Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir, sáttasemjari hjá embætti Ríkissáttasemjara. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu viðræðnanna.
Fulltrúar breiðfylkingarinnar og SA hafa verið settir í fjölmiðlabann af Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara, og hafa ekki veitt fjölmiðlum viðtöl vegna þessa.
Í gær sagði VR sig frá breiðfylkingunni, en í dag sagði formaður Rafiðnaðarsambandsins, eins Fagfélaganna, að ekki væri loku fyrir það skotið að félögin færu í samstarf við VR í mögulegum verkfallsaðgerðum vegna viðræðna sinna við SA.