Fótbolti

Davíð Kristján genginn til liðs við Cracovia í Pól­landi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Davíð Kristján skrifaði undir til ársins 2026
Davíð Kristján skrifaði undir til ársins 2026 cracovia.pl

Davíð Kristján Ólafsson er genginn til liðs við pólska félagið Cracovia. Hann skrifaði undir samning til ársins 2026, með möguleika á framlengingu. 

Davíð kemur frá Kalmar FF í Svíþjóð en þar hefur hann leikið síðan 2022. Hann er 28 ára gamall vinstri bakvörður uppalinn hjá Breiðabliki. Davíð á 15 A-landsleiki að baki auk leikja fyrir u21 og u19 ára landslið Íslands. 

Cracovia er eins og nafnið bendir til í borginni Kraká. Félagið er rótgróið, stofnað 1906 og fimm sinnum orðið pólskur meistari en er sem stendur í níunda sæti deildarinnar.

„Nú bíða Davíðs ný ævintýri og við viljum óska honum góðs gengis ásamt kærum þökkum fyrir baráttuna sem hann lagði fram í treyju Kalmar“ sagði í tilkynningu á heimasíðu Kalmar FF. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×