Sum þeirra atvika áttu sér stað í Hvíta húsinu, en einnig í persónulegum húskynnum Bidens, og í Camp David, frægum forsetabústað
CNN greinir frá þessu. Í umfjöllun miðilsins segir að þýski fjárhundurinn Commander valdi miklum áskorunum á vinnustaðnum. Hluti starfsfólks hefur þurft að breyta háttalagi sínu á vinnutíma til að forðast hundinn.

„Þessi hundsbit hafa verið okkur mikil áskorun. Við höfum þurft að breyta starfsháttum okkar þegar Commander er viðstaddur – Gefum okkur nóg pláss,“ sagði í tölvupósti sem starfsfólk Hvíta hússins fékk sendan í júní síðastliðnum. Þar var það hvatt til að nota sköpunargáfuna til að tryggja eigið öryggi.
Það var þó ekki í fyrsta skipti sem hundurinn varð til umræðu. Meðlimur leyniþjónustunnar hafði ári áður sagst vera áhyggjufullur um að slæm hegðun gæludýrsins myndi aukast og að eitthvað en verra gæti gerst.“
CNN hefur eftir heimildarmanni nánum Biden-fjölskyldunni, að hún sé miður sín vegna málsins.
„Þau eru miður sín. Þau hafa beðið þá sem hafa verið bitnir afsökunar, og gefið sumum þeirra blóm. Þau skammast sín fyrir þetta.“
Fram kemur að Commander búi ekki lengur í Hvíta húsinu og að hann sé nú í umsjón annarra meðlima Biden-fjölskyldunnar.
„Forsetahjónum er mjög annt um öryggi þeirra sem starfa í Hvíta húsinu og huga að öryggi þeirra á hverjum degi,“ segir í yfirlýsingu sem upplýsingafulltrúi Jill Biden forsetafrúar sendi frá sér. „Hvíta húsið var hreinlega of áskorandi umhverfi fyrir Commander. Síðan í haust hefur hann dvalið hjá öðrum fjölskyldumeðlimum.“