Íslenskum ríkisborgurum hefur fækkað jafnt og þétt þar sem sjókvaíeldi á laxi er mest við Ísland Jón Kaldal skrifar 29. febrúar 2024 07:31 Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kemur fram að íslenskum ríkisborgurum hefur fækkað jafnt og þétt þar sem sjókvíaeldi á laxi er mest við Ísland, á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta er þvert á það sem hagsmunagæslusamtök sjókvíaeldisfyrirtækja hafa haldið fram en meginrök þeirra hafa verið að sjókvíaeldi á laxi styrki búsetu í brothættum sjávarbyggðum og laði til baka ungt fólk sem hefur flutt úr þessum bæjum og þorpum. Það er rangt. Sérstaka athygli vekur í skýrslu Hagfræðistofnunar hvað barnafólki fækkar á Tálknafirði og Bíldudal og hvað þeim fjölgar sem búa einir. Einstaklingarnir eru flestir karlar og virðast þeir ekki hyggja á langa dvöl á þessum slóðum. Skýrar vísbendingar eru um að stór hluti starfsmanna sjókvíaeldisfyrirtækjanna líti fremur á þorpin sem nokkurs konar verbúðir en eiginlegt heimili. Börnum og fjölskyldum fækkar Frá ársbyrjun 2014 fram á haust 2023 fækkaði íslenskum ríkisborgurum á sunnaverðum Vestfjörðum um 90. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum um 290 í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Haustið 2023 voru 31 prósent íbúa hreppanna tveggja erlendir ríkisborgarar. Tölurnar í skýrslunni eru frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að íbúum á sunnaverðum Vestfjörðum hefur í heild fjölgað um 16 prósent frá 2014. Rétt er að taka fram að von er á uppfærðum tölum frá Hagstofunni núna mars en gefið hefur verið út að líklega munu þau sveitarfélög þar sem fjöldi erlends starfsfólks hefur verið mikill sjá töluverðar breytingar á íbúafjölda sínum og að ástæða ofmats Þjóðskrár á íbúafjölda „megi rekja til þess að einstaklingar upplýsa stofnunina síður um það þegar þeir flytji úr landi en þegar þeir flytji til landsins," eins og sagði í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins um málið. Tölur um mismunandi fjölda karla og kvenna á svæðinu vekja líka athygli. Samtals fjölgaði körlum um 28 prósent á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal á árunum 2014 til 2023. Á sama tíma fjölgaði konum aðeins um 5 prósent, en börnum, 15 ára og yngri, fækkaði um 7 prósent. Þeim sem búa einir fjölgaði um 227 á þessum árum, en eiginlegum fjölskyldum, það er hjónum, sambúðarfólki og einstæðum foreldrum, fækkaði um 8. Það liggur í augum uppi að þessi samsetning íbúa er ekki vænleg undirstaða sjálfbærs samfélag. Kynjahlutföllin eru sérstaklega sláandi á Bíldudal, en karlar eru líka mun fleiri en konur á fjörðunum þar fyrir sunnan. Að jafnaði eru börn, 15 ára og yngri, tæp 20 prósent mannfjöldans hér á landi. Á Patreksfirði er hlutfallið 20 prósent, en það er 16 prósent á Tálknafirði og 13 prósent á Bíldudal. Niðurstaða skýrslunnar í þessum efnum er skýr. Þau kjör sem bjóðast við störf við sjókvíaeldi á laxi freista landsmanna ekki nóg til þess að þeir flytji þangað sem það er stundað. Vegur ekki þungt í íslensku atvinnulífi Í skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að þótt sjókvíaeldi á laxi hafi vaxið hratt á undanförnum árum vegur það ekki þungt í íslensku atvinnulífi. Þáttatekjur í greininni voru 0,3 prósent af tekjum í atvinnulífinu öllu árið 2022, en hlutur alls fiskeldis var þá hálft prósent. Þáttatekjur eru summa rekstrarafgangs, afskrifta og launa og tengdra gjalda. Hlutdeild sjóeldis á laxi í atvinnu er heldur minni, eða um 0,2 prósent. Árið 2022 voru 330 ársverk unnin í sjókvíaeldisfyrirtækjunum fimm, samkvæmt ársreikningum þeirra. Eru þar með talin störf í seiðaeldi á landi og fiskvinnslu annars staðar en á Austurlandi. Vond byggðastefna Þjóðin hefur fyrir löngu áttað sig á því að sjókvíaeldi á laxi er mjög mengandi iðnaður sem skaðar villta laxastofna með erfðablöndun og fer hræðilega með eldisdýrin sín. Stuðningur við þennan iðnað hefur helst byggst á meintu mikilvægi hans fyrir brothættar sjávarbyggðir. Í skýrslu Hagfræðistofnunnar er í fyrsta skipti hægt að sjá greiningu á lykilþáttum á því meinta mikilvægi. Þar kemur fram að húsnæðisverð á sunnaverðum Vestfjörðum hefur hækkað á undanförnum árum eins og annars staðar á landinu. Fækkun íslenskra ríkisborgara bendir til þess að fólk hafi selt fasteign sína og farið þegar húsnæðið batt það ekki lengur við staðinn. Að þróunin hafi verið þessi eru nýjar fréttir í skýrslunni. Þá var það fyrirfram gefin stærð að ný störf þar sem atvinnuleysi hefur verið hátt koma sér auðvitað vel. Hitt var ekki þekkt hversu mikið samsetning íbúa hefur breyst. Í stuttu máli hafa störf tengd þessum skaðlega iðnaði ekki snúið við brottflutningi íslenskra ríkisborgara frá þessum brothættu byggðum. Að þenja þennan iðnað enn frekar út mun ekki gera það heldur. Íslenskir ríkisborgarar hafa selt húsnæði sitt og farið. Fjölskyldum hefur fækkað en einhleypum körlum fjölgað. Vinnuaflið hefur verið sótt annað. Þorpin eru að verða að verbúðum. Þetta er ekki góð þróun. Þar að auki er það einfaldlega vond byggðastefna að fela framtíð sjávarbyggða einum plássfrekum iðnaði sem getur skyndilega ákveðið að loka eða færa starfsemi sína annað. Íslendingar og sérstaklega Vestfirðingar hafa vonda reynslu af því. Mögulega er það einmitt ástæðan fyrir því af hverju íslenskum ríkisborgurum hefur fækkað svona mikið á sunnanverðum Vestfjörðum. Heimafólk fyrir vestan hefur ekki gleymt því sem gerðist þegar Guggan fór. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Skýrsla Hagfræðistofnunar var unnin að ósk Íslenska náttúruverndarsjóðsins sem greiddi fyrir gerð hennar ásamt NASF, Laxinn lifi og Landssambandi veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Byggðamál Vinnumarkaður Sjókvíaeldi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kemur fram að íslenskum ríkisborgurum hefur fækkað jafnt og þétt þar sem sjókvíaeldi á laxi er mest við Ísland, á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta er þvert á það sem hagsmunagæslusamtök sjókvíaeldisfyrirtækja hafa haldið fram en meginrök þeirra hafa verið að sjókvíaeldi á laxi styrki búsetu í brothættum sjávarbyggðum og laði til baka ungt fólk sem hefur flutt úr þessum bæjum og þorpum. Það er rangt. Sérstaka athygli vekur í skýrslu Hagfræðistofnunar hvað barnafólki fækkar á Tálknafirði og Bíldudal og hvað þeim fjölgar sem búa einir. Einstaklingarnir eru flestir karlar og virðast þeir ekki hyggja á langa dvöl á þessum slóðum. Skýrar vísbendingar eru um að stór hluti starfsmanna sjókvíaeldisfyrirtækjanna líti fremur á þorpin sem nokkurs konar verbúðir en eiginlegt heimili. Börnum og fjölskyldum fækkar Frá ársbyrjun 2014 fram á haust 2023 fækkaði íslenskum ríkisborgurum á sunnaverðum Vestfjörðum um 90. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum um 290 í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Haustið 2023 voru 31 prósent íbúa hreppanna tveggja erlendir ríkisborgarar. Tölurnar í skýrslunni eru frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að íbúum á sunnaverðum Vestfjörðum hefur í heild fjölgað um 16 prósent frá 2014. Rétt er að taka fram að von er á uppfærðum tölum frá Hagstofunni núna mars en gefið hefur verið út að líklega munu þau sveitarfélög þar sem fjöldi erlends starfsfólks hefur verið mikill sjá töluverðar breytingar á íbúafjölda sínum og að ástæða ofmats Þjóðskrár á íbúafjölda „megi rekja til þess að einstaklingar upplýsa stofnunina síður um það þegar þeir flytji úr landi en þegar þeir flytji til landsins," eins og sagði í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins um málið. Tölur um mismunandi fjölda karla og kvenna á svæðinu vekja líka athygli. Samtals fjölgaði körlum um 28 prósent á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal á árunum 2014 til 2023. Á sama tíma fjölgaði konum aðeins um 5 prósent, en börnum, 15 ára og yngri, fækkaði um 7 prósent. Þeim sem búa einir fjölgaði um 227 á þessum árum, en eiginlegum fjölskyldum, það er hjónum, sambúðarfólki og einstæðum foreldrum, fækkaði um 8. Það liggur í augum uppi að þessi samsetning íbúa er ekki vænleg undirstaða sjálfbærs samfélag. Kynjahlutföllin eru sérstaklega sláandi á Bíldudal, en karlar eru líka mun fleiri en konur á fjörðunum þar fyrir sunnan. Að jafnaði eru börn, 15 ára og yngri, tæp 20 prósent mannfjöldans hér á landi. Á Patreksfirði er hlutfallið 20 prósent, en það er 16 prósent á Tálknafirði og 13 prósent á Bíldudal. Niðurstaða skýrslunnar í þessum efnum er skýr. Þau kjör sem bjóðast við störf við sjókvíaeldi á laxi freista landsmanna ekki nóg til þess að þeir flytji þangað sem það er stundað. Vegur ekki þungt í íslensku atvinnulífi Í skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að þótt sjókvíaeldi á laxi hafi vaxið hratt á undanförnum árum vegur það ekki þungt í íslensku atvinnulífi. Þáttatekjur í greininni voru 0,3 prósent af tekjum í atvinnulífinu öllu árið 2022, en hlutur alls fiskeldis var þá hálft prósent. Þáttatekjur eru summa rekstrarafgangs, afskrifta og launa og tengdra gjalda. Hlutdeild sjóeldis á laxi í atvinnu er heldur minni, eða um 0,2 prósent. Árið 2022 voru 330 ársverk unnin í sjókvíaeldisfyrirtækjunum fimm, samkvæmt ársreikningum þeirra. Eru þar með talin störf í seiðaeldi á landi og fiskvinnslu annars staðar en á Austurlandi. Vond byggðastefna Þjóðin hefur fyrir löngu áttað sig á því að sjókvíaeldi á laxi er mjög mengandi iðnaður sem skaðar villta laxastofna með erfðablöndun og fer hræðilega með eldisdýrin sín. Stuðningur við þennan iðnað hefur helst byggst á meintu mikilvægi hans fyrir brothættar sjávarbyggðir. Í skýrslu Hagfræðistofnunnar er í fyrsta skipti hægt að sjá greiningu á lykilþáttum á því meinta mikilvægi. Þar kemur fram að húsnæðisverð á sunnaverðum Vestfjörðum hefur hækkað á undanförnum árum eins og annars staðar á landinu. Fækkun íslenskra ríkisborgara bendir til þess að fólk hafi selt fasteign sína og farið þegar húsnæðið batt það ekki lengur við staðinn. Að þróunin hafi verið þessi eru nýjar fréttir í skýrslunni. Þá var það fyrirfram gefin stærð að ný störf þar sem atvinnuleysi hefur verið hátt koma sér auðvitað vel. Hitt var ekki þekkt hversu mikið samsetning íbúa hefur breyst. Í stuttu máli hafa störf tengd þessum skaðlega iðnaði ekki snúið við brottflutningi íslenskra ríkisborgara frá þessum brothættu byggðum. Að þenja þennan iðnað enn frekar út mun ekki gera það heldur. Íslenskir ríkisborgarar hafa selt húsnæði sitt og farið. Fjölskyldum hefur fækkað en einhleypum körlum fjölgað. Vinnuaflið hefur verið sótt annað. Þorpin eru að verða að verbúðum. Þetta er ekki góð þróun. Þar að auki er það einfaldlega vond byggðastefna að fela framtíð sjávarbyggða einum plássfrekum iðnaði sem getur skyndilega ákveðið að loka eða færa starfsemi sína annað. Íslendingar og sérstaklega Vestfirðingar hafa vonda reynslu af því. Mögulega er það einmitt ástæðan fyrir því af hverju íslenskum ríkisborgurum hefur fækkað svona mikið á sunnanverðum Vestfjörðum. Heimafólk fyrir vestan hefur ekki gleymt því sem gerðist þegar Guggan fór. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Skýrsla Hagfræðistofnunar var unnin að ósk Íslenska náttúruverndarsjóðsins sem greiddi fyrir gerð hennar ásamt NASF, Laxinn lifi og Landssambandi veiðifélaga.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar