Íslenski boltinn

Guð­mundur Torfa­son kjörinn for­maður knattspyrnudeildar Fram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Torfason er nýr formaður knattspyrnudeildar Fram.
Guðmundur Torfason er nýr formaður knattspyrnudeildar Fram. fram

Guðmundur Torfason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, var í gær kjörinn formaður knattspyrnudeildar Fram. Hann tekur við formannsstöðunni af Agnari Þór Hilmarssyni.

Guðmundur er mikil Fram-hetja en hann er uppalinn hjá félaginu, varð bikarmeistari með því 1985 og Íslandsmeistari 1986. Það sumar skoraði hann nítján deildarmörk og jafnaði þar með markametið í efstu deild.

Guðmundur þjálfaði svo Fram sumarið 2000. Hann var einnig spilandi þjálfari Grindavíkur og þjálfaði ÍR tvö sumur. Guðmundur lék 26 landsleiki og skoraði fjögur mörk.

Fram endaði í 10. sæti Bestu deildar karla á síðasta tímabil. Liðið mætir Vestra í 1. umferð deildarinnar 7. apríl.

Kvennalið Fram endaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Fram mætir ÍR í 1. umferð deildarinnar 6. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×