Ferðaþjónusta, innflytjendur og íslenskt samfélag Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 16:30 Undanfarið hafa ferðaþjónusta og innflytjendur átt það sameiginlegt að vera áberandi í fjölmiðlaumræðu og í spjalli á kaffistofum landsmanna með einum eða öðrum hætti. Heyrst hefur að ferðaþjónusta standi á bak við meginþorra þess vaxtar sem orðið hefur í fjölda starfandi innflytjenda hér á landi frá árinu 2017. Þessir sömu innflytjendur eru auk ferðaþjónustunnar sjálfrar auðvitað, sagðir bera ábyrgð á þenslu, verðbólgu, háum vöxtum og húsnæðisskorti. Umræðan verður að byggja á staðreyndum Hins vegar er einkar áhugavert að skoða gögn Hagstofu Íslands um fjölda starfandi í hinum ýmsu atvinnugreinum, þar tala staðreyndirnar sínu máli. Frá árinu 2017 hefur fjöldi innflytjenda sem starfa í ferðaþjónustu aukist um 4.737 einstaklinga. Í atvinnugreinum iðnaðarins hefur sá fjöldi aukist um 5.036 einstaklinga á sama tíma og hjá hinu opinbera hefur starfandi innflytjendum fjölgað um 4.057 einstaklinga. Heildarfjöldi innflytjenda sem störfuðu á Íslandi árið 2023 var 54.114 einstaklingar. Í ferðaþjónustu störfuðu 14.062 innflytjendur í fyrra, 3.273 í sjávarútvegi og 13.284 í atvinnugreinum iðnaðarins. Hjá hinu opinbera störfuðu svo 8.924 innflytjendur á sama tíma. Fjórðungur alls vinnuafls á Íslandi er þannig af erlendu bergi brotinn. Í ferðaþjónustu var hlutfall innflutts vinnuafls 44% í fyrra, 39% í sjávarútvegi og í atvinnugreinum iðnaðarins var það 26% á sama tímapunkti. Hjá hinu opinbera var hlutfall innflutts vinnuafls hins vegar 12%. Innflytjendur eru nauðsynleg viðbót við atvinnulífið Lífskjör okkar Íslendinga eru háð burðarstólpum íslensks útflutnings. Af því leiðir að lífskjör okkar byggja að miklu leyti á innflytjendum, enda starfar meginþorri þeirra í stærstu útflutningsgreinunum okkar - ferðaþjónustu, sjávarútvegi og iðnaði. Við Íslendingar gerum kröfu um framúrskarandi lífskjör og að þau batni stöðugt. Staðreyndin er hins vegar sú að innfæddir Íslendingar eru ekki nægilega margir til að standa undir þeim kröfum. Þar af leiðandi þurfum við aðstoð erlendra ríkisborgara til að manna hin ýmsu störf. Það er því hárrétt að það starfa margir frábærir innflytjendur í ferðaþjónustu - en einnig í öðrum atvinnugreinum. Þetta fólk hjálpar okkur að auka hagvöxt og skapa verðmæti, auk þess sem það greiðir skatta og skyldur til samfélagsins og leggur þar með sitt til við uppbyggingu innviða landsins og fjármögnun á velferðarkerfinu. Lítum okkur nær Það verður að teljast mjög svo ósanngjörn nálgun að tala um innflytjendur sem hingað flytjast, til þess að sinna hinum ýmsu störfum í grunnatvinnugreinum þjóðarbúsins og hjá hinu opinbera, sem byrði á samfélaginu. Nær væri að við litum í okkar eigin barm og spyrðum okkur hvar við höfum sjálf brugðist í skipulagi og innviðauppbyggingu. Okkur væri þar að auki miklu nær að fagna þessu fólki og gera okkar besta til að stuðla að því að það festi hér rætur og verði hluti af íslensku samfélagi. Tímarnir breytast og mennirnir með, þau spakmæli eiga svo sannarlega við um íslenskt samfélag. Hvar værum við stödd varðandi lífskjör á Íslandi án innflutts vinnuafls við störf í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og iðnaði? Hvar væri opinber þjónusta stödd? Vöndum okkur í umræðunni og tölum um staðreyndir. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Bjarnheiður Hallsdóttir Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa ferðaþjónusta og innflytjendur átt það sameiginlegt að vera áberandi í fjölmiðlaumræðu og í spjalli á kaffistofum landsmanna með einum eða öðrum hætti. Heyrst hefur að ferðaþjónusta standi á bak við meginþorra þess vaxtar sem orðið hefur í fjölda starfandi innflytjenda hér á landi frá árinu 2017. Þessir sömu innflytjendur eru auk ferðaþjónustunnar sjálfrar auðvitað, sagðir bera ábyrgð á þenslu, verðbólgu, háum vöxtum og húsnæðisskorti. Umræðan verður að byggja á staðreyndum Hins vegar er einkar áhugavert að skoða gögn Hagstofu Íslands um fjölda starfandi í hinum ýmsu atvinnugreinum, þar tala staðreyndirnar sínu máli. Frá árinu 2017 hefur fjöldi innflytjenda sem starfa í ferðaþjónustu aukist um 4.737 einstaklinga. Í atvinnugreinum iðnaðarins hefur sá fjöldi aukist um 5.036 einstaklinga á sama tíma og hjá hinu opinbera hefur starfandi innflytjendum fjölgað um 4.057 einstaklinga. Heildarfjöldi innflytjenda sem störfuðu á Íslandi árið 2023 var 54.114 einstaklingar. Í ferðaþjónustu störfuðu 14.062 innflytjendur í fyrra, 3.273 í sjávarútvegi og 13.284 í atvinnugreinum iðnaðarins. Hjá hinu opinbera störfuðu svo 8.924 innflytjendur á sama tíma. Fjórðungur alls vinnuafls á Íslandi er þannig af erlendu bergi brotinn. Í ferðaþjónustu var hlutfall innflutts vinnuafls 44% í fyrra, 39% í sjávarútvegi og í atvinnugreinum iðnaðarins var það 26% á sama tímapunkti. Hjá hinu opinbera var hlutfall innflutts vinnuafls hins vegar 12%. Innflytjendur eru nauðsynleg viðbót við atvinnulífið Lífskjör okkar Íslendinga eru háð burðarstólpum íslensks útflutnings. Af því leiðir að lífskjör okkar byggja að miklu leyti á innflytjendum, enda starfar meginþorri þeirra í stærstu útflutningsgreinunum okkar - ferðaþjónustu, sjávarútvegi og iðnaði. Við Íslendingar gerum kröfu um framúrskarandi lífskjör og að þau batni stöðugt. Staðreyndin er hins vegar sú að innfæddir Íslendingar eru ekki nægilega margir til að standa undir þeim kröfum. Þar af leiðandi þurfum við aðstoð erlendra ríkisborgara til að manna hin ýmsu störf. Það er því hárrétt að það starfa margir frábærir innflytjendur í ferðaþjónustu - en einnig í öðrum atvinnugreinum. Þetta fólk hjálpar okkur að auka hagvöxt og skapa verðmæti, auk þess sem það greiðir skatta og skyldur til samfélagsins og leggur þar með sitt til við uppbyggingu innviða landsins og fjármögnun á velferðarkerfinu. Lítum okkur nær Það verður að teljast mjög svo ósanngjörn nálgun að tala um innflytjendur sem hingað flytjast, til þess að sinna hinum ýmsu störfum í grunnatvinnugreinum þjóðarbúsins og hjá hinu opinbera, sem byrði á samfélaginu. Nær væri að við litum í okkar eigin barm og spyrðum okkur hvar við höfum sjálf brugðist í skipulagi og innviðauppbyggingu. Okkur væri þar að auki miklu nær að fagna þessu fólki og gera okkar besta til að stuðla að því að það festi hér rætur og verði hluti af íslensku samfélagi. Tímarnir breytast og mennirnir með, þau spakmæli eiga svo sannarlega við um íslenskt samfélag. Hvar værum við stödd varðandi lífskjör á Íslandi án innflutts vinnuafls við störf í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og iðnaði? Hvar væri opinber þjónusta stödd? Vöndum okkur í umræðunni og tölum um staðreyndir. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun