Þóra markvörður skoraði þegar Serbarnir mættu síðast til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 12:30 Þóra Björg Helgadóttir endaði landsliðsferil sinn þegar serbneska kvennalandsliðið spilaði síðast á Íslandi. Getty/Scott Barbour Íslenska kvennalandsliðið hefur unnið Serbíu þrisvar í Laugardalnum með markatölunni 19-1. Nú mætast þjóðirnar í Kópavogi. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar í dag úrslitaleik um sæti í A-deild undankeppni EM 2025. Mótherjinn er Serbía og liðin standa alveg jöfn eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Serbíu. Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum í Kópavogi og hefst klukkan 14.30. Sagan er svo sannarlega með stelpunum okkar í liði. Serbneska kvennalandsliðið hefur komið þrisvar til Íslands og fengið skell í öll skiptin. Allir þrír leikirnir hafa farið fram á Laugardalsvellinum og íslensku stelpurnar hafa unnið þá alla með markatölunni 19-1. Síðast komu þær serbnesku í heimsókn í september 2014 og vann íslenska liðið þá 9-1. Ísland var þá undir stjórn Freys Alexanderssonar. Glódís Perla Viggósdóttir er eini leikmaður íslenska liðsins í dag sem tók þátt í þeim leik. Glódís skoraði þá annað mark íslenska liðsins í leiknum sem var hennar fyrsta mark fyrir A-landsliðið. Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Harpa Þorsteinsdóttir og skoruðu allar tvennu í leiknum. Arna Sif Ásgrímsdóttir og markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir skoruðu líka. Markið skoraði Þóra úr vítaspyrnu á 67. mínútu en þetta var kveðjulandsleikur hennar. Þóra skoraði þarna sitt fyrsta og eina mark í landsleik númer 108. Fyrstu tvo leiki þjóðanna á Íslandi unnu íslensku stelpurnar 5-0. Fyrst í júní 2007 og svo aftur í ágúst 2009. Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrði íslenska liðinu í báðum þeim leikjum. Dóra Stefánsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir skoruðu mörkin í fyrri leiknum þar sem fimmta markið varð sjálfsmark. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fernu í seinni leiknum og þá skoraði Katrín Jónsdóttir fimmta markið. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar í dag úrslitaleik um sæti í A-deild undankeppni EM 2025. Mótherjinn er Serbía og liðin standa alveg jöfn eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Serbíu. Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum í Kópavogi og hefst klukkan 14.30. Sagan er svo sannarlega með stelpunum okkar í liði. Serbneska kvennalandsliðið hefur komið þrisvar til Íslands og fengið skell í öll skiptin. Allir þrír leikirnir hafa farið fram á Laugardalsvellinum og íslensku stelpurnar hafa unnið þá alla með markatölunni 19-1. Síðast komu þær serbnesku í heimsókn í september 2014 og vann íslenska liðið þá 9-1. Ísland var þá undir stjórn Freys Alexanderssonar. Glódís Perla Viggósdóttir er eini leikmaður íslenska liðsins í dag sem tók þátt í þeim leik. Glódís skoraði þá annað mark íslenska liðsins í leiknum sem var hennar fyrsta mark fyrir A-landsliðið. Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Harpa Þorsteinsdóttir og skoruðu allar tvennu í leiknum. Arna Sif Ásgrímsdóttir og markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir skoruðu líka. Markið skoraði Þóra úr vítaspyrnu á 67. mínútu en þetta var kveðjulandsleikur hennar. Þóra skoraði þarna sitt fyrsta og eina mark í landsleik númer 108. Fyrstu tvo leiki þjóðanna á Íslandi unnu íslensku stelpurnar 5-0. Fyrst í júní 2007 og svo aftur í ágúst 2009. Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrði íslenska liðinu í báðum þeim leikjum. Dóra Stefánsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir skoruðu mörkin í fyrri leiknum þar sem fimmta markið varð sjálfsmark. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fernu í seinni leiknum og þá skoraði Katrín Jónsdóttir fimmta markið.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira