Segir verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. febrúar 2024 18:39 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir tímapúnkturinn ekki réttur fyrir verkfallsaðgerðir. Vísir/Einar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist þykja það mjög miður að samninganefnd Eflingar upplifi að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðunum og skoði verkfallsaðgerðir. Hún segir að það hafi ekki verið ætlun samninganefnd Samtaka atvinnulífsins að sýna viðsemjendum sínum neina vanvirðingu og að öll samskipti fylkinganna fram að síðustu dögum hafi verið til fyrirmyndar.„Við trúum því að núna sé ekki tímapúnkturinn til að fara í átakafarvegi,“ segir Sigríður í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi Sigríður segir að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hafi lagt sig fram við að sýna trúnað og vera einlæg en að allir geti gert mistök. Boðleiðir geti verið misskýrar og að það geti allir gert betur í þeim efnum. „Við þurfum í rauninni bara að tala okkur saman í gegnum þær aðstæður sem upp koma. Og það er það sem við erum að fara að gera á morgun. Við erum að fara að hittast við samningaborðið klukkan níu í fyrramálið til þess að halda áfram með þetta verkefni,“ segir Sigríður. Fulltrúum Samtaka atvinnulífsins finnist þó ákvörðun Eflingar að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudaginn kemur ekki viðeigandi vegna mikillar óvissu bæði hérlendis vegna náttúruhamfara og á alþjóðavettvangi. Þegar aðstæður eru með þeim hætti sé mikilvægt að fækka óvissuatriðum eins og kostur er. „Við vitum líka að þessi verðbólga sem við búum við er of mikil og vextirnir eru háir og landsmenn eiga skilið að bæði breytist. En forsenda fyrir því er auðvitað friður á vinnumarkaði og að okkur takist að gera þessa langtímakjarasamninga,“ segir Sigríður. Markmiðið sé tímamótasamningur Hún segir að mikilvægt sé að höfða til allra sem sitja við samningaborðið að klára verkefnið. „Ég veit að við getum það. Við höfum sýnt það og munum sýna það. Við höldum áfram þangað til verkefnið er búið en það þarf að klára verkefnið til þess að aðrir átti sig á því að það eru breyttar aðstæður,“ segir Sigríður. „ Þetta allt tekur tíma. En við erum komin svo langt og við munum svo sannarlega ekki gefast upp. Þetta endar að sjálfsögðu með kjarasamningi en markmiðið er auðvitað að þetta endi með kjarasamningi sem er tímamótasamningur sem getur náð þessum markmiðum,“ segir hún. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Hún segir að það hafi ekki verið ætlun samninganefnd Samtaka atvinnulífsins að sýna viðsemjendum sínum neina vanvirðingu og að öll samskipti fylkinganna fram að síðustu dögum hafi verið til fyrirmyndar.„Við trúum því að núna sé ekki tímapúnkturinn til að fara í átakafarvegi,“ segir Sigríður í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi Sigríður segir að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hafi lagt sig fram við að sýna trúnað og vera einlæg en að allir geti gert mistök. Boðleiðir geti verið misskýrar og að það geti allir gert betur í þeim efnum. „Við þurfum í rauninni bara að tala okkur saman í gegnum þær aðstæður sem upp koma. Og það er það sem við erum að fara að gera á morgun. Við erum að fara að hittast við samningaborðið klukkan níu í fyrramálið til þess að halda áfram með þetta verkefni,“ segir Sigríður. Fulltrúum Samtaka atvinnulífsins finnist þó ákvörðun Eflingar að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudaginn kemur ekki viðeigandi vegna mikillar óvissu bæði hérlendis vegna náttúruhamfara og á alþjóðavettvangi. Þegar aðstæður eru með þeim hætti sé mikilvægt að fækka óvissuatriðum eins og kostur er. „Við vitum líka að þessi verðbólga sem við búum við er of mikil og vextirnir eru háir og landsmenn eiga skilið að bæði breytist. En forsenda fyrir því er auðvitað friður á vinnumarkaði og að okkur takist að gera þessa langtímakjarasamninga,“ segir Sigríður. Markmiðið sé tímamótasamningur Hún segir að mikilvægt sé að höfða til allra sem sitja við samningaborðið að klára verkefnið. „Ég veit að við getum það. Við höfum sýnt það og munum sýna það. Við höldum áfram þangað til verkefnið er búið en það þarf að klára verkefnið til þess að aðrir átti sig á því að það eru breyttar aðstæður,“ segir Sigríður. „ Þetta allt tekur tíma. En við erum komin svo langt og við munum svo sannarlega ekki gefast upp. Þetta endar að sjálfsögðu með kjarasamningi en markmiðið er auðvitað að þetta endi með kjarasamningi sem er tímamótasamningur sem getur náð þessum markmiðum,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14
Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00