Eins árs fangelsi fyrir að flytja inn lítra af amfetamíni Árni Sæberg skrifar 26. febrúar 2024 17:01 Konan var gómuð við komuna til landsins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið dæmd til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn rúman lítra af amfetamínbasa frá Póllandi. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 16. febrúar síðastliðinn. Þar segir að konan hafi verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 28. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 1.010 millilítrum af amfetamínbasa, með styrkleika 45 til 47 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hún hafi flutt fíkniefnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Gdansk í Póllandi til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Játaði skýlaust Í dóminum segir að konan hafi mætt fyrir dóminn, játað brot sitt án undandráttar og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins, sem krafðist upptöku amfetamínbasans. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Þá hafi hún krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að gæsluvarðhaldsvist yrði dregin frá dæmdri refsingu að fullri dagatölu. Aldrei brotið af sér áður Í dóminum segir að engra gagni hafi notið í málinu um að konan hefði áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Litið yrði til þessa og aldurs konunnar við ákvörðun refsingar sem og skýlausrar játningar og samvinnu hennar. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að brot konunnar hafi verið stórfellt. Í því sambandi væri einkum horft til verulegs hættueiginleika efnisins, styrkleika þess og magns, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Með vísan til þess og fordæmisgefandi dóms þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin eins árs fangelsisvist. Þá sæti konan upptöku alls amfetamínbasans. Loks segir að konan greiði allan sakarkostnað, 1,7 milljónir króna. Um væri að ræða kostnað vegna magngreiningar og matsgerðar rannsóknarstofu Háskóla Íslands auk þóknunar skipaðs verjanda konunnar á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem þyki hæfilega ákveðin, með hliðsjón af eðli og umfangi málsins og tímaskýrslu lögmannsins, 1,5 milljónir króna. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 16. febrúar síðastliðinn. Þar segir að konan hafi verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 28. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 1.010 millilítrum af amfetamínbasa, með styrkleika 45 til 47 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hún hafi flutt fíkniefnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Gdansk í Póllandi til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Játaði skýlaust Í dóminum segir að konan hafi mætt fyrir dóminn, játað brot sitt án undandráttar og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins, sem krafðist upptöku amfetamínbasans. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Þá hafi hún krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að gæsluvarðhaldsvist yrði dregin frá dæmdri refsingu að fullri dagatölu. Aldrei brotið af sér áður Í dóminum segir að engra gagni hafi notið í málinu um að konan hefði áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Litið yrði til þessa og aldurs konunnar við ákvörðun refsingar sem og skýlausrar játningar og samvinnu hennar. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að brot konunnar hafi verið stórfellt. Í því sambandi væri einkum horft til verulegs hættueiginleika efnisins, styrkleika þess og magns, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Með vísan til þess og fordæmisgefandi dóms þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin eins árs fangelsisvist. Þá sæti konan upptöku alls amfetamínbasans. Loks segir að konan greiði allan sakarkostnað, 1,7 milljónir króna. Um væri að ræða kostnað vegna magngreiningar og matsgerðar rannsóknarstofu Háskóla Íslands auk þóknunar skipaðs verjanda konunnar á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem þyki hæfilega ákveðin, með hliðsjón af eðli og umfangi málsins og tímaskýrslu lögmannsins, 1,5 milljónir króna.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira