Meistararnir í Chiefs gefa eiganda sínum falleinkunn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 14:31 Travis Kelce og félagar í Kansas City Chiefs eru ekki sáttir með eiganda félagsins. Getty/Luke Hales Kansas City Chiefs hefur unnið Ofurskálina tvö ár í röð en félagið kom engu að síður skelfilega út úr nýrri leikmannakönnun NFL-deildarinnar. Leikmenn úr öllum 32 liðunum svöruðu spurningum um félagið sitt hvað varðar aðstöðu, ferðalög, þjálfara, utanumhald, þjónustu við fjölskyldumeðlimi, matsalinn, æfingasalinn, styrktarþjálfara og allt mögulegt sem félagið ber ábyrgð á að sé í lagi. Alls var spurt út í ellefu þætti og alls tóku 1.700 leikmenn þátt í þessari árlegu könnun. Meistararnir í Chiefs enduðu með næstverstu einkunnina af öllum liðum deildarinnar. Það var aðeins Washington Commanders sem endaði neðar. JC Tretter, forseti leikmannasamtakanna, sagði leikmenn Chiefs vera mjög ósátta með aðgerðaleysi eiganda félagsins. Asked NFLPA president JC Tretter about Chiefs' NFLPA low grade (31st overall). He said team and specifically ownership did not follow through on its promises to players for a new locker room after 2022 season. Tretter said players were told that the Chiefs played too long in — Jesse Newell (@jessenewell) February 28, 2024 Hann sagði meðal annars að félagið hafi ekki staðið við loforð sitt um að taka búningsklefana í gegn en þeir eru komnir vel til ára sinn á Arrowhead leikvanginum. Leikvangurinn þarf almennt á uppfærslu að halda enda einn sá elsti í deildinni. Það var hins vegar ekki staðið við það loforð að taka búningsklefann í gegn og ástæðan sem var gefin var að liðið hafi farið of langt í úrslitakeppninni og því hafi ekki verið tími til að fara í framkvæmdir. „Ég held að það sé mikill pirringur í klefanum. Leikmennirnir segja: Við höldum áfram að vinna Super Bowl leiki en það skilar sér ekkert til okkar. Það er ekkert forgangi hvað varðar að gera líf okkar betra,“ hafði JC Tretter eftir leikmönnum Chiefs. Það skal þó tekið fram að ekki var þjálfaraeinkunnin að draga Chiefs liðið niður því Andy Reid þjálfari fékk hæstu einkunn af öllum þjálfurum. Bestu heildareinkunn liða frá leikmönnum fengu lið Miami Dolphins og Minnesota Vikings. Þau voru líka í efstu sætunum árið á undan en þá voru Víkingarnir aftur á móti í fyrsta sætinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Leikmenn úr öllum 32 liðunum svöruðu spurningum um félagið sitt hvað varðar aðstöðu, ferðalög, þjálfara, utanumhald, þjónustu við fjölskyldumeðlimi, matsalinn, æfingasalinn, styrktarþjálfara og allt mögulegt sem félagið ber ábyrgð á að sé í lagi. Alls var spurt út í ellefu þætti og alls tóku 1.700 leikmenn þátt í þessari árlegu könnun. Meistararnir í Chiefs enduðu með næstverstu einkunnina af öllum liðum deildarinnar. Það var aðeins Washington Commanders sem endaði neðar. JC Tretter, forseti leikmannasamtakanna, sagði leikmenn Chiefs vera mjög ósátta með aðgerðaleysi eiganda félagsins. Asked NFLPA president JC Tretter about Chiefs' NFLPA low grade (31st overall). He said team and specifically ownership did not follow through on its promises to players for a new locker room after 2022 season. Tretter said players were told that the Chiefs played too long in — Jesse Newell (@jessenewell) February 28, 2024 Hann sagði meðal annars að félagið hafi ekki staðið við loforð sitt um að taka búningsklefana í gegn en þeir eru komnir vel til ára sinn á Arrowhead leikvanginum. Leikvangurinn þarf almennt á uppfærslu að halda enda einn sá elsti í deildinni. Það var hins vegar ekki staðið við það loforð að taka búningsklefann í gegn og ástæðan sem var gefin var að liðið hafi farið of langt í úrslitakeppninni og því hafi ekki verið tími til að fara í framkvæmdir. „Ég held að það sé mikill pirringur í klefanum. Leikmennirnir segja: Við höldum áfram að vinna Super Bowl leiki en það skilar sér ekkert til okkar. Það er ekkert forgangi hvað varðar að gera líf okkar betra,“ hafði JC Tretter eftir leikmönnum Chiefs. Það skal þó tekið fram að ekki var þjálfaraeinkunnin að draga Chiefs liðið niður því Andy Reid þjálfari fékk hæstu einkunn af öllum þjálfurum. Bestu heildareinkunn liða frá leikmönnum fengu lið Miami Dolphins og Minnesota Vikings. Þau voru líka í efstu sætunum árið á undan en þá voru Víkingarnir aftur á móti í fyrsta sætinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira