Við vinnum með íslensku Joanna Dominiczak og Sólveig Hildur Björnsdóttir skrifa 28. febrúar 2024 13:01 Íslenska er tungumálið sem sameinar okkur sem þjóð og gerir okkur kleift að tjá okkur og taka þátt í daglegu lífi, atvinnu, menningu, stjórnmálum og hafa áhrif. Því er mikilvægt að öll sem búa á Íslandi hafi tækifæri til að læra og nota íslensku, hvort sem þau eru fædd hér eða í öðru landi. Það er ekki aðeins hagur hvers og eins heldur alls samfélagsins sem verður fjölbreyttara og sterkara með því að taka vel á móti innflytjendum og stuðla að jöfnuði og samstöðu. Ríkisstjórn Íslands hefur boðað áform um að auka framboð og gæði íslenskunáms fyrir innflytjendur og flóttafólk sem er jákvæð og nauðsynleg aðgerð. Betur má ef duga skal enda eru áskoranir samfélagsins margar þegar kemur að inngildingu innflytjenda og því að kenna eða læra nýtt tungumál í nýju landi. Hvernig búum við til öflugt lærdómssamfélag fyrir íslenskunám innflytjenda? Sé horft til annarra landa sem staðið hafa frammi fyrir svipuðum áskorunum ber helst að nefna mikilvægi þess að skapa hvetjandi málumhverfi fyrir innflytjendur. Þar er samvinna og samstarf á öllum sviðum samfélagsins lykilatriði; hjá hinu opinbera, aðilum vinnumarkaðar, fræðsluaðilum, innflytjendum sem og í hversdagsleikanum. Það þýðir að skólar og fræðsluaðilar þurfa að bjóða upp á fjölbreytt og aðlagað námsframboð fyrir innflytjendur sem tekur tillit til þarfa þeirra, hæfileika og markmiða. Það þarf einnig að vera hægt að læra íslensku í tengslum við starf eða starfsþjálfun og að fá stuðning frá vinnuveitendum og stéttarfélögum. Því ber að fagna að sífellt fleiri vinnuveitendur styðja starfsfólkið sitt til íslenskunáms. Æskilegt væri meira samstarf milli tungumálaskóla og vinnustaða, til dæmis um vinnustaðaheimsóknir eða starfsþjálfun, til að efla tengingu við atvinnulífið í íslenskukennslu. Fjölmiðlar og menningarstofnanir spila stórt hlutverk við að endurspegla fjölbreytni í samfélaginu, aðstoða innflytjendur við að nálgast og njóta íslenskrar menningar sem og að gefa þeim tækifæri til að kynna og deila menningarlegum bakgrunni sínum og listrænum hæfileikum. Samfélagið í heild sinni þarf að sýna umburðarlyndi og virðingu gagnvart innflytjendum, mismunandi hreim og mörgum tungumálum. Það þýðir að hvetja til samskipta og samvinnu milli ólíkra hópa og að vinna gegn fordómum og mismunun. Með þessum hætti getum við öll lagt okkar af mörkum til að skapa hvetjandi málumhverfi sem er grundvöllur fyrir inngildingu og þátttöku í íslensku samfélagi. Það er ekki bara skylda okkar heldur líka tækifæri til að auðga menningu okkar og styrkja okkur sem þjóð. Hvert og eitt okkar ætti að spyrja sig: Legg ég mitt af mörkum? Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms hjá Mími-símenntunSólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Sjá meira
Íslenska er tungumálið sem sameinar okkur sem þjóð og gerir okkur kleift að tjá okkur og taka þátt í daglegu lífi, atvinnu, menningu, stjórnmálum og hafa áhrif. Því er mikilvægt að öll sem búa á Íslandi hafi tækifæri til að læra og nota íslensku, hvort sem þau eru fædd hér eða í öðru landi. Það er ekki aðeins hagur hvers og eins heldur alls samfélagsins sem verður fjölbreyttara og sterkara með því að taka vel á móti innflytjendum og stuðla að jöfnuði og samstöðu. Ríkisstjórn Íslands hefur boðað áform um að auka framboð og gæði íslenskunáms fyrir innflytjendur og flóttafólk sem er jákvæð og nauðsynleg aðgerð. Betur má ef duga skal enda eru áskoranir samfélagsins margar þegar kemur að inngildingu innflytjenda og því að kenna eða læra nýtt tungumál í nýju landi. Hvernig búum við til öflugt lærdómssamfélag fyrir íslenskunám innflytjenda? Sé horft til annarra landa sem staðið hafa frammi fyrir svipuðum áskorunum ber helst að nefna mikilvægi þess að skapa hvetjandi málumhverfi fyrir innflytjendur. Þar er samvinna og samstarf á öllum sviðum samfélagsins lykilatriði; hjá hinu opinbera, aðilum vinnumarkaðar, fræðsluaðilum, innflytjendum sem og í hversdagsleikanum. Það þýðir að skólar og fræðsluaðilar þurfa að bjóða upp á fjölbreytt og aðlagað námsframboð fyrir innflytjendur sem tekur tillit til þarfa þeirra, hæfileika og markmiða. Það þarf einnig að vera hægt að læra íslensku í tengslum við starf eða starfsþjálfun og að fá stuðning frá vinnuveitendum og stéttarfélögum. Því ber að fagna að sífellt fleiri vinnuveitendur styðja starfsfólkið sitt til íslenskunáms. Æskilegt væri meira samstarf milli tungumálaskóla og vinnustaða, til dæmis um vinnustaðaheimsóknir eða starfsþjálfun, til að efla tengingu við atvinnulífið í íslenskukennslu. Fjölmiðlar og menningarstofnanir spila stórt hlutverk við að endurspegla fjölbreytni í samfélaginu, aðstoða innflytjendur við að nálgast og njóta íslenskrar menningar sem og að gefa þeim tækifæri til að kynna og deila menningarlegum bakgrunni sínum og listrænum hæfileikum. Samfélagið í heild sinni þarf að sýna umburðarlyndi og virðingu gagnvart innflytjendum, mismunandi hreim og mörgum tungumálum. Það þýðir að hvetja til samskipta og samvinnu milli ólíkra hópa og að vinna gegn fordómum og mismunun. Með þessum hætti getum við öll lagt okkar af mörkum til að skapa hvetjandi málumhverfi sem er grundvöllur fyrir inngildingu og þátttöku í íslensku samfélagi. Það er ekki bara skylda okkar heldur líka tækifæri til að auðga menningu okkar og styrkja okkur sem þjóð. Hvert og eitt okkar ætti að spyrja sig: Legg ég mitt af mörkum? Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms hjá Mími-símenntunSólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar