er ekki nægilega mikill að mati hópsins, að undirbúa næstu skref í þessu. Það var settur á laggirnar aðgerðahópur til þess að skipuleggja aðgerðir, til þess að búa til meiri pressu á viðsemjendur okkar,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Fagfélaganna, sem telji um 12.000 félagsmenn. Viðræður við SA hafi ekki skilað tilætluðum árangri. „Við erum að reyna að ná heildarsamningum og það er í raun og veru allt undir í því, en ég get ekki farið efnislega út í hvar það stendur akkúrat núna.“ Úttalar sig ekki um mögulegt samstarf við VR Líkt og áður sagði er VR ekki lengur hluti af breiðfylkingunni. Kemur til greina að þau gangi til liðs við ykkur, hefur það verið rætt? „Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur og sjáum hvað félagar okkar eru að gera. Við tölum alltaf saman, formenn félaganna, og þurfum bara að meta hver staðan er á hverjum tíma, en það er ekkert fast í hendi með það, eins og staðan er akkúrat núna.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. 23. febrúar 2024 20:22 Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. 23. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. 23. febrúar 2024 20:22
Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. 23. febrúar 2024 12:01