Handtekin í Berlín eftir áratugi á flótta Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2024 11:12 Daniela Klette, sem var á sínum yngri árum virk í Rauðu herdeildinni svokölluðu, var handtekin í Berlín í gær eftir áratugi á flótta. Þýska lögreglan Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið Danielu Klette, 65 ára konu sem var á árunum áður virk í skæruliðasamtökunum Rauðu deildinni og hefur ásamt tveimur öðrum farið huldu höfði síðan á tíunda áratugnum. Saksóknari í Þýskalandi segir að Klette hafi verið handtekið Klette í Berlín í gær, en hún er ásamt félögum sínum grunuð um tilraun til morðs og röð vopnaðra rána. „Við höfum handtekið frú Klette,“ sagði saksóknarinn Koray Freudenberg sem hefur farið með rannsókn á máli Klette, og félögum hennar, þeim Ernst-Volker Staub og Burkhard Garweg. Í frétt DW kemur fram að þau Klette, Staub, og Garweg séu sögð hafa framið röð vopnaðra rána á árunum 1999 til 2016 til að fjármagna líf sitt á flótta undan réttvísinni. Fjallað var um rán þrímenninganna í sjónvarpsþætti á dögunum og bárust í kjölfarið á annað hundrað ábendinga frá almenningi um hvað hin grunuðu kynnu að halda til. Klette, Staub, og Garweg eru sögð hafa tilheyrt því sem hefur verið kallað þriðju kynslóð Rauðu herdeildarinnar, sem einnig hefur verið þekkt sem Baader-Meinhof-samtökin. Á áttunda og níunda áratugnum stóð Rauða herdeildin fyrir röð hryðjuverkaárása í Vestur-Þýskalandi, meðal annars sprengjuárásir og mannrán. Liðsmenn samtakanna eru grunaðir um að hafa staðið fyrir morð á rúmlega þrjátíu manns, meðal annars á háttsettum lögmönnum og bankamönnum. Rauða herdeildin leystist upp undir lok tíunda áratugarins og eru engin gögn sem benda til þess að samtökin séu enn virk. Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Saksóknari í Þýskalandi segir að Klette hafi verið handtekið Klette í Berlín í gær, en hún er ásamt félögum sínum grunuð um tilraun til morðs og röð vopnaðra rána. „Við höfum handtekið frú Klette,“ sagði saksóknarinn Koray Freudenberg sem hefur farið með rannsókn á máli Klette, og félögum hennar, þeim Ernst-Volker Staub og Burkhard Garweg. Í frétt DW kemur fram að þau Klette, Staub, og Garweg séu sögð hafa framið röð vopnaðra rána á árunum 1999 til 2016 til að fjármagna líf sitt á flótta undan réttvísinni. Fjallað var um rán þrímenninganna í sjónvarpsþætti á dögunum og bárust í kjölfarið á annað hundrað ábendinga frá almenningi um hvað hin grunuðu kynnu að halda til. Klette, Staub, og Garweg eru sögð hafa tilheyrt því sem hefur verið kallað þriðju kynslóð Rauðu herdeildarinnar, sem einnig hefur verið þekkt sem Baader-Meinhof-samtökin. Á áttunda og níunda áratugnum stóð Rauða herdeildin fyrir röð hryðjuverkaárása í Vestur-Þýskalandi, meðal annars sprengjuárásir og mannrán. Liðsmenn samtakanna eru grunaðir um að hafa staðið fyrir morð á rúmlega þrjátíu manns, meðal annars á háttsettum lögmönnum og bankamönnum. Rauða herdeildin leystist upp undir lok tíunda áratugarins og eru engin gögn sem benda til þess að samtökin séu enn virk.
Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira