Innherji

Út­koma kjara­samninga „lang­stærsti“ ó­vissu­þátturinn fyrir vaxta­lækkunar­ferlið

Hörður Ægisson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri en næsta vaxtaákvörðun er 20. mars næstkomandi og nýjustu verðbólgutölur þýða að afar ólíklegt er að vaxtalækkunarferlið muni þá hefjast.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri en næsta vaxtaákvörðun er 20. mars næstkomandi og nýjustu verðbólgutölur þýða að afar ólíklegt er að vaxtalækkunarferlið muni þá hefjast. Vísir/Vilhelm

Þrátt fyrir hátt aðhaldsstig peningastefnunnar þá þarf „allt að falla með okkur“ til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferlið í maí, meðal annars að niðurstaða kjarasamninga fái grænt ljós frá Seðlabankanum, að mati skuldabréfamiðlara. Hagfræðingar Arion banka segja hækkun matvöruverðs mestu vonbrigðin í nýjustu verðbólgumælingum en benda á að undirliggjandi verðbólga virðist enn vera að hjaðna.


Tengdar fréttir

Þróunin í ferða­þjónustu á næstunni er „einn helsti á­hættu­þátturinn“

Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum.

Vextir haldast ó­breyttir en spennan fer minnkandi og verð­bólgu­horfur batna

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda vöxtum áfram óbreyttum í 9,25 prósent, sem er í samræmi við spár flestra greinenda og markaðsaðila, en í yfirlýsingu nefndarinnar er sagt að vísbendingar séu um að hraðar dragi úr vexti efnahagsumsvifa en áður var reiknað með. Háir vextir séu farnir að bíta sem endurspeglast í minnkandi spennu og batnandi verðbólguhorfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×