Vilja fá vinnandi fólk til að segja börnum frá vinnumarkaði Jón Þór Stefánsson skrifar 29. febrúar 2024 13:58 Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecics, hélt tölu ásamt ráðherrunum tveimur, Ásmundi Einari og Áslaugu Örnu. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynntu í dag verkefnið Stækkaðu framtíðina. Í tilkynningu um verkefnið segir að markmið þess sé að tengja alls konar fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins þar sem það segi nemendum frá starfi sínu og menntun. „Tilgangur Stækkaðu framtíðina er að opna augu barna og ungmenna fyrir þeim tækifærum sem framtíðin hefur upp á að bjóða og auka þannig áhuga þeirra á námi auk þess að ýta undir að þau sjái tilgang með náminu. Verkefnið miðar að því að öll börn og ungmenni sjái þá möguleika sem þeim standa til boða, óháð bakgrunni eða búsetu, fái tækifæri til að kynnast ólíkum störfum og heyra sögur frá fólki af vinnumarkaðinum og upplifi aukinn áhuga á námi og tækifærum framtíðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Áslaug Arna og Ásmundur Einar hvöttu í dag fólk á vinnumarkaði til að taka þátt í verkefninu. Fólk getur valið hversu margar heimsóknir það hefur tök á. Í tilkynningunni segir að ein heimsókn geti verið nóg. Kennarar í grunnskóla og framhaldsskólum landsins munu fá aðgang að gagnagrunni verkefnisins til að finna rétta einstaklinginn til að bjóða í kennslustund hjá sér. En fyrirhugað er að heimsóknir muni hefjast í haust. Fram kemur að Stækkaðu framtíðina eigi sér erlenda fyrirmynd. Inspiring the Future hóf göngu sína árið 2012 í Bretlandi. Fullyrt er að um 52 þúsund sjálfboðaliða hafi tekið þátt í verkefninu sem hafi líka verið haldið úti í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Sviss. Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Grunnskólar Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
„Tilgangur Stækkaðu framtíðina er að opna augu barna og ungmenna fyrir þeim tækifærum sem framtíðin hefur upp á að bjóða og auka þannig áhuga þeirra á námi auk þess að ýta undir að þau sjái tilgang með náminu. Verkefnið miðar að því að öll börn og ungmenni sjái þá möguleika sem þeim standa til boða, óháð bakgrunni eða búsetu, fái tækifæri til að kynnast ólíkum störfum og heyra sögur frá fólki af vinnumarkaðinum og upplifi aukinn áhuga á námi og tækifærum framtíðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Áslaug Arna og Ásmundur Einar hvöttu í dag fólk á vinnumarkaði til að taka þátt í verkefninu. Fólk getur valið hversu margar heimsóknir það hefur tök á. Í tilkynningunni segir að ein heimsókn geti verið nóg. Kennarar í grunnskóla og framhaldsskólum landsins munu fá aðgang að gagnagrunni verkefnisins til að finna rétta einstaklinginn til að bjóða í kennslustund hjá sér. En fyrirhugað er að heimsóknir muni hefjast í haust. Fram kemur að Stækkaðu framtíðina eigi sér erlenda fyrirmynd. Inspiring the Future hóf göngu sína árið 2012 í Bretlandi. Fullyrt er að um 52 þúsund sjálfboðaliða hafi tekið þátt í verkefninu sem hafi líka verið haldið úti í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Sviss.
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Grunnskólar Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira