Blóð er ekki mjólk Rósa Líf Darradóttir skrifar 29. febrúar 2024 11:00 Framkvæmdastjóri Ísteka sagði í Kastljósi í gær að blóðtaka úr fylfullum hryssum væri ekkert annað en hefðbundinn landbúnaður. Þetta er rangt. Það liggur fyrir í ítarlegri niðurstöðu ESA, heilar 32 blaðsíður af rökstuðningi þess efnis hvers vegna blóðtakan er ekki og getur aldrei talist til landbúnaðar. Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi dýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar. Mjólk, framleidd af kirtlum líkamans er á engan hátt sambærileg blóði. Blóðið er sótt með læknisverki með tilheyrandi lífshættu. Blóðtakan er inngrip í æðakerfi lifandi dýra sem krefst deyfingar og dýralæknar þeir einu sem mega framkvæma verknaðinn. Að líkja þessu við mjólkun kúa eða rúning kinda er fásinna. Áhættan og þjáningin sem blóðtakan veldur dýrunum er ástæða þess að reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni gildir fyrir hryssurnar. Frá árinu 2002 til 2020 féll starfsemin undir þessa reglugerð. Þessu var breytt árið 2020 að ósk Ísteka til þess að þjóna hagsmunum fyrirtækisins. Mast féllst ranglega á þau rök að um væri að ræða framleiðslu en ekki notkun dýra í vísindaskyni og því ætti reglugerðin ekki við. Vissulega er um framleiðslu að ræða. Sökum eðli iðjunar og þjáningar dýranna verður starfsemin að falla undir reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni. Með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað hlífði MAST blóðsuguiðnaðinnum við þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér. Með þessu rændi stofnunin hryssurnar réttindum sínum. Stofnunin lét undan áfergju fyrirtækisins og skaut hryssunum undan þeirri vernd sem reglugerðin veitir þeim. Það virðist vera ásetningur Matvælastofnunnar að standa vörð um fjárhagslegan ávinning fyrirtækja en ekki velferð dýra. Þetta viðhorf eftirlitsstofnunarinnar birtist okkur ítrekað og sýnir glöggt að eftirlit með velferð dýra og matvælaframleiðslu getur ekki verið sinnt af sömu stofnun. Fjölmörg dæmi sýna að hagur dýra lítur jafnan í lægra haldi fyrir hag framleiðenda við núverandi skipulag. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ísteka sagði í Kastljósi í gær að blóðtaka úr fylfullum hryssum væri ekkert annað en hefðbundinn landbúnaður. Þetta er rangt. Það liggur fyrir í ítarlegri niðurstöðu ESA, heilar 32 blaðsíður af rökstuðningi þess efnis hvers vegna blóðtakan er ekki og getur aldrei talist til landbúnaðar. Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi dýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar. Mjólk, framleidd af kirtlum líkamans er á engan hátt sambærileg blóði. Blóðið er sótt með læknisverki með tilheyrandi lífshættu. Blóðtakan er inngrip í æðakerfi lifandi dýra sem krefst deyfingar og dýralæknar þeir einu sem mega framkvæma verknaðinn. Að líkja þessu við mjólkun kúa eða rúning kinda er fásinna. Áhættan og þjáningin sem blóðtakan veldur dýrunum er ástæða þess að reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni gildir fyrir hryssurnar. Frá árinu 2002 til 2020 féll starfsemin undir þessa reglugerð. Þessu var breytt árið 2020 að ósk Ísteka til þess að þjóna hagsmunum fyrirtækisins. Mast féllst ranglega á þau rök að um væri að ræða framleiðslu en ekki notkun dýra í vísindaskyni og því ætti reglugerðin ekki við. Vissulega er um framleiðslu að ræða. Sökum eðli iðjunar og þjáningar dýranna verður starfsemin að falla undir reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni. Með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað hlífði MAST blóðsuguiðnaðinnum við þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér. Með þessu rændi stofnunin hryssurnar réttindum sínum. Stofnunin lét undan áfergju fyrirtækisins og skaut hryssunum undan þeirri vernd sem reglugerðin veitir þeim. Það virðist vera ásetningur Matvælastofnunnar að standa vörð um fjárhagslegan ávinning fyrirtækja en ekki velferð dýra. Þetta viðhorf eftirlitsstofnunarinnar birtist okkur ítrekað og sýnir glöggt að eftirlit með velferð dýra og matvælaframleiðslu getur ekki verið sinnt af sömu stofnun. Fjölmörg dæmi sýna að hagur dýra lítur jafnan í lægra haldi fyrir hag framleiðenda við núverandi skipulag. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun