Fundar með samninganefnd um mögulega verkfallsboðun Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2024 12:17 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar mun funda í kvöld í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins opnuðu á viðræður um launaliðinn við aðra en láglaunafólk. Formaður Eflingar segir vel koma til greina að boðað verði til verkfallsaðgerða. Sólveig Anna Jónsdóttir segir leitt að eftir mikla vinnu og bjartsýni síðustu daga hafi Samtök atvinnulífsins hleypt kjaraviðræðum í uppnám í gær. Efling hafi ekki mætt á fund í Karphúsinu í morgun og sé nú að meta stöðuna. Hún segir Samtök atvinnulífsins skyndilega hafa vilja taka upp þegar samþykktan launalið. Það segir Sólveig Anna hafa verið gert til þess að veita hálaunahópum innan ASÍ prósentutöluhækkanir. Þá hafi SA gert kröfu um að Efling samþykki launalækkanir ákveðinna hópa. Samninganefnd Eflingar muni koma sama klukkan 18 í kvöld til þess að fara yfir stöðuna. Vildu ekki samþykkja kröfur sem kosta ekki neitt Sólveig Anna segir að á sama tíma og Samtök atvinnulífsins ræði prósentuhækkanir við hærra launaða hópa innan ASÍ hafi samtökin ekki viljað fallast á kröfur Eflingar sem kosta ekki neitt. Þar nefnir hún til að mynda aukna uppsagnarvernd og aukin réttindi trúnaðarmanna. Þá hafi SA farið fram á það að Efling samþykki verulega launalækkun hjá ákveðunum hópum verka- og láglaunafólks. „Einnig hafa þau ekki komið með nein svör varðandi kröfur Eflingar og SGS um leiðréttingu á kjörum ræstingafólks. Sem er sá hópur launafólks á Íslandi sem býr við verst kjör, mest konur. Fundar frekar með samninganefnd Þegar þessi staða birtist Eflingu í gær hafi forsvarsmenn félagsins gert sér grein fyrir því að ekkert traust væri til staðar í viðræðunum þrátt fyrir þrotlausa vinnu undanfarið. „Því ætla ég að nota daginn í dag til þess að undirbúa fund með samninganefnd, sem haldinn verður hér klukkan 18 í kvöld. Þar mun ég upplýsa samninganefnd Eflingar um þá stöðu sem upp er komin og ráðfæra mig við þau um næstu skref.“ Á fundinum verði, meðal annars, rætt um möguleikann á verkfallsboðun meðal Eflingarfólks. Mikil vonbrigði „Það er auðvitað mjög leitt, þegar fulltrúar verka- og láglaunafólks ásamt góðum félögum úr öðrum hópum, hafa lagt svo mikið á sig sem raun ber vitni, til þess að geta gengið frá kjarasamningum, sem við töldum að myndu snúa að því að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum, og í ljós kemur að í stað þess að setja áherslu á að loka samningum við okkur hafa Samtök atvinnulífsins ákveðið að koma samtalinu í algjört uppnám. Með því að fara á bak við okkur, opna á launaliðinn, án okkar aðkomu, án samtals við okkur, til þess að færa mönnum, sem þegar búa við ágæt kjör, umframhækkanir,“ segir Sólveig Anna að lokum. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Bjartsýni og góður gangur í kjaraviðræðum Fulltrúar nánast allra félaga innan Alþýðusambandsins annarra en verslunarmanna hafa haldið áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 27. febrúar 2024 19:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir segir leitt að eftir mikla vinnu og bjartsýni síðustu daga hafi Samtök atvinnulífsins hleypt kjaraviðræðum í uppnám í gær. Efling hafi ekki mætt á fund í Karphúsinu í morgun og sé nú að meta stöðuna. Hún segir Samtök atvinnulífsins skyndilega hafa vilja taka upp þegar samþykktan launalið. Það segir Sólveig Anna hafa verið gert til þess að veita hálaunahópum innan ASÍ prósentutöluhækkanir. Þá hafi SA gert kröfu um að Efling samþykki launalækkanir ákveðinna hópa. Samninganefnd Eflingar muni koma sama klukkan 18 í kvöld til þess að fara yfir stöðuna. Vildu ekki samþykkja kröfur sem kosta ekki neitt Sólveig Anna segir að á sama tíma og Samtök atvinnulífsins ræði prósentuhækkanir við hærra launaða hópa innan ASÍ hafi samtökin ekki viljað fallast á kröfur Eflingar sem kosta ekki neitt. Þar nefnir hún til að mynda aukna uppsagnarvernd og aukin réttindi trúnaðarmanna. Þá hafi SA farið fram á það að Efling samþykki verulega launalækkun hjá ákveðunum hópum verka- og láglaunafólks. „Einnig hafa þau ekki komið með nein svör varðandi kröfur Eflingar og SGS um leiðréttingu á kjörum ræstingafólks. Sem er sá hópur launafólks á Íslandi sem býr við verst kjör, mest konur. Fundar frekar með samninganefnd Þegar þessi staða birtist Eflingu í gær hafi forsvarsmenn félagsins gert sér grein fyrir því að ekkert traust væri til staðar í viðræðunum þrátt fyrir þrotlausa vinnu undanfarið. „Því ætla ég að nota daginn í dag til þess að undirbúa fund með samninganefnd, sem haldinn verður hér klukkan 18 í kvöld. Þar mun ég upplýsa samninganefnd Eflingar um þá stöðu sem upp er komin og ráðfæra mig við þau um næstu skref.“ Á fundinum verði, meðal annars, rætt um möguleikann á verkfallsboðun meðal Eflingarfólks. Mikil vonbrigði „Það er auðvitað mjög leitt, þegar fulltrúar verka- og láglaunafólks ásamt góðum félögum úr öðrum hópum, hafa lagt svo mikið á sig sem raun ber vitni, til þess að geta gengið frá kjarasamningum, sem við töldum að myndu snúa að því að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum, og í ljós kemur að í stað þess að setja áherslu á að loka samningum við okkur hafa Samtök atvinnulífsins ákveðið að koma samtalinu í algjört uppnám. Með því að fara á bak við okkur, opna á launaliðinn, án okkar aðkomu, án samtals við okkur, til þess að færa mönnum, sem þegar búa við ágæt kjör, umframhækkanir,“ segir Sólveig Anna að lokum.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Bjartsýni og góður gangur í kjaraviðræðum Fulltrúar nánast allra félaga innan Alþýðusambandsins annarra en verslunarmanna hafa haldið áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 27. febrúar 2024 19:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Bjartsýni og góður gangur í kjaraviðræðum Fulltrúar nánast allra félaga innan Alþýðusambandsins annarra en verslunarmanna hafa haldið áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 27. febrúar 2024 19:30