Fimm marka Haaland varar hin liðin við: Við erum tilbúnir til að sækja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 13:31 Erling Haaland og Jeremy Doku benda báðir á Kevin De Bruyne eftir enn eina stoðsendingu hans á Haaland í gærkvöldi. AP/Alastair Grant Erling Haaland minnti heldur betur á sig í gærkvöldi þegar hann skoraði fimmu í 6-2 bikarsigri Manchester City á Luton Town. Hann segist vera að ná aftur sínu besta formi eftir meiðslin. Haaland var bara með þrjú mörk í fyrstu sjö leikjum sínum eftir að hann sneri til baka eftir meiðsli. Það þykir ekki mikið á þeim bænum. Hann missti af meira en mánuði vegna meiðslanna og hefur fengið sinn skammt af gagnrýni fyrir frammistöðuna í sumum leikjum. Mótherjar Manchester City geta farið að svitna eftir að hafa séð Norðmanninn upp á sitt besta í gærkvöldi. Haaland varð í gær sá fyrsti til að skora fimm mörk í bikarleik síðan að George Best skoraði sex mörk fyrir Manchester United í sigri á Northampton Town árið 1970. „Ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Erling Haaland við ITV eftir leikinn. ESPN segir frá. „Loksins líður mér vel. Þetta er yndisleg tilfinning. Þetta er að koma hjá mér og við erum að koma. Spennandi tímar fram undan. Við erum tilbúnir til að sækja,“ sagði Haaland. Þetta er önnur fimma Haaland fyrir City því hann skoraði einnig fimm mörk fyrir liðið á móti RB Leipzig í Meistaradeildinni í fyrra. Haaland hefur nú skorað 79 mörk í 83 leikjum fyrir félagið. Kevin De Bruyne átti stoðsendinguna á hann í fjórum fyrstu mörkunum. „Það er unaðslegt að spila með honum. Ég held að við vitum báðir hvað við viljum frá hvorum öðrum. Við horfum bara á hvorn annan og allt smellur,“ sagði Haaland. Erling Haaland was on FIRE in the #EmiratesFACup fifth round pic.twitter.com/ZFaLiSZRs3— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 27, 2024 Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira
Haaland var bara með þrjú mörk í fyrstu sjö leikjum sínum eftir að hann sneri til baka eftir meiðsli. Það þykir ekki mikið á þeim bænum. Hann missti af meira en mánuði vegna meiðslanna og hefur fengið sinn skammt af gagnrýni fyrir frammistöðuna í sumum leikjum. Mótherjar Manchester City geta farið að svitna eftir að hafa séð Norðmanninn upp á sitt besta í gærkvöldi. Haaland varð í gær sá fyrsti til að skora fimm mörk í bikarleik síðan að George Best skoraði sex mörk fyrir Manchester United í sigri á Northampton Town árið 1970. „Ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Erling Haaland við ITV eftir leikinn. ESPN segir frá. „Loksins líður mér vel. Þetta er yndisleg tilfinning. Þetta er að koma hjá mér og við erum að koma. Spennandi tímar fram undan. Við erum tilbúnir til að sækja,“ sagði Haaland. Þetta er önnur fimma Haaland fyrir City því hann skoraði einnig fimm mörk fyrir liðið á móti RB Leipzig í Meistaradeildinni í fyrra. Haaland hefur nú skorað 79 mörk í 83 leikjum fyrir félagið. Kevin De Bruyne átti stoðsendinguna á hann í fjórum fyrstu mörkunum. „Það er unaðslegt að spila með honum. Ég held að við vitum báðir hvað við viljum frá hvorum öðrum. Við horfum bara á hvorn annan og allt smellur,“ sagði Haaland. Erling Haaland was on FIRE in the #EmiratesFACup fifth round pic.twitter.com/ZFaLiSZRs3— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 27, 2024
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira