DNA konu fannst á typpi karlmanns en dugði ekki til Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2024 16:43 Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi enn verið að skemmta sér með eiginkonu sinni, samstarfskonu brotaþola, þegar lögregla handtók hann. Myndin er úr safni. Vísir/KTD Karlmaður hefur verið sýknaður af nauðgun með því að hafa á árshátíð stungið lim sínum í munn samstarfskonu eiginkonu sinnar á klósettinu. DNA úr konunni fannst á typpi mannsins, sáðfrumur í munni hennar en engar í nærbuxum mannsins. Of mikill vafi þótti á því hvort maðurinn hefði verið að verki. Atburðirnir áttu sér stað á árshátíð fyrirtækis í Reykjavík árið 2022, nánar tiltekið á salerni. Konan lýsti því að hafa verið að dansa, verið töluvert ölvuð og farið á klósettið. Hún hefði setið á bás þegar eiginmaður samstarfskonu hennar mætti, dró fram typpið og setti upp í munn hennar. Hún hefði spurt hvað hann væri að gera, nefnt samstarfskonu og spurt hvort hann væri ekki eiginmaður hennar. Svo hefði hún kúgast, kastað upp svo ælan fór á sokkabuxur og skó sem hún var í. Maðurinn hefði farið. Hún hefði farið úr skóm og sokkabuxum, reynt að þrífa æluna, ráfað fram á gang, hitt konu og svo hafi verið hringt í lögreglu. Handtekinn við hlið konu sinnar Karlmaðurinn var handtekinn ásamt eiginkonu sinni á öðrum tímanum um nóttina. Þá hafði lögregla tekið yfir vettvang meintrar nauðgunar með lögreglumenn þar á meðal af tæknideild. Hann bar af sér sakir en sagðist hafa hitt konuna á einni af ferðum sínum á salernið. Hann sagðist hissa á þeim sökum sem konan bæri á hann og upptökur úr eftirlitsmyndavél ættu að geta stutt frásögn hans. Hann sagði við síðari skýrslutöku hafa snert konuna á klósettinu eftir að hún hafði kastað upp. Ekki kynferðislega. „Ætli ég hafi ekki komið hérna undir hökuna á henni og lyfti henni upp þegar hún sat þarna á klósettinu með höfuðið í kjöltunni á sér en það var nú maður þarna frammi að þvo sér um hendurnar sem ætti þá að hafa verið vitni að öllu ef eitthvað hefði skeð,“ sagði maðurinn. Sagðist hafa snert höku konunnar Þegar honum var tilkynnt að DNA úr konunni hefði fundist á lim hans sagðist hann í framhaldi af því að hafa snert höku konunnar hafa farið á klósettið og snert sjálfur typpið sitt. Þannig hefði DNA-sýni úr konunni borist á lim hans. Héraðsdómur Reykjavíkur minnti á það í niðurstöðukafla sínum að maðurinn yrði aðeins sakfelldur ef fram kæmi nægjanleg sönnun sem yrði ekki véfengd með skynsamlegum rökum. Mat dómurinn framburð konunnar skýran og einlægan að því marki sem hún myndi eftir atvikum og væri trúverðugur. Á sama tíma hefði framburður mannsins heilt á litið ekki verið stöðugur um mikilvæg atriði sem drægi úr trúverðugleika hans. Vinna tæknideildar umrædda nótt skilaði meðal annars þeim niðurstöðum að DNA-snið úr tveimur einstaklingum hið minnsta fundust á typpi mannsins. Meirihlutinn var frá konunni en minnihlutinn frá honum sjálfum. Sýni á innanverðri framhlið nærbuxna karlsins leiddi í ljós blöndu DNA-sniða frá tveimur einstaklingum. Meirihlutinn passaði við snið konunnar en minnihlutann var ekki hægt að rekja. Snertismit við handarsnertingu? Samkvæmt því studdu gögnin verulega framburð konunnar um að maðurinn hefði sett typpið í munn hennar. Sterkar líkur væru á því að þekjufrumur hefðu færst frá munni konunnar yfir á typpi mannsins og í framhaldi smitast í innanverðar nærbuxur hans. Ekki væri þó hægt að líta fram hjá því að ekki væri útilokað að efnið hefði borist til ákærða með snertismiti við handarsnertingu á höku konunnar eins og maðurinn hélt fram. Það væri ólíklegri skýring en ekki fjarstæðukennd. Því væri ákveðinn vafi á ferðinni. Hins vegar studdi það framburð mannsins að hann greindi frá snertingu við konuna áður en hann var upplýstur um að DNA-hennar hefði fundist á honum. Því væri ekki hægt að draga þá ályktun að hann hefði bætt þeirri skýringu við til að hagræða framburði sínum. Þá væri ekki hægt að líta fram hjá því að engin æla fannst á fötum og skóm karlmannsins sem passaði illa við að hún hefði ælt með manninn fyrir framan sig eftir að hafa fengið typpið í munninn. Af myndum að dæma dreifðist ælan um gólfið fyrir framan klósettið. Þetta stytti varnir karlmannsins í málinu. Mögulega sáðfrumur frá öðrum Þá fundust sáðfrumur í munnholi konunnar úr sýnatöku á neyðarmóttöku um nóttina sem ekki var hægt að greina með DNA-rannsókn. Konan útilokað að nokkuð kynferðislegt hefði gerst milli hennar og annars manns umrætt kvöld eða skömmu áður. Karlmaðurinn væri sá eini sem kæmi til greina. Engir sæðisblettir hefðu fundist í innanverðum nærbuxum ákærða og því taldi sérfræðingur tæknideildar mjög ólíklegt að honum hefði orðið sáðfall. Sáðfrumurnar gætu tengst öðru ótengdu atviki sem hefði gerst innan við tuttugu klukkustundum fyrr. Taldi dómurinn óháð framburði konunnar mögulegt að sáðfrumur frá öðrum en ákærða hefðu verið í munni konunnar. Því væri uppi talsverður vafi á því hvort maðurinn hefði verið að verki. Þá fann dómari ýmislegt að rannsókn lögreglu sem hefði ekki kynnt rætt við fjölmörg vitni og maka ákæra til að fá skýrari mynd af málsatvikum fyrir og eftir hið meinta brot. Taldist saksóknari því ekki hafa náð að sanna að ákærði hefði gerst sekur um brotið. Var hann sýknaður af ákærunni. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur . Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira
Atburðirnir áttu sér stað á árshátíð fyrirtækis í Reykjavík árið 2022, nánar tiltekið á salerni. Konan lýsti því að hafa verið að dansa, verið töluvert ölvuð og farið á klósettið. Hún hefði setið á bás þegar eiginmaður samstarfskonu hennar mætti, dró fram typpið og setti upp í munn hennar. Hún hefði spurt hvað hann væri að gera, nefnt samstarfskonu og spurt hvort hann væri ekki eiginmaður hennar. Svo hefði hún kúgast, kastað upp svo ælan fór á sokkabuxur og skó sem hún var í. Maðurinn hefði farið. Hún hefði farið úr skóm og sokkabuxum, reynt að þrífa æluna, ráfað fram á gang, hitt konu og svo hafi verið hringt í lögreglu. Handtekinn við hlið konu sinnar Karlmaðurinn var handtekinn ásamt eiginkonu sinni á öðrum tímanum um nóttina. Þá hafði lögregla tekið yfir vettvang meintrar nauðgunar með lögreglumenn þar á meðal af tæknideild. Hann bar af sér sakir en sagðist hafa hitt konuna á einni af ferðum sínum á salernið. Hann sagðist hissa á þeim sökum sem konan bæri á hann og upptökur úr eftirlitsmyndavél ættu að geta stutt frásögn hans. Hann sagði við síðari skýrslutöku hafa snert konuna á klósettinu eftir að hún hafði kastað upp. Ekki kynferðislega. „Ætli ég hafi ekki komið hérna undir hökuna á henni og lyfti henni upp þegar hún sat þarna á klósettinu með höfuðið í kjöltunni á sér en það var nú maður þarna frammi að þvo sér um hendurnar sem ætti þá að hafa verið vitni að öllu ef eitthvað hefði skeð,“ sagði maðurinn. Sagðist hafa snert höku konunnar Þegar honum var tilkynnt að DNA úr konunni hefði fundist á lim hans sagðist hann í framhaldi af því að hafa snert höku konunnar hafa farið á klósettið og snert sjálfur typpið sitt. Þannig hefði DNA-sýni úr konunni borist á lim hans. Héraðsdómur Reykjavíkur minnti á það í niðurstöðukafla sínum að maðurinn yrði aðeins sakfelldur ef fram kæmi nægjanleg sönnun sem yrði ekki véfengd með skynsamlegum rökum. Mat dómurinn framburð konunnar skýran og einlægan að því marki sem hún myndi eftir atvikum og væri trúverðugur. Á sama tíma hefði framburður mannsins heilt á litið ekki verið stöðugur um mikilvæg atriði sem drægi úr trúverðugleika hans. Vinna tæknideildar umrædda nótt skilaði meðal annars þeim niðurstöðum að DNA-snið úr tveimur einstaklingum hið minnsta fundust á typpi mannsins. Meirihlutinn var frá konunni en minnihlutinn frá honum sjálfum. Sýni á innanverðri framhlið nærbuxna karlsins leiddi í ljós blöndu DNA-sniða frá tveimur einstaklingum. Meirihlutinn passaði við snið konunnar en minnihlutann var ekki hægt að rekja. Snertismit við handarsnertingu? Samkvæmt því studdu gögnin verulega framburð konunnar um að maðurinn hefði sett typpið í munn hennar. Sterkar líkur væru á því að þekjufrumur hefðu færst frá munni konunnar yfir á typpi mannsins og í framhaldi smitast í innanverðar nærbuxur hans. Ekki væri þó hægt að líta fram hjá því að ekki væri útilokað að efnið hefði borist til ákærða með snertismiti við handarsnertingu á höku konunnar eins og maðurinn hélt fram. Það væri ólíklegri skýring en ekki fjarstæðukennd. Því væri ákveðinn vafi á ferðinni. Hins vegar studdi það framburð mannsins að hann greindi frá snertingu við konuna áður en hann var upplýstur um að DNA-hennar hefði fundist á honum. Því væri ekki hægt að draga þá ályktun að hann hefði bætt þeirri skýringu við til að hagræða framburði sínum. Þá væri ekki hægt að líta fram hjá því að engin æla fannst á fötum og skóm karlmannsins sem passaði illa við að hún hefði ælt með manninn fyrir framan sig eftir að hafa fengið typpið í munninn. Af myndum að dæma dreifðist ælan um gólfið fyrir framan klósettið. Þetta stytti varnir karlmannsins í málinu. Mögulega sáðfrumur frá öðrum Þá fundust sáðfrumur í munnholi konunnar úr sýnatöku á neyðarmóttöku um nóttina sem ekki var hægt að greina með DNA-rannsókn. Konan útilokað að nokkuð kynferðislegt hefði gerst milli hennar og annars manns umrætt kvöld eða skömmu áður. Karlmaðurinn væri sá eini sem kæmi til greina. Engir sæðisblettir hefðu fundist í innanverðum nærbuxum ákærða og því taldi sérfræðingur tæknideildar mjög ólíklegt að honum hefði orðið sáðfall. Sáðfrumurnar gætu tengst öðru ótengdu atviki sem hefði gerst innan við tuttugu klukkustundum fyrr. Taldi dómurinn óháð framburði konunnar mögulegt að sáðfrumur frá öðrum en ákærða hefðu verið í munni konunnar. Því væri uppi talsverður vafi á því hvort maðurinn hefði verið að verki. Þá fann dómari ýmislegt að rannsókn lögreglu sem hefði ekki kynnt rætt við fjölmörg vitni og maka ákæra til að fá skýrari mynd af málsatvikum fyrir og eftir hið meinta brot. Taldist saksóknari því ekki hafa náð að sanna að ákærði hefði gerst sekur um brotið. Var hann sýknaður af ákærunni. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur .
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira