Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. febrúar 2024 23:21 Loftskeytaárásir Húta á skipaumferð um Rauðahafið hafa valdið miklu tjóni. Sjóher Bandaríkjanna Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. Meðal skotmarkanna voru neðanjarðar vopnabirgi, loftskeytageymslur, loftvarnarkerfi, radarar og þyrla. Var ætlun árásarinnar að draga úr getu Húta til að halda árásum sínum á skipaumferð í Rauðahafinu og Adenflóa áfram. U.S. Forces, Allies Conduct Joint Strikes in YemenOn Feb. 24, at approximately 11:50 p.m. (Sanaa Yemen time), U.S. Central Command forces alongside UK Armed Forces, and with support from Australia, Bahrain, Canada, Denmark, the Netherlands, and New Zealand, conducted strikes pic.twitter.com/hAQ8Ftkihp— U.S. Central Command (@CENTCOM) February 24, 2024 „Markmið þessa fjölþjóðlega átaks er að vernda okkur sjálf, félaga okkar og bandamenn á svæðinu og gera frjálsa skipaumferð mögulega með því að eyðileggja getu Hútanna til að ógna Bandaríkjaher og heri bandamanna í Rauðahafinu og nærliggjandi sjóleiðum,“ skrifar miðlæg stjórnstöð Bandaríkjahers, CENTCOM, í færslu sem hún birti á samfélagsmiðilinn X í dag. Munu ekki hika við að grípa til aðgerða Í færslunni kemur fram að árásirnar hafi átt sér stað um hádegisleytið að staðartíma og að Ástralía, Bahrein, Kanada, Danmörk, Holland og Nýja-Sjáland hafi einnig komið að aðgerðunum. „Ólöglegar árásir Húta hafa truflað flutning mannúðaraðstoðar til Jemen, skaðað hagkerfi Miðausturlanda og valdið umhverfisspjöllum,“ stendur í færslunni. „Bandaríkin munu ekki hika við að grípa til aðgerða, eins og þörf krefur, til að verja líf og frjálst flæði viðskipta um eina mikilvægustu hafleið heims,“ var haft eftir Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneytisinu. Jemen Skipaflutningar Bandaríkin Bretland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Meðal skotmarkanna voru neðanjarðar vopnabirgi, loftskeytageymslur, loftvarnarkerfi, radarar og þyrla. Var ætlun árásarinnar að draga úr getu Húta til að halda árásum sínum á skipaumferð í Rauðahafinu og Adenflóa áfram. U.S. Forces, Allies Conduct Joint Strikes in YemenOn Feb. 24, at approximately 11:50 p.m. (Sanaa Yemen time), U.S. Central Command forces alongside UK Armed Forces, and with support from Australia, Bahrain, Canada, Denmark, the Netherlands, and New Zealand, conducted strikes pic.twitter.com/hAQ8Ftkihp— U.S. Central Command (@CENTCOM) February 24, 2024 „Markmið þessa fjölþjóðlega átaks er að vernda okkur sjálf, félaga okkar og bandamenn á svæðinu og gera frjálsa skipaumferð mögulega með því að eyðileggja getu Hútanna til að ógna Bandaríkjaher og heri bandamanna í Rauðahafinu og nærliggjandi sjóleiðum,“ skrifar miðlæg stjórnstöð Bandaríkjahers, CENTCOM, í færslu sem hún birti á samfélagsmiðilinn X í dag. Munu ekki hika við að grípa til aðgerða Í færslunni kemur fram að árásirnar hafi átt sér stað um hádegisleytið að staðartíma og að Ástralía, Bahrein, Kanada, Danmörk, Holland og Nýja-Sjáland hafi einnig komið að aðgerðunum. „Ólöglegar árásir Húta hafa truflað flutning mannúðaraðstoðar til Jemen, skaðað hagkerfi Miðausturlanda og valdið umhverfisspjöllum,“ stendur í færslunni. „Bandaríkin munu ekki hika við að grípa til aðgerða, eins og þörf krefur, til að verja líf og frjálst flæði viðskipta um eina mikilvægustu hafleið heims,“ var haft eftir Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneytisinu.
Jemen Skipaflutningar Bandaríkin Bretland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira