Skortur á heildrænni nálgun í málefnum einstaklinga með fíknivanda Erla Björg Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2024 09:00 Það er rétt hjá Sigmari Guðmundssyni Alþingismanni að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og/eða annar vímuefnavandi og er innlegg hans mikilvægt eins og margra annarra sem hafa tjáð sig um ástandið í málaflokknum. Biðlistar eru langir og margir bíða í marga mánuði eftir að komast í meðferð við krónískum og síversnandi sjúkdómi sem einkennist af stjórnleysi, fíkn og afneitun. Ástandið og staða þeirra sem eru að bíða eftir að komast í meðferð er mjög erfitt og fjöldi lifir það ekki af. Ótímabær dauðsföll er skelfileg afleiðing þessa sjúkdóms hvort sem það er af völdum of stórra skammta vímuefna, slysa eða sjúkdóma sem hafa þróast vegna neyslunnar. Að mörgu leyti er umræðan út og suður og skortir heildræna nálgun enda er engin heildstæð stefna í málflokknum eins og Sigmar nefnir sem ég tek undir. Að mínu mati snýst málið ekki eingöngu um fjármagn til SÁÁ eða einstakra úrræða með áherslu á skaðaminnkun, það þarf að vinna að samþættri þjónustu í mörgum tilfellum. Allt of margir lenda í vítahring þess að hafa ekki í nein hús að vernda að lokinni meðferð og fara jafnvel ekki í meðferð vegna þessa og halda áfram í neyslu vímuefna. Þetta ástand veldur vonleysi sem þarf að fyrirbyggja með samþættri þjónustu og uppbyggingu á sterkum áfangaheimilum. Það er tímabært að aðilar sem koma að málefnum einstaklinga með vímuefnaröskun vinni saman að sameiginlegu markmiði sem er að endurhæfa einstaklinginn til að gera hann hæfari til að geta tekið virkan þátt í atvinnulífi, námi, fjölskyldu og almennt í samfélaginu. Sérstaklega þarf teymisvinnu í tilfellum þar sem um langvarandi félagslegan vanda er að etja vegna neyslunnar þ.e. teymi með aðilum sem vinna í meðferð, áfangaheimilum, félagsþjónustu, barnavernd, starfsendurhæfingu, fangelsismálastofnun o.fl. eftir því sem við á í hverju tilfelli. Skaðsemi neyslunnar er mikil á sálfélagslega þætti auk líkamlegra þátta. Margir eiga erfitt uppdráttar félagslega þrátt fyrir meðferð sem veldur þeim vonleysi sem er áhættuþáttur fyrir bakfalli. Þar sem ég stýri áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið meðferð verð ég áskynja af stöðu þessa hóps vegna húsnæðisvanda. Áfangaheimilin eru illa fjármögnuð og þar eru biðlistar eins og hjá meðferðastöðvunum. Áfangaheimili eru ekki eingöngu til að leysa húsnæðisvanda heldur að styðja við vímuefnalausan lífsstíl í öruggu umhverfi að meðferð lokinni og er þannig hægt að tala um þjónustukeðju. Dvölin gefur svigrúm og stuðning til að átta sig á nýjum lífstíl án vímuefna til að takast á við lífið að nýju. Rannsóknir sýna að dvöl á áfangaheimili eykur líkur á langtíma edrúmennsku, bataauð, tengsl við fjölskyldu og vini, atvinnuþátttöku og auknum tækifærum almennt í lífinu. Vandinn er ekki leystur með dvöl á áfangaheimili því að þeir sem búa á áfangaheimilum hafa í fá hús að vernda að dvölinni lokinni þar sem húsnæðisvandinn í landinu er mikill. Ég vil með þessum pistli undirstrika nauðsyn þess að unnið verði að því að móta stefnu í málaflokknum og að fagfólk stilli saman strengi og stuðli þannig að samþættri og skilvirkri þjónustu við einstaklinga með vímuefnaröskun. Höfundur er framkvæmdarstýra Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur og lektor í félagsráðgjöf við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkniefnabrot Fíkn Tengdar fréttir Örvæntingin Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. 27. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er rétt hjá Sigmari Guðmundssyni Alþingismanni að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og/eða annar vímuefnavandi og er innlegg hans mikilvægt eins og margra annarra sem hafa tjáð sig um ástandið í málaflokknum. Biðlistar eru langir og margir bíða í marga mánuði eftir að komast í meðferð við krónískum og síversnandi sjúkdómi sem einkennist af stjórnleysi, fíkn og afneitun. Ástandið og staða þeirra sem eru að bíða eftir að komast í meðferð er mjög erfitt og fjöldi lifir það ekki af. Ótímabær dauðsföll er skelfileg afleiðing þessa sjúkdóms hvort sem það er af völdum of stórra skammta vímuefna, slysa eða sjúkdóma sem hafa þróast vegna neyslunnar. Að mörgu leyti er umræðan út og suður og skortir heildræna nálgun enda er engin heildstæð stefna í málflokknum eins og Sigmar nefnir sem ég tek undir. Að mínu mati snýst málið ekki eingöngu um fjármagn til SÁÁ eða einstakra úrræða með áherslu á skaðaminnkun, það þarf að vinna að samþættri þjónustu í mörgum tilfellum. Allt of margir lenda í vítahring þess að hafa ekki í nein hús að vernda að lokinni meðferð og fara jafnvel ekki í meðferð vegna þessa og halda áfram í neyslu vímuefna. Þetta ástand veldur vonleysi sem þarf að fyrirbyggja með samþættri þjónustu og uppbyggingu á sterkum áfangaheimilum. Það er tímabært að aðilar sem koma að málefnum einstaklinga með vímuefnaröskun vinni saman að sameiginlegu markmiði sem er að endurhæfa einstaklinginn til að gera hann hæfari til að geta tekið virkan þátt í atvinnulífi, námi, fjölskyldu og almennt í samfélaginu. Sérstaklega þarf teymisvinnu í tilfellum þar sem um langvarandi félagslegan vanda er að etja vegna neyslunnar þ.e. teymi með aðilum sem vinna í meðferð, áfangaheimilum, félagsþjónustu, barnavernd, starfsendurhæfingu, fangelsismálastofnun o.fl. eftir því sem við á í hverju tilfelli. Skaðsemi neyslunnar er mikil á sálfélagslega þætti auk líkamlegra þátta. Margir eiga erfitt uppdráttar félagslega þrátt fyrir meðferð sem veldur þeim vonleysi sem er áhættuþáttur fyrir bakfalli. Þar sem ég stýri áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið meðferð verð ég áskynja af stöðu þessa hóps vegna húsnæðisvanda. Áfangaheimilin eru illa fjármögnuð og þar eru biðlistar eins og hjá meðferðastöðvunum. Áfangaheimili eru ekki eingöngu til að leysa húsnæðisvanda heldur að styðja við vímuefnalausan lífsstíl í öruggu umhverfi að meðferð lokinni og er þannig hægt að tala um þjónustukeðju. Dvölin gefur svigrúm og stuðning til að átta sig á nýjum lífstíl án vímuefna til að takast á við lífið að nýju. Rannsóknir sýna að dvöl á áfangaheimili eykur líkur á langtíma edrúmennsku, bataauð, tengsl við fjölskyldu og vini, atvinnuþátttöku og auknum tækifærum almennt í lífinu. Vandinn er ekki leystur með dvöl á áfangaheimili því að þeir sem búa á áfangaheimilum hafa í fá hús að vernda að dvölinni lokinni þar sem húsnæðisvandinn í landinu er mikill. Ég vil með þessum pistli undirstrika nauðsyn þess að unnið verði að því að móta stefnu í málaflokknum og að fagfólk stilli saman strengi og stuðli þannig að samþættri og skilvirkri þjónustu við einstaklinga með vímuefnaröskun. Höfundur er framkvæmdarstýra Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur og lektor í félagsráðgjöf við HÍ.
Örvæntingin Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. 27. febrúar 2024 08:00
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar