Gekk berserksgang á billjardstofu Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2024 15:16 Maðurinn beitti billjardkjuða þegar hann veittist að manninum. Getty/Ekaterina Podrezove Karlmaður hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tilefnislausa líkamsárás á billjardstofu í júní í fyrra. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa með vísvitandi líkamsárás ollið manni líkamstjóni, með því að hafa veist með ofbeldi að honum og slegið hann með billjardkjuða í hægri hendi, með þeim afleiðingum að hann hlaut fingurbrot á löngutöng. Tilkynnt um mann sem gekk berserksgang Í dóminum segir að þann 20. júní árið 2023 hafi lögregla verið kölluð að vettvangi vegna manns sem gengi berserksgang. Þegar lögreglumenn komu á staðinn hafi þeir hitt fyrir tvo menn fyrir utan. Annar þeirra hafi gefið sig á tal við lögreglu og ítrekað sagt „He hit me“ [Hann barði mig] og bent á hinn. Sá hafi reynst vera hinn ákærði og borið þess merki að vera undir töluverðum áhrifum áfengis. Hann hafi verið valtur á fæti, óskýr í tali og baðað út höndum. Braut billjardkjuðann á hné sér Maðurinn sem fyrir billjardkjuðanum varð hafi mætt á lögreglustöð í september síðastliðnum og lagt fram kæru vegna árásarinnar. Hann hafi kvaðst hafa verið með tveimur vinum sínum að spila billjard eftir vinnu. Hann hefði séð manninn brjálaðan og öskrandi brjóta billjardkjuða í tvennt á hné sér. Maðurinn hefði síðan litið til þeirra vinanna og komið til þeirra algjörlega að tilefnislausu og lamið hann í andlitið einu höggi með kjuðanum. Af ótta við högg í andlitið hefði hann borið fyrir sig báðar hendur og fengið högg á hægri hönd sína. Hann hefði í fyrstu ekki gert sér grein fyrir því að hann væri slasaður. Eftir höggið hefði hanntekið utan um manninn og lagt hann í jörðina. Frekari högg hefðu ekki átt sér stað. Maðurinn hefði þó reynt að ráðast á fleiri en ekkert alvarlegt hefði komið út úr því. Spilakassinn hætti að greiða út og restin í móðu Fyrir dómi hafi maðurinn borið að hann hefði farið á billjardstofuna til þess að spila. Langt væri um liðið frá þessu og hann hefði verið ölvaður og því ætti hann erfitt með að muna eftir smáatriðum. Hann myndi þó að hann hefði sest við spilavél og vélin hefði svo hætt að borga út peninga. Hann hefði farið til konu sem vann á staðnum og beðið hana að líta á málið en erfitt hefði verið að eiga samskipti við hana vegna tungumálaörðugleika. Hann myndi ekki nákvæmlega hvað hefði verið sagt en hann myndi ekki eftir ágreiningi. Hann hefði orðið stressaður og myndi ekki hvað hefði gerst í kjölfarið. Hann teldi þó að brotaþoli hefði ætlað að henda honum út af barnum. Hann myndi næst eftir því að vera fyrir utan staðinn að bíða eftir lögreglunni. Hann væri þó sannfærður um að hann hefði ekki ráðist að neinum þar sem hann væri ekki þannig maður. Hann kannaðist ekki við brotaþola og hefði ekki verið að spila billjard. Hann gæti því ekki ímyndað sér hvernig þetta hefði gerst. Hann hefði ekki hugmynd um hvernig brotaþoli hefði getað brotnað á fingri. Hann hafi kveðist eiga í vandræðum með áfengisneyslu. Þennan dag hefði hann verið að koma úr boði en hann hefði ekki verið búinn að drekka í langan tíma. Þá hefði hann verið á lyfjum. Í niðurstöðu dómsins segir að með hliðsjón af trúverðugum og staðföstum framburði brotaþola, sem hafi fengið stuðning í framburði vitna og læknisfræðilegum gögnum, sé komin fram full sönnun þess að maðurinn hafi gerst sekur um það sem honum er gefið að sök í ákæru. Með hliðsjón af hreinu sakarvottorði mannsins og að teknu tilliti til dráttar við meðferð málsins, afleiðinga árásarinnar og þess að hún hafi verið algjörlega tilefnislaus þyki refsing mannsins hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga en fullnustu refsingarinnar frestað og hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms. Þá var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 870 þúsund krónur, og 44 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa með vísvitandi líkamsárás ollið manni líkamstjóni, með því að hafa veist með ofbeldi að honum og slegið hann með billjardkjuða í hægri hendi, með þeim afleiðingum að hann hlaut fingurbrot á löngutöng. Tilkynnt um mann sem gekk berserksgang Í dóminum segir að þann 20. júní árið 2023 hafi lögregla verið kölluð að vettvangi vegna manns sem gengi berserksgang. Þegar lögreglumenn komu á staðinn hafi þeir hitt fyrir tvo menn fyrir utan. Annar þeirra hafi gefið sig á tal við lögreglu og ítrekað sagt „He hit me“ [Hann barði mig] og bent á hinn. Sá hafi reynst vera hinn ákærði og borið þess merki að vera undir töluverðum áhrifum áfengis. Hann hafi verið valtur á fæti, óskýr í tali og baðað út höndum. Braut billjardkjuðann á hné sér Maðurinn sem fyrir billjardkjuðanum varð hafi mætt á lögreglustöð í september síðastliðnum og lagt fram kæru vegna árásarinnar. Hann hafi kvaðst hafa verið með tveimur vinum sínum að spila billjard eftir vinnu. Hann hefði séð manninn brjálaðan og öskrandi brjóta billjardkjuða í tvennt á hné sér. Maðurinn hefði síðan litið til þeirra vinanna og komið til þeirra algjörlega að tilefnislausu og lamið hann í andlitið einu höggi með kjuðanum. Af ótta við högg í andlitið hefði hann borið fyrir sig báðar hendur og fengið högg á hægri hönd sína. Hann hefði í fyrstu ekki gert sér grein fyrir því að hann væri slasaður. Eftir höggið hefði hanntekið utan um manninn og lagt hann í jörðina. Frekari högg hefðu ekki átt sér stað. Maðurinn hefði þó reynt að ráðast á fleiri en ekkert alvarlegt hefði komið út úr því. Spilakassinn hætti að greiða út og restin í móðu Fyrir dómi hafi maðurinn borið að hann hefði farið á billjardstofuna til þess að spila. Langt væri um liðið frá þessu og hann hefði verið ölvaður og því ætti hann erfitt með að muna eftir smáatriðum. Hann myndi þó að hann hefði sest við spilavél og vélin hefði svo hætt að borga út peninga. Hann hefði farið til konu sem vann á staðnum og beðið hana að líta á málið en erfitt hefði verið að eiga samskipti við hana vegna tungumálaörðugleika. Hann myndi ekki nákvæmlega hvað hefði verið sagt en hann myndi ekki eftir ágreiningi. Hann hefði orðið stressaður og myndi ekki hvað hefði gerst í kjölfarið. Hann teldi þó að brotaþoli hefði ætlað að henda honum út af barnum. Hann myndi næst eftir því að vera fyrir utan staðinn að bíða eftir lögreglunni. Hann væri þó sannfærður um að hann hefði ekki ráðist að neinum þar sem hann væri ekki þannig maður. Hann kannaðist ekki við brotaþola og hefði ekki verið að spila billjard. Hann gæti því ekki ímyndað sér hvernig þetta hefði gerst. Hann hefði ekki hugmynd um hvernig brotaþoli hefði getað brotnað á fingri. Hann hafi kveðist eiga í vandræðum með áfengisneyslu. Þennan dag hefði hann verið að koma úr boði en hann hefði ekki verið búinn að drekka í langan tíma. Þá hefði hann verið á lyfjum. Í niðurstöðu dómsins segir að með hliðsjón af trúverðugum og staðföstum framburði brotaþola, sem hafi fengið stuðning í framburði vitna og læknisfræðilegum gögnum, sé komin fram full sönnun þess að maðurinn hafi gerst sekur um það sem honum er gefið að sök í ákæru. Með hliðsjón af hreinu sakarvottorði mannsins og að teknu tilliti til dráttar við meðferð málsins, afleiðinga árásarinnar og þess að hún hafi verið algjörlega tilefnislaus þyki refsing mannsins hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga en fullnustu refsingarinnar frestað og hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms. Þá var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 870 þúsund krónur, og 44 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira