Dómarinn tók upp nefið hans af vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 12:01 Nefið hans Christian Wejse var saumað aftur á. @Christian_Wejse Íshokkíleikmaðurinn Christian Wejse missti bókstaflega nefið sitt í leik á dögunum þegar hann fékk slæmt högg. Hinn 25 ára gamli Wejse spilar með Fischtown Pinguins í þýsku deildinni. Fyrir fjórum vikum þá varð hann fyrir óhappi í 5-2 sigurleik á móti Nürnberg Ice Tigers. Wejse fékk högg á nefið þegar hann fór í tæklingu. Hjálmurinn hans færðist til og skar bókstaflega nefið af honum. „Ég sá blóð á ísnum og hélt að ég væri nefbrotinn. Liðslæknirinn okkar fór með mig inn í búningsklefann og sagði mér frá því að dómarinn hafði fundið nefið mitt á ísnum. Þá áttaði ég mig á því að ég hafði misst nefið mitt í árekstrinum,“ sagði Wejse við þýska blaðið Bild. Nefið hans var saumað á hann aftur og þurfti hann 25 spor til að koma því aftur á réttan stað. Wejse er hvergi smeykur og er strax aftur byrjaður spila í íshokkí. Hann er með sérstaka vörn á nefinu til að verja hann fyrir frekari skakkaföllum. Hann hefur ekki áhyggjur. „Nei. Kærastan mín hafði hins vegar miklar áhyggjur og heimtaði það að ég passaði mig betur,“ sagði Wejse. Alfred Prey, þjálfari hans hjá Fischtown Pinguins, var í áfalli yfir meiðslunum. „Ótrúlegt. Svona gerðist kannski einu sinni á þrjátíu ára fresti,“ sagði Alfred Prey. Wejse er öflugur leikmaður. Hann er með 15 mörk og 7 stoðsendingar á þessu tímabili. Hann er einnig danskur landsliðsmaður. Íshokkí Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Wejse spilar með Fischtown Pinguins í þýsku deildinni. Fyrir fjórum vikum þá varð hann fyrir óhappi í 5-2 sigurleik á móti Nürnberg Ice Tigers. Wejse fékk högg á nefið þegar hann fór í tæklingu. Hjálmurinn hans færðist til og skar bókstaflega nefið af honum. „Ég sá blóð á ísnum og hélt að ég væri nefbrotinn. Liðslæknirinn okkar fór með mig inn í búningsklefann og sagði mér frá því að dómarinn hafði fundið nefið mitt á ísnum. Þá áttaði ég mig á því að ég hafði misst nefið mitt í árekstrinum,“ sagði Wejse við þýska blaðið Bild. Nefið hans var saumað á hann aftur og þurfti hann 25 spor til að koma því aftur á réttan stað. Wejse er hvergi smeykur og er strax aftur byrjaður spila í íshokkí. Hann er með sérstaka vörn á nefinu til að verja hann fyrir frekari skakkaföllum. Hann hefur ekki áhyggjur. „Nei. Kærastan mín hafði hins vegar miklar áhyggjur og heimtaði það að ég passaði mig betur,“ sagði Wejse. Alfred Prey, þjálfari hans hjá Fischtown Pinguins, var í áfalli yfir meiðslunum. „Ótrúlegt. Svona gerðist kannski einu sinni á þrjátíu ára fresti,“ sagði Alfred Prey. Wejse er öflugur leikmaður. Hann er með 15 mörk og 7 stoðsendingar á þessu tímabili. Hann er einnig danskur landsliðsmaður.
Íshokkí Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti