„Rétti tíminn er núna“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. febrúar 2024 11:01 Hermann birtir reglulega myndefni úr ferðalaginu á samfélagsmiðlum. Samsett Hermann Helguson og Sigríður Guðbrandsdóttir létu langþráðan draum rætast fyrir fimm mánuðum og héldu af stað í átta mánaða reisu um Asíu. Hermann heldur úti rás á Youtube þar sem hann birtir reglulega myndskeið úr ferðalaginu og deilir upplifunum parsins. „Okkur finnst þetta skemmtileg leið til að búa til minningar, og á sama tíma skapa afþreyingu fyrir aðra,“ segir Hermann í samtali við Vísi. Hermann starfar sem leiðsögumaður á Íslandi, Grænlandi og Suðurskautslandinu og er því ekki óvanur ferðalögum. „Við erum búin að vera saman í fimm ár og höfum ferðast talsvert á þeim tíma, þá aðallega um Evrópu. Það var lengi búið að blunda í okkur þessi draumur, að fara í langt ferðalag saman. Covid faraldurinn setti strik í reikninginn á sínum tíma en það gaf okkur líka tækfæri til að safna pening og á endanum vorum við búin að safna nóg til að geta ferðast í átta mánuði.“ Hermann bendir á að vissulega hafi þau þurft að færa fórnir til að geta látið ferðalagadrauminn verða að veruleika. „Við eigum til dæmis hvorugt bíl, og það sparast töluverður peningur. Við höfum síðan passað okkur á vera ekki að kaupa okkur hluti sem teljast ekki nauðsynlegir, eins og ný föt og hluti á heimilið og þess háttar. Við leigjum líka út íbúðina okkar á meðan við erum úti.“ Parið gaf sér rúmlega hálft ár í að leggja drög að ferðalaginu, skipuleggja og gera ýmsar ráðstafanir. „Það er auðvitað margt sem þarf að huga að, fjármál, hvað á að taka með, hvaða staði á að heimsækja og margt fleira,“ segir Hermann en aðspurður segir hann að stefnan hafi alltaf verið sett á Asíu. „Við fórum á netið og skoðuðum hvert væri ódýrast að fljúga, eitthvert sem væri tiltölulega langt í burtu. Á þeim tíma var það Indland, nánar tiltekið Mumbai, þannig að við ákváðum að byrja þar.“ Parið var í rúmlega hálft ár að skipuleggja ferðalagið.Aðsend Laos stendur upp úr Hingað til hefur parið heimsótt Indland, Nepal, Tæland, Laos, Víetnam, Malasíu, Brúnei og loks Indónesíu, þar sem þau eru stödd þessa dagana. Næstu vikur mun leiðin liggja til Timor-Leste, Bali eyju, Lombok eyju og Sri Lanka. „Svo er planið að við færum okkur í átt að Íslandi, hægt og rólega,“ segir Hermann. „Við vorum í fjörtíu daga í Indlandi og það er eiginlega ekki hægt að útskýra almennilega hvernig upplifun það er að koma þangað. Þetta er rosalegt menningarsjokk; lætin, fólksfjöldinn og allt brjálæðið.“ Aðspurður um hvort einhver staður hafi staðið upp úr nefnir Hermann Laos. „Það spilar inn í landið er ekki mjög túristavætt, ekki ennþá allavega. Þannig að það var ekki allt krökkt af ferðamönnum alls staðar. Íbúarnir eru ofboðslega vingjarnlegir, rosalega opnir og alltaf til í að spjalla og jafnvel bjóða manni heim til sín í kvöldmat. Hitastigið var líka þægilegt, í kringum þrjátíu gráður, þannig að það var ekki alltof heitt. Og verðlagið skemmir heldur ekki fyrir, og svo er landslagið mjög fallegt.“ Hermann segir að það hafi einnig verið svakaleg upplifun að koma í fátækrahverfin í Indlandi og í Malasíu. „Þar sem fólk býr í bárujárnskofum sem eru sirka átta til tíu fermetrar að stærð. Rusl út um allt og á sumrin fer hitinn upp í næstum því fimmtíu gráður. Og enginn leið til að kæla sig. Fólkið sem býr þarna reynir að hafa í sig og á með því finna rusl í borginni og selja í endurvinnslu, eða höggva tré sem þau finna og selja viðinn. Og börnin sem búa þarna fá aldrei tækifæri til að fara í skóla. Það var rosalega átakanlegt að horfa upp á þetta. Það var líka svolítið sérstakt að labba þarna um, verandi eini hvíti maðurinn. En það tóku samt allir afskaplega vel á móti mér,“ segir hann og bætir við að þrátt fyrir að þau hafi víða horft upp á mikla fátækt á þeim stöðum sem þau hafa heimsótt þá sé viðmót fólksins nær alltaf eins. „Þó að það sé mikil fátækt og fólk eigi kannski ekki neitt þá eru allir rosalega glaðir og opnir. Fólki virðist líða vel, almennt séð. Það sannar kannski tilgátuna um að veraldlegir hlutir veita þér ekki sanna ánægju. Það eru aðrir hlutir sem skipta meira máli.“ Hermann nefnir einnig að ýmislegt á ferðalaginu hafi opnað augu hans fyrir því hversu mikil munur er á lífsgæðum hér heima og annars staðar. „Þegar við vorum í Indlandi kom það oft fyrir að rafmagnið datt út í tvo eða fleiri á dag. Í Malasíu lentum við í því að síma og internetsamband datt út í tvo sólarhringja. Þetta var sjokk fyrir okkur, en þetta er samt bara daglegt braut á mörgum stöðum í Asíu, og fólk er ekkert að kippa sér upp við þetta. En þetta fær mann líka til að sjá hvað erum heppin með margt heima á Íslandi, það er svo margt sem við tökum sem algjörlega sjálfsögðum hlut. Og ég held að það sé bara rosalega hollt fyrir alla að fara út fyrir Ísland og víkka sjóndeildarhringinn. Og helst fara út fyrir Evrópu, fara í aðra menningu. Evrópa er svo lík Íslandi, það er frekar lítill munur.“ Hermann segir viðmót fólksins sem þau hafa mætt á ferðalaginu vera áberandi jákvætt og hlýlegt.Aðsend Hermann bendir einnig á að einn af kostunum við að ferðast í Asíu sé verðlagið á til dæmis mat og nauðsynjavörum. Hægt er að komast af fyrir tiltölulega lítinn pening. „Þannig höfum við getað leyft okkur ákveðna dýrari hluti inn á milli, eins og til dæmis í Laos þar sem við fórum í fílagarð og fengum að fóðra og fara í gönguferð með fílunum. Í Halon Bay gistum við líka á rosalega flottu „floating“ hóteli.“ Aðspurður segist hann hingað til aldrei hafa lent í hættulegum aðstæðum í ferðinni, eða upplifað sig óöruggan. „Ég vil nú alltaf halda því fram að 99 prósent af fólki er gott fólk, og ég reyni að fara eftir því. Ef maður nálgast fólk með opnum hug og talar við það þá kemst maður að því að við erum ekkert svo ólík eftir allt saman. Og ég held að þetta snúist aðallega um að beita almennri skynsemi, eins og að vera ekki að fara út á næturna eða þvælast inn í hættuleg hverfi. Svo þarf að passa sig á vasaþjófnuðum auðvitað, og allskonar túrista „scams“ sem eru víða, sérstaklega í Indlandi.“ Eftirminnileg upplifun í Nepal Á ferðalaginu hafa Hermann og Sigríður ýmist gist á hótelum, gistiheimilum eða í heimahúsum, í gegnum Airbnb. „Og við erum með ákveðið „budget“ og reyndum að fara ekki yfir fjögur þúsund kall á nótt.“ Einn eftirminnilegasti gististaðurinn að sögn Hermanns var í Nepal. „Þá ákváðum við að prófa að gista heima hjá hjónum sem voru bændur. Og keyrðum eitthvert lengst upp í fjöll- á fólksbíl. Þegar við vorum komin út úr bílnum þurftum síðan að labba góðan spotta upp að bóndabænum. Allt í kringum okkur var allt að átta þúsund metra há fjöll og virkilega fallegt. Hjónin voru með akra og ræktuðu allt sjálf og voru líka með vatnabuffla, asíska nautgripi. Og þau elduðu allt ofan í okkur meðan við vorum hjá þeim. Eitt kvöldið var kjúklingur í matinn, og hænunni var bara slátrað beint fyrir framan okkur!“ Rétti tíminn er núna Parið gerir ráð fyrir að vera á Íslandi í sumar og vinna, eftir að Asíureisunni lýkur. Þau útiloka ekki að þau muni halda áfram að ferðast eftir það. Það eru eflaust margir sem eiga þann draum að flýja hversdagsleikann á Íslandi og skoða sig um í heiminum. Hermann og Sigríður útiloka ekki frekari ferðalög í framtíðinni.Aðsend „Ég held að það sé aldrei rangur eða réttur tími til að kýla á þetta. Það er örugglega alltaf hægt að finna einhverja ástæðu til að láta ekki verða af þessu. Maður þarf þá bara að spyrja að sjálfan sig: „Ætla ég að gera þetta eða ekki?“ Og bara drífa í þessu. Annars verður aldrei neitt úr þessu. Ég hef oft heyrt eldra fólk segja að það hafi alltaf dreymt um að ferðast meira, eða heimsækja hin og þessi lönd, og aldrei látið verða af því. Ef fólk hefur tök á því fjárhagslega þá myndi ég segja að rétti tíminn væri núna.“ Hægt er að fylgjast með ævintýrum Hermanns og Sigríðar á Youtube og á Instagram. Ferðalög Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Hermann heldur úti rás á Youtube þar sem hann birtir reglulega myndskeið úr ferðalaginu og deilir upplifunum parsins. „Okkur finnst þetta skemmtileg leið til að búa til minningar, og á sama tíma skapa afþreyingu fyrir aðra,“ segir Hermann í samtali við Vísi. Hermann starfar sem leiðsögumaður á Íslandi, Grænlandi og Suðurskautslandinu og er því ekki óvanur ferðalögum. „Við erum búin að vera saman í fimm ár og höfum ferðast talsvert á þeim tíma, þá aðallega um Evrópu. Það var lengi búið að blunda í okkur þessi draumur, að fara í langt ferðalag saman. Covid faraldurinn setti strik í reikninginn á sínum tíma en það gaf okkur líka tækfæri til að safna pening og á endanum vorum við búin að safna nóg til að geta ferðast í átta mánuði.“ Hermann bendir á að vissulega hafi þau þurft að færa fórnir til að geta látið ferðalagadrauminn verða að veruleika. „Við eigum til dæmis hvorugt bíl, og það sparast töluverður peningur. Við höfum síðan passað okkur á vera ekki að kaupa okkur hluti sem teljast ekki nauðsynlegir, eins og ný föt og hluti á heimilið og þess háttar. Við leigjum líka út íbúðina okkar á meðan við erum úti.“ Parið gaf sér rúmlega hálft ár í að leggja drög að ferðalaginu, skipuleggja og gera ýmsar ráðstafanir. „Það er auðvitað margt sem þarf að huga að, fjármál, hvað á að taka með, hvaða staði á að heimsækja og margt fleira,“ segir Hermann en aðspurður segir hann að stefnan hafi alltaf verið sett á Asíu. „Við fórum á netið og skoðuðum hvert væri ódýrast að fljúga, eitthvert sem væri tiltölulega langt í burtu. Á þeim tíma var það Indland, nánar tiltekið Mumbai, þannig að við ákváðum að byrja þar.“ Parið var í rúmlega hálft ár að skipuleggja ferðalagið.Aðsend Laos stendur upp úr Hingað til hefur parið heimsótt Indland, Nepal, Tæland, Laos, Víetnam, Malasíu, Brúnei og loks Indónesíu, þar sem þau eru stödd þessa dagana. Næstu vikur mun leiðin liggja til Timor-Leste, Bali eyju, Lombok eyju og Sri Lanka. „Svo er planið að við færum okkur í átt að Íslandi, hægt og rólega,“ segir Hermann. „Við vorum í fjörtíu daga í Indlandi og það er eiginlega ekki hægt að útskýra almennilega hvernig upplifun það er að koma þangað. Þetta er rosalegt menningarsjokk; lætin, fólksfjöldinn og allt brjálæðið.“ Aðspurður um hvort einhver staður hafi staðið upp úr nefnir Hermann Laos. „Það spilar inn í landið er ekki mjög túristavætt, ekki ennþá allavega. Þannig að það var ekki allt krökkt af ferðamönnum alls staðar. Íbúarnir eru ofboðslega vingjarnlegir, rosalega opnir og alltaf til í að spjalla og jafnvel bjóða manni heim til sín í kvöldmat. Hitastigið var líka þægilegt, í kringum þrjátíu gráður, þannig að það var ekki alltof heitt. Og verðlagið skemmir heldur ekki fyrir, og svo er landslagið mjög fallegt.“ Hermann segir að það hafi einnig verið svakaleg upplifun að koma í fátækrahverfin í Indlandi og í Malasíu. „Þar sem fólk býr í bárujárnskofum sem eru sirka átta til tíu fermetrar að stærð. Rusl út um allt og á sumrin fer hitinn upp í næstum því fimmtíu gráður. Og enginn leið til að kæla sig. Fólkið sem býr þarna reynir að hafa í sig og á með því finna rusl í borginni og selja í endurvinnslu, eða höggva tré sem þau finna og selja viðinn. Og börnin sem búa þarna fá aldrei tækifæri til að fara í skóla. Það var rosalega átakanlegt að horfa upp á þetta. Það var líka svolítið sérstakt að labba þarna um, verandi eini hvíti maðurinn. En það tóku samt allir afskaplega vel á móti mér,“ segir hann og bætir við að þrátt fyrir að þau hafi víða horft upp á mikla fátækt á þeim stöðum sem þau hafa heimsótt þá sé viðmót fólksins nær alltaf eins. „Þó að það sé mikil fátækt og fólk eigi kannski ekki neitt þá eru allir rosalega glaðir og opnir. Fólki virðist líða vel, almennt séð. Það sannar kannski tilgátuna um að veraldlegir hlutir veita þér ekki sanna ánægju. Það eru aðrir hlutir sem skipta meira máli.“ Hermann nefnir einnig að ýmislegt á ferðalaginu hafi opnað augu hans fyrir því hversu mikil munur er á lífsgæðum hér heima og annars staðar. „Þegar við vorum í Indlandi kom það oft fyrir að rafmagnið datt út í tvo eða fleiri á dag. Í Malasíu lentum við í því að síma og internetsamband datt út í tvo sólarhringja. Þetta var sjokk fyrir okkur, en þetta er samt bara daglegt braut á mörgum stöðum í Asíu, og fólk er ekkert að kippa sér upp við þetta. En þetta fær mann líka til að sjá hvað erum heppin með margt heima á Íslandi, það er svo margt sem við tökum sem algjörlega sjálfsögðum hlut. Og ég held að það sé bara rosalega hollt fyrir alla að fara út fyrir Ísland og víkka sjóndeildarhringinn. Og helst fara út fyrir Evrópu, fara í aðra menningu. Evrópa er svo lík Íslandi, það er frekar lítill munur.“ Hermann segir viðmót fólksins sem þau hafa mætt á ferðalaginu vera áberandi jákvætt og hlýlegt.Aðsend Hermann bendir einnig á að einn af kostunum við að ferðast í Asíu sé verðlagið á til dæmis mat og nauðsynjavörum. Hægt er að komast af fyrir tiltölulega lítinn pening. „Þannig höfum við getað leyft okkur ákveðna dýrari hluti inn á milli, eins og til dæmis í Laos þar sem við fórum í fílagarð og fengum að fóðra og fara í gönguferð með fílunum. Í Halon Bay gistum við líka á rosalega flottu „floating“ hóteli.“ Aðspurður segist hann hingað til aldrei hafa lent í hættulegum aðstæðum í ferðinni, eða upplifað sig óöruggan. „Ég vil nú alltaf halda því fram að 99 prósent af fólki er gott fólk, og ég reyni að fara eftir því. Ef maður nálgast fólk með opnum hug og talar við það þá kemst maður að því að við erum ekkert svo ólík eftir allt saman. Og ég held að þetta snúist aðallega um að beita almennri skynsemi, eins og að vera ekki að fara út á næturna eða þvælast inn í hættuleg hverfi. Svo þarf að passa sig á vasaþjófnuðum auðvitað, og allskonar túrista „scams“ sem eru víða, sérstaklega í Indlandi.“ Eftirminnileg upplifun í Nepal Á ferðalaginu hafa Hermann og Sigríður ýmist gist á hótelum, gistiheimilum eða í heimahúsum, í gegnum Airbnb. „Og við erum með ákveðið „budget“ og reyndum að fara ekki yfir fjögur þúsund kall á nótt.“ Einn eftirminnilegasti gististaðurinn að sögn Hermanns var í Nepal. „Þá ákváðum við að prófa að gista heima hjá hjónum sem voru bændur. Og keyrðum eitthvert lengst upp í fjöll- á fólksbíl. Þegar við vorum komin út úr bílnum þurftum síðan að labba góðan spotta upp að bóndabænum. Allt í kringum okkur var allt að átta þúsund metra há fjöll og virkilega fallegt. Hjónin voru með akra og ræktuðu allt sjálf og voru líka með vatnabuffla, asíska nautgripi. Og þau elduðu allt ofan í okkur meðan við vorum hjá þeim. Eitt kvöldið var kjúklingur í matinn, og hænunni var bara slátrað beint fyrir framan okkur!“ Rétti tíminn er núna Parið gerir ráð fyrir að vera á Íslandi í sumar og vinna, eftir að Asíureisunni lýkur. Þau útiloka ekki að þau muni halda áfram að ferðast eftir það. Það eru eflaust margir sem eiga þann draum að flýja hversdagsleikann á Íslandi og skoða sig um í heiminum. Hermann og Sigríður útiloka ekki frekari ferðalög í framtíðinni.Aðsend „Ég held að það sé aldrei rangur eða réttur tími til að kýla á þetta. Það er örugglega alltaf hægt að finna einhverja ástæðu til að láta ekki verða af þessu. Maður þarf þá bara að spyrja að sjálfan sig: „Ætla ég að gera þetta eða ekki?“ Og bara drífa í þessu. Annars verður aldrei neitt úr þessu. Ég hef oft heyrt eldra fólk segja að það hafi alltaf dreymt um að ferðast meira, eða heimsækja hin og þessi lönd, og aldrei látið verða af því. Ef fólk hefur tök á því fjárhagslega þá myndi ég segja að rétti tíminn væri núna.“ Hægt er að fylgjast með ævintýrum Hermanns og Sigríðar á Youtube og á Instagram.
Ferðalög Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira