Við vinnum með íslensku Joanna Dominiczak og Sólveig Hildur Björnsdóttir skrifa 28. febrúar 2024 13:01 Íslenska er tungumálið sem sameinar okkur sem þjóð og gerir okkur kleift að tjá okkur og taka þátt í daglegu lífi, atvinnu, menningu, stjórnmálum og hafa áhrif. Því er mikilvægt að öll sem búa á Íslandi hafi tækifæri til að læra og nota íslensku, hvort sem þau eru fædd hér eða í öðru landi. Það er ekki aðeins hagur hvers og eins heldur alls samfélagsins sem verður fjölbreyttara og sterkara með því að taka vel á móti innflytjendum og stuðla að jöfnuði og samstöðu. Ríkisstjórn Íslands hefur boðað áform um að auka framboð og gæði íslenskunáms fyrir innflytjendur og flóttafólk sem er jákvæð og nauðsynleg aðgerð. Betur má ef duga skal enda eru áskoranir samfélagsins margar þegar kemur að inngildingu innflytjenda og því að kenna eða læra nýtt tungumál í nýju landi. Hvernig búum við til öflugt lærdómssamfélag fyrir íslenskunám innflytjenda? Sé horft til annarra landa sem staðið hafa frammi fyrir svipuðum áskorunum ber helst að nefna mikilvægi þess að skapa hvetjandi málumhverfi fyrir innflytjendur. Þar er samvinna og samstarf á öllum sviðum samfélagsins lykilatriði; hjá hinu opinbera, aðilum vinnumarkaðar, fræðsluaðilum, innflytjendum sem og í hversdagsleikanum. Það þýðir að skólar og fræðsluaðilar þurfa að bjóða upp á fjölbreytt og aðlagað námsframboð fyrir innflytjendur sem tekur tillit til þarfa þeirra, hæfileika og markmiða. Það þarf einnig að vera hægt að læra íslensku í tengslum við starf eða starfsþjálfun og að fá stuðning frá vinnuveitendum og stéttarfélögum. Því ber að fagna að sífellt fleiri vinnuveitendur styðja starfsfólkið sitt til íslenskunáms. Æskilegt væri meira samstarf milli tungumálaskóla og vinnustaða, til dæmis um vinnustaðaheimsóknir eða starfsþjálfun, til að efla tengingu við atvinnulífið í íslenskukennslu. Fjölmiðlar og menningarstofnanir spila stórt hlutverk við að endurspegla fjölbreytni í samfélaginu, aðstoða innflytjendur við að nálgast og njóta íslenskrar menningar sem og að gefa þeim tækifæri til að kynna og deila menningarlegum bakgrunni sínum og listrænum hæfileikum. Samfélagið í heild sinni þarf að sýna umburðarlyndi og virðingu gagnvart innflytjendum, mismunandi hreim og mörgum tungumálum. Það þýðir að hvetja til samskipta og samvinnu milli ólíkra hópa og að vinna gegn fordómum og mismunun. Með þessum hætti getum við öll lagt okkar af mörkum til að skapa hvetjandi málumhverfi sem er grundvöllur fyrir inngildingu og þátttöku í íslensku samfélagi. Það er ekki bara skylda okkar heldur líka tækifæri til að auðga menningu okkar og styrkja okkur sem þjóð. Hvert og eitt okkar ætti að spyrja sig: Legg ég mitt af mörkum? Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms hjá Mími-símenntunSólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Íslenska er tungumálið sem sameinar okkur sem þjóð og gerir okkur kleift að tjá okkur og taka þátt í daglegu lífi, atvinnu, menningu, stjórnmálum og hafa áhrif. Því er mikilvægt að öll sem búa á Íslandi hafi tækifæri til að læra og nota íslensku, hvort sem þau eru fædd hér eða í öðru landi. Það er ekki aðeins hagur hvers og eins heldur alls samfélagsins sem verður fjölbreyttara og sterkara með því að taka vel á móti innflytjendum og stuðla að jöfnuði og samstöðu. Ríkisstjórn Íslands hefur boðað áform um að auka framboð og gæði íslenskunáms fyrir innflytjendur og flóttafólk sem er jákvæð og nauðsynleg aðgerð. Betur má ef duga skal enda eru áskoranir samfélagsins margar þegar kemur að inngildingu innflytjenda og því að kenna eða læra nýtt tungumál í nýju landi. Hvernig búum við til öflugt lærdómssamfélag fyrir íslenskunám innflytjenda? Sé horft til annarra landa sem staðið hafa frammi fyrir svipuðum áskorunum ber helst að nefna mikilvægi þess að skapa hvetjandi málumhverfi fyrir innflytjendur. Þar er samvinna og samstarf á öllum sviðum samfélagsins lykilatriði; hjá hinu opinbera, aðilum vinnumarkaðar, fræðsluaðilum, innflytjendum sem og í hversdagsleikanum. Það þýðir að skólar og fræðsluaðilar þurfa að bjóða upp á fjölbreytt og aðlagað námsframboð fyrir innflytjendur sem tekur tillit til þarfa þeirra, hæfileika og markmiða. Það þarf einnig að vera hægt að læra íslensku í tengslum við starf eða starfsþjálfun og að fá stuðning frá vinnuveitendum og stéttarfélögum. Því ber að fagna að sífellt fleiri vinnuveitendur styðja starfsfólkið sitt til íslenskunáms. Æskilegt væri meira samstarf milli tungumálaskóla og vinnustaða, til dæmis um vinnustaðaheimsóknir eða starfsþjálfun, til að efla tengingu við atvinnulífið í íslenskukennslu. Fjölmiðlar og menningarstofnanir spila stórt hlutverk við að endurspegla fjölbreytni í samfélaginu, aðstoða innflytjendur við að nálgast og njóta íslenskrar menningar sem og að gefa þeim tækifæri til að kynna og deila menningarlegum bakgrunni sínum og listrænum hæfileikum. Samfélagið í heild sinni þarf að sýna umburðarlyndi og virðingu gagnvart innflytjendum, mismunandi hreim og mörgum tungumálum. Það þýðir að hvetja til samskipta og samvinnu milli ólíkra hópa og að vinna gegn fordómum og mismunun. Með þessum hætti getum við öll lagt okkar af mörkum til að skapa hvetjandi málumhverfi sem er grundvöllur fyrir inngildingu og þátttöku í íslensku samfélagi. Það er ekki bara skylda okkar heldur líka tækifæri til að auðga menningu okkar og styrkja okkur sem þjóð. Hvert og eitt okkar ætti að spyrja sig: Legg ég mitt af mörkum? Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms hjá Mími-símenntunSólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun